Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Nikkuball við smábátahöfn Seltjarnarness

14.7.2016

Kæru Seltirningar!


Nikkuball 2013Fimmtudaginn 14. júlí verður hið árlega Nikkuball Ungmennaráðs Seltjarnarness haldið við smábátahöfn Seltjarnarness.


Ballið byrjar klukkan 14:00 og heldur stuðið áfram til 16:00. Að þessu sinni mun Þórður Arnar Marteinsson leika á nikkuna fyrir dansi. Einnig verður Listahópur Seltjarnarness á staðnum og tekur nokkur lög.


Boðið verður upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum!


Ekki missa af þessum stórskemmtilega viðburði, mættu á svæðið með alla með þér og taktu nokkur spor!


Ungmennaráð Seltjarnarness


Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: