Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Seltjarnarnesbær og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í gær samning um uppbyggingu ljósleiðaranets á Seltjarnarnesi. Í samningnum er gert ráð fyrir að a.m.k. 85% húsa á Seltjarnarnesi verði tengd ljósleiðarakerfi Orkuveitunnar í lok 2005 og öll hús í bæjarfélaginu verði tengd um mitt ár 2006.
Lesa meira

Jólasýning fimleikadeildarinnar fór fram í Íþróttahúsi Seltjarnarness, þriðjudaginn 14. desember sl. fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Sýningin var hin glæsilegasta og eru hér nokkrar myndir sem teknar voru við það tækifæri.
Lesa meira

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. desember s.l. voru bæjarfulltrúum kynntar hugmyndir aðila um lagningu bandbreiðs samskiptanets á Seltjarnarnesi á grundvelli auglýsingar þar að lútandi frá því september.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær, Garðabær, Mosfellsbær og Reykjanesbær hafa að undanförnu unnið í samvinnu við Heimili og skóla og Kennaraháskóla Íslands að skipulagningu ráðstefnu um karlmennsku og drengi í grunnskóla. Ráðgert er að halda ráðstefnuna á Grand Hótel í Reykjavík 24. febrúar 2005. Fjölmörg erindi verða flutt á ráðstefnunni en hún mun standa yfir frá kl. 9:00 -16:30.
Lesa meira
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi og Borgarstjórinn í Reykjavík hafa ritað heilbrigðisráðherra sameiginlegt bréf þar sem þeir óska formlega eftir að heilbrigðisyfirvöld samþykki byggingu og rekstur 90 rýma hjúkrunarheimilis á Lýsislóð.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness miðvikudaginn 24. nóvember s.l. Í henni kemur fram að fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum og að rekstrarhlutfall aðalsjóðs verður með því lægsta sem þekkist á meðal sveitarfélaga.
Lesa meira

Í haust heimsótti Elaine Mehmet, eiginkona sendiherra Bretlands á Íslandi, Valhúsaskóla. Nemendur tóku vel á móti henni og í framhaldi af því varð að samkomulagi að hún kæmi vikulega í skólann og kynnti Bretland og breska menningu fyrir nemendum í öllum árgöngum.
Lesa meira

Leikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi fékk 1. desember afhentan Grænfánann í tilefni af öflugu starfi í þágu umhverfisverndar og umhverfismenntar.
Lesa meira
Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi að ganga til samninga við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um hönnun og ráðgjöf vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sundlaug Seltjarnarness.
Lesa meira

Í lok nóvember var öllu íbúum Seltjarnarness boðið til hátíðarhalda í tilefni þess að Tónlistarskóli Seltjarnarness á 30 ára afmæli á þessu ári. Fjölmennt var á hátíðinni sem tókst einstaklega vel.
Lesa meira

Á þessu skólaári verður Tónlistarskóli Seltjarnarness 30 ára. Af því tilefni er bæjarbúum boðið að taka þátt í afmælishátið sem haldin verður í Mýrarhúsaskóla, laugardaginn 20. nóvember nk. kl. 14:00.
Lesa meira
Skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness harma að vegna manneklu verður röskun á skólastarfi í dag.
Lesa meira

Helgina 6. og 7. nóvember s.l. fór fram haustmót Fimleikasambandsins en það er fyrsta mót vetrarins og fór það fram í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði. Um 200 keppendur tóku þátt í mótinu þar af 22 keppendur frá Fimleikadeild Gróttu.
Lesa meira
Eins og sjá má hefur heimasíða bæjarins tekið umtalsverðum breytingum og verið er að vinna í sambærilegum breytingum fyrir helstu stofnanir bæjarins.
Lesa meira

Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi bauð á dögunum öllum leikskólabörnum bæjarins á leiksýninguna „Númi á ferð og flugi“. Leikritið er sett upp af Brúðuleikhúsi Helgu Steffensen og byggir á sögunni um Núma með höfuðin sjö eftir Sjón.
Lesa meira
Grunnskólakennarar höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara með atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Fundur launanefndar sveitafélaga og kennara hjá sáttasemjara í gærkvöldi lauk án niðurstöðu og fellur því kennsla niður í grunnskóla Seltjarnarness um óákveðin tíma.
Lesa meira
Kennsla verður með eðlilegum hætti í Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla á morgun en samið hefur verið við kennara um að þeir fái greidd laun fyrir nóvembermánuð fyrirfram.
Lesa meira

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti þann 25. október 2004 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 1981-2001, Hrólfsskálamelur/ Suðurströnd með þeim breytingum að heildarfjöldi íbúða á öllu svæðinu er lækkaður úr 180 í 150 og að hámarksnýtingarhlutfall (NH) á svæði við Suðurströnd er lækkað úr 0,85 í 0,7 (bílageymslur neðanjarðar ekki meðtaldar).
Lesa meira
Skólanefnd Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum í dag að hætta við vetrarfrí er hefjast átti samkvæmt skóladagatali í næstu viku. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi bókun: "Samkvæmt samþykktu skóladagatali fyrir grunnskóla Seltjarnarness á að vera vetrarfrí í skólanum vikuna 1. – 5. nóvember nk.
Lesa meira

Í dag voru tilboð vegna auglýsingar bæjarins frá 29. september um samstarfsaðila við lagningu ljósleiðaranets opnuð. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum: Línuborun ehf., Orkuveita Reykjavíkur og Landssími Íslands hf.
Lesa meira

Í tilefni af þrjátíu ára afmæli Tónlistarskóla Seltjarnarness verður haldið landsmót strengjaleikara hér í bæ helgina 22. – 24. október n.k.
Lesa meira

Í sumar reis bæjarhlið við Nesveg og má því segja að báðar aðkomuleiðir að bænum séu vel merktar. Hliðið við Nesveg er af nokkru öðru tagi en bæjarhliðið við Norðurströnd enda aðstæður aðrar.
Lesa meira

Framkvæmdir sumarsins gengu vel á Seltjarnarnesi enda viðraði vel fyrir hin fjölmörgu viðhaldsstörf er unnin eru á sumri hverju. Vel miðar við fegrun opinna svæði innan bæjarmarkanna og verður áfram haldið á sömu braut á næstunni.
Lesa meira

Seltirningurinn Erlendur Sveinsson tók sig til á dögunum og færði bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi gamlan stjóra að gjöf. Tilefni gjafarinnar er hin táknræna merking stjórans um að láta ekki gjörningaveður hafa áhrif á stefnu skútunnar.
Lesa meira

Sundlaug Seltjarnarness verður lokuð nk. miðvikudag til föstudags vegna venjubundins viðhalds og árlegra hreinsunar.
Lesa meira

Skólaskrifstofa Seltjarnarness er í samstarfi við skólaskrifstofur í nágrannasveitarfélögunum um fyrirlestra og námskeið fyrir starfsfólk í leikskólunum. Samstarf bæjarfélaganna Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Kopavogsbæjar og Seltjarnarness hefur verið staðið yfir í 3 ár.
Lesa meira

Í Selinu er boðið upp á ýmiskonar afþreyingu eins og borðtennis, „pool“, tölvuleiki, „Sing Star“ og margt fleira. Þar er líka aðstaða til að vinna að ýmiskonar verkefnum og uppákomum þar sem hugmyndaflugið er virkjað.
Lesa meira

Að frumkvæði umhverfisnefndar Seltjarnarnesbæjar hófust rannsóknir á minjum við Bygggarðsvör í sumar með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.
Lesa meira
Um er að ræða samstarf um lausnir þar sem Seltjarnarnesbær hyggst skapa tækifæri fyrir aðila til að ryðja brautina um ljósleiðaravæðingu sveitarfélaga.
Lesa meira
Í skólanum eru aðrir starfsmenn en kennarar, deildarstjórar og námsráðgjafar að störfum, en ganga ekki í störf kennara.
Lesa meira
Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu fóru saman í hjólreiðatúr á hjólreiðadaginn þ.20. september ásamt borgarstjóra en leið þeirra lá frá Þinghóli í Kópavogi gegnum Fossvogsdalinn áleiðis í Elliðaárdal.
Lesa meira

Í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni var eldri bæjarbúum á Seltjarnarnesi boðið upp á stafagöngukynningu.
Lesa meira

Hinn 3. sept. sl. rann út frestur til að skila inn athugasemdum um breytingu á aðalskipulagi fyrir skipulagssvæðið á Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Í lok athugasemdaferlisins eða hinn 3. sept sl. barst Seltjarnarnesbæ undirskriftalisti á vegum áhugahóps um betri byggð með nöfnum 924 einstaklinga er mótmæltu fyrirhuguðu skipulagi. Að auki bárust 27 aðrar skriflegar athugasemdir bæjarskrifstofunum áður en fresturinn rann út.
Lesa meira
Ísland hefur verið þátttakandi í Evrópsku samgönguvikunni undanfarin 2 ár. Sveitarfélögin eru smámsaman að taka þátt þessu átaki. Eitt af því sem hvað mesta athygli hefur vakið er “bíllausi dagurinn” sem er liður í samgönguvikunni.
Lesa meira
Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi tók stakkaskiptum í sumar og opnaði í haust í endurnýjuðu og stækkuðu húsnæði. Skólinn deildi áður húsnæði með bókasafni bæjarins en hefur nú vaxið í hluta af fyrrum húsnæði þess.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær og Fjölís, hagsmunafélag um höfundarétt, undirrituðu í gær samning um ljósritun á vernduðum verkum í stjórnsýslu og stofnunum Seltjarnarnesbæjar. Samningurinn nær til útgefinna rita eins og t.d. bóka, tímarita, nótnahefta og bæklinga og er hliðstæður öðrum samningum Fjölís við sveitarfélög er byggir á samningsfyrirmynd gerðri í samvinnu Fjölís og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness bauð starfsfólki Grunnskóla Seltjarnarness til móttöku í Seltjarnarneskirkju föstudaginn 20. ágúst sl.
Lesa meira
Í gær voru fyrstu máltíðirnar í nýju mötuneyti Mýrarhúsaskóla bornar á borð við góðar undirtektir nemenda og starfsmanna skólans.
Lesa meira
Í tilefni af 30 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar er bæjarbúum boðið á sýningu Leiklistarfélags Seltjarnarness á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar. Sýningin var frumsýnd í vor við frábærar undirtektir og komust færri að en vildu.
Lesa meira
Í haust tekur Tónlistarskóli Seltjarnarness til starfa í endurbættu og stækkuðu húsnæði. Skólinn er jafn gamall bæjarfélaginu og fagnar því 30 ára afmæli á þessu ári.
Lesa meira
Seltirningar hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni undanfara daga og hafa eins og aðrir landsmenn nýtt sér hana til útivistar.
Lesa meira
Skólalúðrasveit Seltjarnarness, alls um 40 manns með stjórnanda og fararstjórum fóru í vikuferð þann 8. júlí sl. til Vínarborgar. Þar tók sveitin þátt í árlegu tónlistarmóti sem var haldið þar í 33. sinn. Dagskrá og umgjörð voru mjög glæsileg.
Lesa meira
Umhverfisviðurkenningar Umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2004 voru veittar 29. júlí sl. í húsnæði Bókasafns Seltjarnarness
Lesa meira
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir Seltjarnarneskaupstað.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness 1981-2001 samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum
Lesa meira
Sterkar vísbendingar eru uppi um að börnum í leik- og grunnskólum Seltjarnarnesbæjar fari verulega fækkandi á næstu árum.
Lesa meira
Að frumkvæði umhverfisnefndar Seltjarnarnesbæjar eru hafnar rannsóknir á minjum við Bygggarðsvör en Fornleifavernd ríkisins gaf nýverið út leyfi fyrir þeim.
Lesa meira
Skólalúðrasveit Seltjarnarness lagði á fimmtudagskvöld 8. júlí í ferð til
Vínarborgar, alls um 40 manns með stjórnanda og fararstjórum. Í Vín tekur
sveitin þátt í árlegu tónlistarmóti sem nú er haldið þar í 33. sinn.
Lesa meira
Fjörutíu og fjórir eldri bæjarbúar fóru í sumarferð á Jónsmessu á vegum félagsstarfs aldraðra og lá leiðin um Suðurland.
Lesa meira
Þrír starfsmenn leikskóla Seltjarnarness luku fjarnámi í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 12. júní sl. Skólaskrifstofa Kópavogs gerði fyrir nokkru samning við HA um fjarnám fyrir reynda starfsmenn leikskólanna.
Lesa meira
Íslandsmeistaramót í maraþoni var haldið á Mývatni helgina 18.-19. júní sl. Elísabet Jóna Sólbergsdóttir íþróttamaður Seltjarnarness fyrir árið 2003 varð Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna á tímanum 3:20:59 og bætti tíma sinn frá því í fyrra um tæpar 7 mínútur.
Lesa meira
Tveir vaskir hjólabrettamenn, þeir Birkir Kristján Guðmundsson og Daníel Kristjánsson, gengu á fund bæjarstjórans á Seltjarnarnesi á dögunum og afhentu honum undirskriftalista til stuðnings hugmynd þeirra um hjólabrettasvæði á Seltjarnarnesi. Á listanum voru tæplega 130 nöfn áhugamanna um hjólabretti og línuskautaiðkun en drengirnir segja aðstæður til iðkunar íþróttarinnar takmarkaðar á Nesinu.
Lesa meira
nýlegu fréttabréfi Mýrarhúsaskóla má sjá að mikið verður um að vera í sumar þó nemendur fari í frí. Undirbúningur að nýju mötuneyti fyrir nemendur er í fullum gangi og verður nýtt og glæsilegt mötuneyti opnað í skólanum næsta haust. Eldhúsið verður í nýbyggingu skólans þar sem Skjólaskjólið hefur verið til húsa.
Lesa meira
Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2003 er komin út.
Lesa meira
Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum í maí tillögu formanns, Sigrúnar Eddu Jónsdóttur, um að niðurgreiðslur á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hækki frá og með 1. ágúst 2004. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir að námsmenn njóti hér eftir aukinnar niðurgreiðslu umfram niðurgreiðslu til fólks í sambúð eða hjónabandi.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista