Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Sönglög, þjóðsögur og hjátrú um fugla á Degi íslenskrar náttúru

15.9.2016

Svanlaug JóhannsdóttirHin fjölhæfa söngkona Svanlaug Jóhannsdóttir verður í Bókasafni Seltjarnarness milli kl. 10-11 á morgun föstudag, með dagskrá sem nemendum í 3. bekk Mýrarhúsaskóla er sérstaklega boðið á í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, sem landsmenn fagna árlega þann 16. september. Þar býður Svanlaug upp á dagskrá í tali og tónum sem tengist sýningunni Nema fuglinn fljúgandi, sem nú stendur yfir í Gallerí Gróttu með vatnslitaverkum Ragnhildar Ágústsdóttur. 

Svanlaug syngur lög sem tengjast fuglamyndum á sýningunni og segir frá þjóðsögum og hjátrú þar sem fuglar koma við sögu. Hún fer með börnunum í ratleik um sýninguna og Bókasafnið en þar má finna fjölmarga uppstoppaða fugla og fleiri dýr úr Náttúrugripasafni Seltjarnarness. 

Þess má geta að í tilefni af Degi íslenskrar náttúru er nú búið að stilla upp í Bókasafninu yfir sextíu merktum fuglaeggjum af ýmsum stærðum og gerðum í fallegum og aðgengilegum sýningarkassa.

Öllum gestum Gallerí Gróttu og Bókasafns Seltjarnarness gefst einnig tækifæri á að fræðast um þjóðsögur og hjátrú er tengjast fuglum og taka þátt í ratleik. Í sýningarlok verður dregið úr réttum svörum þar sem þrenn minnisspil með fuglamyndum eru í verðlaun.
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: