Tilkynningar
Vorhreinsun 2016 - 18 til 25. maí

Hreinsun á garðaúrgangi
Þessa viku gefst bæjarbúum kostur á að setja samanbundnar trjágreinar og jarðvegsúrgang í pokum út á
gangstétt. Starfsmenn bæjarins munu svo hirða upp úrganginn.
Vinsamlegast gætið þess að hafa pokana ekki of þunga.
Seltirningar - við leitum eftir áliti þínu
Umhverfisnefnd hefur í fjölda ára veitt viðurkenningar fyrir fagra garða, snyrtilegan frágang lóða, eldri uppgerð
hús, götur og opin svæði. Einnig hafa verið veittar viðurkenningar fyrir fögur tré.
Allar ábendingar eru vel þegnar og þeir bæjarbúar sem vilja koma ábendingum á framfæri er bent á að senda póst á netfangið postur@seltjarnarnes.is eða hafa samband við þjónustuver bæjarins í síma 595 9100 fyrir 24. júní 2016.
Með kveðju og þökk,
umhverfisnefnd Seltjarnarness
Gróður á lóðum og lóðamörkum
Vanda þarf val á trjágróðri og trjám í görðum. Hávöxnum trjám má ekki planta nær lóðamörkum en 4 metra. Svæði yfir götum, gangstéttum og stígum þarf að vera laust við greinar af trjá- og runnagróðri til að hindra ekki umferð gangandi eða hjólandi.

Umferð hunda og katta 2016 - Orðsending til hunda og kattaeigenda
Að gefnu tilefni vill umhverfisnefnd ítreka að frá og með 1. maí til 15. júlí er með öllu óheimilt að vera með hnda á þeim svæðum sem tilgreind eru á þessu korti. Kattaeigendur eru hvattir til að seltja á þá bjöllu ásamt sjálflýsandi ól og halda þeim frá þessum svæðum sé þess nokkur kostur. Þetta er vegna varpfugla

Hundabann gildir í Gróttu allt árið
Moltukassar

Fjölnota innkaupapokar
Umhverfisnefnd hvetur bæjarbúa til að nota fjölnota innkaupapoka

Sýnum gott fordæmi og verum umhverfisvæn