Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Úti er alltaf að snjóa

3.12.2015

Þjónustustöð Seltjarnarnesbæjar þakkar íbúum biðlund og tillitsemi við þær erfiðu aðstæður sem skapast hafa undanfarna daga og hvetur íbúa til að moka frá innkeyrslum sínum eins og kostur er.


Enn sjónar og því er mikið álag á starfsmenn og tæki í snjómokstri, enda hefur miklum snjó kyngt niður á mjög stuttum tíma. 

Mokstur er í fullum gangi og unnið við hann dag og nótt. Götur og stígar eru mokaðir eftir umferð og mikilvægi samkvæmt sérstakri snjómokstursáætlun. Þar hafa forgang strætisvagnaleiðir, aðal tengigötur og aðalstígar, en safngötur og tengistígar þegar þær leiðir eru orðnar færar.  


Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: