Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Fjarnámsnemar í leikskólafræðum útskrifast - 30.6.2004

Þrír starfsmenn leikskóla Seltjarnarness luku fjarnámi í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 12. júní sl. Skólaskrifstofa Kópavogs gerði fyrir nokkru samning við HA um fjarnám fyrir reynda starfsmenn leikskólanna. Lesa meira

Íþróttamaður Seltjarnarness Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna - 24.6.2004

Íslandsmeistaramót í maraþoni var haldið á Mývatni helgina 18.-19. júní sl. Elísabet Jóna Sólbergsdóttir íþróttamaður Seltjarnarness fyrir árið 2003 varð Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna á tímanum 3:20:59 og bætti tíma sinn frá því í fyrra um tæpar 7 mínútur. Lesa meira

Hjólabrettamenn á fund bæjarstjóra - 23.6.2004

Tveir vaskir hjólabrettamenn, þeir Birkir Kristján Guðmundsson og Daníel Kristjánsson, gengu á fund bæjarstjórans á Seltjarnarnesi á dögunum og afhentu honum undirskriftalista til stuðnings hugmynd þeirra um hjólabrettasvæði á Seltjarnarnesi. Á listanum voru tæplega 130 nöfn áhugamanna um hjólabretti og línuskautaiðkun en drengirnir segja aðstæður til iðkunar íþróttarinnar takmarkaðar á Nesinu. Lesa meira

Mikið að gerast í grunnskólunum þrátt fyrir sumarfrí nemenda - 18.6.2004

nýlegu fréttabréfi Mýrarhúsaskóla má sjá að mikið verður um að vera í sumar þó nemendur fari í frí. Undirbúningur að nýju mötuneyti fyrir nemendur er í fullum gangi og verður nýtt og glæsilegt mötuneyti opnað í skólanum næsta haust. Eldhúsið verður í nýbyggingu skólans þar sem Skjólaskjólið hefur verið til húsa. Lesa meira

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar- Skuldir lækka og veltufjárhlutfall styrkist - 16.6.2004

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2003 er komin út.

Lesa meira

Komið til móts við yngstu Seltirningana - 16.6.2004

Dagmamma á leikvelli

Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum í maí tillögu formanns, Sigrúnar Eddu Jónsdóttur, um að niðurgreiðslur á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hækki frá og með 1. ágúst 2004. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir að námsmenn njóti hér eftir aukinnar niðurgreiðslu umfram niðurgreiðslu til fólks í sambúð eða hjónabandi.

Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: