Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

TILKYNNING TIL ÍBÚA VEGNA ÓVEÐURS - 10.12.2019

Vinsamlega athugið að appelsínugul viðvörun sem gefin var út af veðurstofu og Almannavarnarnefnd í gær gildir enn í dag þriðjudaginn 10. desember frá kl. 15.00 í dag og gildir gul viðvörun frá kl. 13.00-15.00. Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar kom saman til fundar í morgun vegna væntanlegs óveðurs þar sem eftirfarandi var staðfest og ákveðið: Smelltu til að sjá ítarlegar upplýsingar. Lesa meira

Allir heim fyrir kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember vegna spár um ofsaveður - hugið að lausum munum! - 9.12.2019

Veðurstofa Íslands og Almannavernd hafa gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs frá kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember sem felur í sér röskun á skólastarfi. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir kl. 15 og ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13.00 en þá er gul viðvörun í gangi. 

Lesa meira

Umferðaröryggismál - tillögur að breytingu um og við Eiðistorg  - 2.12.2019

Í ljósi fjölda ábendinga íbúa bæjarins hefur skipulags- og umferðarnefnd, í samráði við umhverfissvið Seltjarnarnesbæjar og umferðar- og samgönguverkfræðing hjá VSÓ Ráðgjöf, unnið að útfærslu til að bæta öryggi gönguleiða um og við Eiðistorg. Sjá meðfylgjandi upplýsingar.

Lesa meira

Seltjarn­ar­nes­bær sýknaður af 102 millj­óna kröfu rík­is­ins - 2.12.2019

LækningaminjasafnHéraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði Seltjarn­ar­nes­bæ af kröfu ís­lenska rík­is­ins um greiðslu 102 millj­óna króna með vís­an til samn­ings aðila um bygg­ingu lækn­inga­minja­safns. Lesa meira

Að gefnu tilefni varðandi kennslu í Grunnskóla Seltjarnarness þriðjudaginn 3. desember 2019 - 2.12.2019

Samkvæmt tilkynningu skólastjórnenda Grunnskóla Seltjarnarness verður öll kennsla í 7.-10. bekk Valhúsaskóla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. desember en tölvupósturinn þess efnis hefur verið sendur út til foreldra.

Tilkynning vegna barnaverndarmála á Seltjarnarnesi - 27.11.2019

Í ljósi fréttaumfjöllunar undanfarna daga er varðar barnaverndarmál á Seltjarnarnesi vill Seltjarnarnesbær koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri. Lesa meira

Hjartanlega til hamingju starfsfólk slökkviliðsins með nýju bifreiðarnar, sem búnir eru nýjustu tækni varðandi brunavarnir. - 13.11.2019

Fjórar nýjir slökkvibifreiðar voru afhentar slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær. Borgarstjóri og bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins tóku formlega við bílunum, um mikil tímamót er að ræða fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og þjónustu þess Lesa meira

Dagdvöl aldraðra er flutt frá Skólabraut í Seltjörn, hjúkrunarheimili - 12.11.2019

Eftir 15 ár á Skólabraut 3-5 hefur dagdvöl fyrir aldraða nú verið flutt í Seltjörn, nýja og glæsilega hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi en þann 1. október sl. tók Vigdísarholt sem sér um rekstur hjúkrunarheimilisins yfir rekstur dagdvalarinnar sömuleiðis í samstarfi við Seltjarnarnesbæ sem á allt húsnæðið. Lesa meira

Lokað fyrir hitaveitu vegna viðgerða í nokkrum götum þriðjudaginn 12. nóvember.  - 12.11.2019

Lokað verður fyrir  að hluta eða alveg  á eftirtöldum götum vegna framkvæmdar við hitaveitu í Hæðarbraut, þriðjudaginn 12. nóvember frá kl. 9:00 og fram eftir degi:

Valhúsabraut, Hæðarbraut, Miðbraut, Melabraut, Vallarbraut og hluta Lindarbrautar. 

Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: