Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Grótta í Final 4 í Coca Cola bikarnum, 25. og 26. febrúar í Höllinn

23.2.2016

Gróttukonur fagnaGrótta hefur tryggt sér sæti í Final 4 í Coca Cola bikarnum í handbolta bæði í meistaraflokki karla og kvenna. Leikið verður fimmtudag, föstudag og laugardag. 

Boðið verður upp á rútuferðir aðra leið frá Hertz-höllinni í Laugardalshöll á fimmtudag og föstudag kl. 18:40. 

Áhorfendur eru hvattir til að mæta í upphitun í Herz-höllina kl. 17:30 þar sem boðið verður upp á andlitsmálningu, leiki og hamborgaratilboð. 

Gróttufólk er hvatt til að kaupa miða á leikinn í Herz-höllinni eða á Tix.is ( Grótta - Haukar kvk: http://bit.ly/CCB-Kvenna-Grótta  /   Stjarnan - Grótta kk: http://bit.ly/CCB-Karla-Grótta ) til að tryggja að aðgangseyrinn renni til handknattleiksdeildar Gróttu. 

Undanúrslit kvenna fara fram fimmtudaginn 25. febrúar og þar mætast:
Kl. 17.15  Stjarnan - Fylkir
Kl. 19.30  Grótta - Haukar

Undanúrslit karla fara fram föstudaginn 26. febrúar og þar mætast:
Kl. 17.15  Valur - Haukar
Kl. 19.30  Stjarnan - Grótta

Úrslitaleikir
Markmið beggja liða er að spila til úrslita og verða báðir úrslitaleikirnir laugardaginn 27. febrúar.
Kl. 13.30  Úrslitaleikur kvenna
Kl. 16.00  Úrslitaleikur karla

Íbúar Seltjarnarness eru hvattir til að fjölmenna í Laugardalshöll og hvetja sitt lið til sigurs.
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: