Tilkynningar
Tölvunámskeið fyrir 60 ára og eldri
Í júní og júlí verður boðið upp á tölvunámskeið fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi.
Á námskeiðinu verður farið í hvernig skal nota veraldarvefinn, senda tölvupóst og margt fleira sem gæti verið hentugt að kunna. Einnig verður kennt á snjallsíma og spjaldtölvur ef fólk kemur með sín tæki til að læra.
Það verða 4 grunnnámskeið í boði dagana:
13.júní-16.júní
20.júní-23.júní
27.júní-30.júní
4.júlí-7.júlí
Haldin verða fleiri námskeið ef aðsókn er mikil.
Einnig verður eitt framhaldsnámskeið í boði fyrir þá sem vilja og verður það haldið:
11.júlí-14.júlí
Hvert námskeið verður í 4 daga senn og verður kennt frá klukkan 10:00-12:00. Námskeiðin fara fram í tölvuveri Valhúsaskóla.