Tilkynningar
Sundlaugin verður opin til 22:00 alla fimmtudaga í nóvember
Sundlaugin verður opin alla fimmtudaga í nóvember til kl. 22.
Um er að ræða tilraunaverkefni vegna fjölda áskorana frá gestum sundlaugar og Ungmennaráðs Seltjarnarness sem lagði þetta til við Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins. Vonum að flestir nýti sér þetta tækifæri í skammdeginu, ungir sem aldnir.