Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Tilkynning frá Seltjarnarnesbæ vegna óveðurs síðdegis  

7.12.2015

Vegna óveðursins sem í aðsigi er hefur yfir óvissustigi á landinu verið lýst yfir. Fulltrúar frá Seltjarnarnesbæ hafa setið fundi með aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins og eru í viðbragðsstöðu. Það er von fulltrúa bæjarfélagsins að bæjarbúar sýni tillitssemi og þolinmæði meðan verðurhamurinn og sú óvissa sem honum fylgir gengur yfir. 
Mikilvægt er að hafa eftirfarandi í huga:

  • Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn verði sótt fyrir klukkan 16:00 og allir verði komnir til síns heima þegar óveðrið brestur á. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd með fullorðnum, enda eru þau örugg í skólanum.
  • Fólk er beðið um að vera ekki úti að nauðsynjalausu eftir kl. 17 og halda heim á leið áður en veðrið skellur á, ekki síst til að tefja ekki eða hefta för viðbragðsaðila og björgunarsveitarfólks.
  • Strætisvagnasamgöngur liggja niðri eftir kl. 18:00 en kunna að raskast fyrr. 
  • Fyrirsjáanlegt er að fárviðrinu fylgi hlýindi, sérstaklega þegar líður á nóttina og því eru íbúar hvattir til þess að hreinsa frá niðurföllum og moka af svölum áður en verðurofssinn brýst út.
  • Skorða og fjarlægja þarf lausamuni og huga vel að sorptunnum.
  • Hitaveitan á Seltjarnarnesi gengur fyrir rafmagni þannig að ef rafmagnið fer af hefur það áhrif á húshitun. 
  • Gott er að hafa vasasljós, eldfæri og kerti í seilingarfjarlægð ef rafmagn fer af. 
  • Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hver viðbrögð við morgundeginum verða og er fólk hvatt til að fylgjast með fréttum í kvöld um gang mála.

Lokanir á Seltjarnarnesi í dag, mánudaginn 7. desember frá kl. 16:00:
Bókasafn, tónlistarskóli, sundlaug, íþróttahús, knattspyrnuvöllur, Selið og World Class. 

Slökkviliðið vill sérstaklega koma á framfæri þakklæti til foreldra og forráðamanna sem brugðust vel við viðvörunum 1. desember og telja að með því að fara eftir ráðleggingum hafi þeir átt þátt í því hversu greiðlega allt gekk fyrir sig. 

Neyðarsími á Seltjarnarnesi er 822-9113.

Nánari upplýsingar má finna á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: