Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Samgönguvikan 16.-22. september

20.9.2016

Samögnguvikan

Samgönguvika 16. - 22. september 
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Samgönguvika heldur úti Facebook síðu þar sem viðburðir vikunnar eru kynntir. 

Föstudagur 16. september
Hjólum til framtíðar:
Ráðstefna haldin af Hjólafærni í samvinnu við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Ráðstefnan verður haldin í Hlégarði í Mosfellsbæ kl. 10 - 16.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu Landsamtaka hjólreiðamanna,www.lhm.is  og þar er hægt að skrá sig til þátttöku. 

Fyrir ráðstefnuna verður boðið upp á hjólreiðaferð frá Elliðaárvogi (við hjólabrýr) til Mosfellsbæjar þar sem m.a. verður hjólað á nýja samgöngustígnum undir Úlfarsfelli. Lagt verður af stað kl. 9 frá Elliðaánum og kl. 9:20 frá bílastæðinu við Bauhaus fyrir þá sem vilja slást í hópinn.

Fimmtudagur 22. september 
Bíllausi dagurinn - frítt í strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu. 
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: