Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Uppskipting í sóttvarnahólf er sóttvarnaráðstöfun og ein af leiðunum til að takmarka útbreiðslu Covid19 á Íslandi - 7.7.2020

Sóttvarnalæknir gaf út minnisblað vegna sóttvarnahólfa og leiðbeiningar sem eiga við allar hólfaskiptingar innan- og utandyra sem almenningur er hvattur til að virða. Fjöldatakmörkun á samkomum fer eftir ákvörðun yfirvalda hverju sinni og miðast nú við 500 manns. Lesa meira

Fyrirhugaðar framkvæmdir á sjóvarnargörðum við Eiðsgranda í haust munu kalla á tímabundna lokun akreinar  - 7.7.2020

Eidisgrandi

Reykjavíkurborg hyggst endurgera sjóvarnargarða við Eiðsgranda og stefnir á þær framkvæmdir nú í haust.  Framkvæmdarsvæðið nær frá dælustöð að hringtorgi við Ánanaust.

Lesa meira

Fyrirkomulag innheimtu vegna áskriftar að mat og ávöxtum við leik- og grunnskóla Seltjarnarness eftir sumarfrí - 3.7.2020

Eftir sumarfrí mun Skólamatur ehf., sjá um framleiðslu og framreiðslu matar og ávaxta fyrir Leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og fyrir bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar.

Lesa meira

Breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks - 30.6.2020

Breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks

Framundan eru breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks sem ekið hefur undir merkjum Strætó síðastliðin 5 ár. Um mánaðamótin mun þjónustan verða aðskilin frá starfsemi Strætó og skipt verður um nafn, útlit og skipulag.

Lesa meira

Mikilvægt að snyrta gróður við lóðarmörk - 29.6.2020

Snyrtum gróður við lóðarmörk

Íbúar eru hvattir til að snyrta gróður við lóðarmörk en mikil slysahætta er vegna gróðurs sem slútir yfir lóðarmörk og getur slegist í vegfarendur eða byrgt þeim sýn.

Lesa meira

Börn í Leikskóla Seltjarnarness taka þátt í HönnunarMars - 23.6.2020

Leikskólabörn

Börn á 5. aldursári á deildinni Eiði í Leikskóla Seltjarnarness hafa unnið verkin á sýningunni Eldurinn í jörðinni sem sett er upp á bókasafni Norræna hússins.

Lesa meira

Forsetakosningar 2020 - 22.6.2020

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní 2020. Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 9.00 til kl. 22.00 í Valhúsaskóla við Skólabraut.

Lesa meira

COVID-19: Fjöldamörk úr 200 í 500 og fleiri tilslakanir frá og með mánudeginum 15. júní - 15.6.2020

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum sem gildir frá mánudeginum 15. júní til 5. júlí nk. Fjöldatakmörkun fer í 500 manns og engar takmarkanir á fjölda gesta í sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Lesa meira

17. júní 2020: Flöggum og fögnum - Gleðjumst og grillum - 15.6.2020

17. júní 2020

Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 þá verða ekki hefðbundin 17. júní hátíðarhöld á Seltjarnarnesi en við hvetjum íbúa hins vegar eindregið til að halda daginn hátíðlegan og njóta samveru með fjölskyldu, vinum eða nágrönnum.

Lesa meira

Álestur hitaveitumæla í gangi þessa dagana - 11.6.2020

Auðkenndir sumarstarfsmenn á vegum Seltjarnarnesbæjar munu ganga í hús í dag og næstu virku daga til að lesa af hitaveitumælum hjá þeim sem ekki hafa skilað inn álestri það sem af er ári.  Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: