Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Hæ hó jibbí jei!

9.6.2016

Sautjándi júní er handan við hornið. Hátíðahöldin fara fram í Bakkagarði en skrúðgangan leggur að þessu sinni upp frá Leikskólanum við Suðurströnd kl. 14. 

Að vanda verður öllu tjaldað til á Nesinu og hátíðardagskráin sniðin að bæjarbúum á öllum aldri.

17. júní 2016

Kl. 10-12 Bátasigling frá smábátahöfninni

Siglingafélagið Sigurfari og Björgunarsveitin Ársæll bjóða börnum í fylgd með fullorðnum upp á bátsferðir frá smábátahöfninni við Bakkavör. Siglingar eru háðar veðurfari.

Kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju

Sóknarprestur Sr. Bjarni Þór Bjarnason, organisti Friðrik Vignir Stefánsson og ræðumaður Guðbrandur Sigurðsson forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja, einsöngur Brynhildur Þóra Þórsdóttir. Kaffiveitingar í boði Rótarýklúbbsins. 

Kl. 13-14 Andlitsmálun við Leikskólann

Andlitsmálun fer nú fram áður en skrúðgangan hefst svo börnin geti notið dagskrárinnar í Bakkagarði. Mætið á planið við Leikskólann og sleppið við röðina í Bakkagarði.
Kl. 14:00 Skrúðganga frá Leikskóla Seltjarnarness 
Gengið verður frá Leikskóla Seltjarnarness að Bakkagarði í fylgd Lúðrasveitar verkalýðsins undir stjórn Kára H. Einarssonar. Trúðar og stultufólk slást í hópinn. Fánaberar eru úr Björgunarsveitinni Ársæl.

Bakkagarður 14:15-17:00


Trúðurinn Úlfar skemmtir og heldur dagskránni gangandi allan tímann. Hann er leikinn af Bergi Þór Ingólfssyni.

Hátíðarræða formanns menningarnefndar, Katrínar Pálsdóttur
Ávarp fjallkonunnar
Trúðar frá Sirkus Íslands 
Jóhanna Ruth Luna Jose sigurvegari Ísland Got Talent og Samfés 
Pollapönk
Stjúpmæðurnar
Amabadama

Öll afþreying á svæðinu er gjaldfrjáls. Í boði eru vatnaboltar, loftboltar, trampólín, hestateymingar, risarennibraut, fljúgandi diskur, andlitsmálun og fleira.

Fjölbreytt veitinga- og vöruúrval verður í sölutjöldum á svæðinu í umsjón íþrótta- og félagasamtaka. 
Rjúkandi vöfflur verða seldar í Félagsheimilinu frá kl. 15. 

Gestir eru beðnir að virða lokun Suðurstrandar frá Steinavör að Bakkavör frá kl. 13:30-17:00. Strætósamgöngur verða samkvæmt áætlun.

17. júní 2015

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: