Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017

27.10.2016

Auglýst er eftir umsóknum eða ábendingum um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2017. Öllum er frjálst að senda inn tillögur. Sjá nánar Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Seltjarnarness.


Menningarnefnd Seltjarnaress auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi 
og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017. 

Bæjarlistamaður Seltjarnarness skal vera reiðubúinn að vinna með menningarsviði bæjarins að því að 
efla áhuga á list og listsköpun á Seltjarnarnesi og taka þátt í viðburðum bæjarins með það að leiðarljósi. 

Í umsókninni skulu koma fram ítarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil viðkomandi og hugmyndir 
um á hvern hátt nýta eigi styrkinn við listsköpun. 

Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur að upphæð einni milljón króna. Umsækjendur eru beðnir um að haga umsóknum í samræmi við reglur um Bæjarlistamann sem finna má á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is

Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað á Bæjarskrifstofur Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi merkt: „Bæjarlistamaður 2017“ eða á netfangið soffia.karlsdottir@seltjarnarnes.is fyrir 25. nóvember. 

Menningarnefnd Seltjarnarness 

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017 - auglýsingSenda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: