Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Tónlistarskólinn 30 ára - 29.11.2004

Tónlistarskóli Seltjarnarness 30 áraÍ lok nóvember var öllu íbúum Seltjarnarness boðið til hátíðarhalda í tilefni þess að Tónlistarskóli Seltjarnarness á 30 ára afmæli á þessu ári. Fjölmennt var á hátíðinni sem tókst einstaklega vel. Lesa meira

Afmælishátíð Tónlistarskóla Seltjarnarness - 16.11.2004

Lúðrasveit SeltjarnarnessÁ þessu skólaári verður Tónlistarskóli Seltjarnarness 30 ára. Af því tilefni er bæjarbúum boðið að taka þátt í afmælishátið sem haldin verður í Mýrarhúsaskóla, laugardaginn 20. nóvember nk. kl. 14:00. Lesa meira

Grunnskóli Seltjarnarness - 16.11.2004

Skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness harma að vegna manneklu verður röskun á skólastarfi í dag. 

Lesa meira

Seltirningum gekk vel á haustmóti Fimleikasambandsins. - 15.11.2004

Fimleikastúlkur 2004Helgina 6. og 7. nóvember s.l. fór fram haustmót Fimleikasambandsins en það er fyrsta mót vetrarins og fór það fram í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði. Um 200 keppendur tóku þátt í mótinu þar af 22 keppendur frá Fimleikadeild Gróttu. Lesa meira

Ný vefsíða - 10.11.2004

Eins og sjá má hefur heimasíða bæjarins tekið umtalsverðum breytingum og verið er að vinna í sambærilegum breytingum fyrir helstu stofnanir bæjarins. Lesa meira

Leikskólabörn kynnast Núma - 10.11.2004

Númi á ferð og flugiSlysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi bauð á dögunum öllum leikskólabörnum bæjarins á leiksýninguna „Númi á ferð og flugi“. Leikritið er sett upp af Brúðuleikhúsi Helgu Steffensen og byggir á sögunni um Núma með höfuðin sjö eftir Sjón. Lesa meira

Kennaraverkfall hafið að nýju - 9.11.2004

Grunnskólakennarar höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara með atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Fundur launanefndar sveitafélaga og kennara hjá sáttasemjara í gærkvöldi lauk án niðurstöðu og fellur því kennsla niður í grunnskóla Seltjarnarness um óákveðin tíma. Lesa meira

Kennsla verður samkvæmt stundarskrá á morgun. - 2.11.2004

Kennsla verður með eðlilegum hætti í Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla á morgun en samið hefur verið við kennara um að þeir fái greidd laun fyrir nóvembermánuð fyrirfram. Lesa meira

Breyting á aðalskipulagi samþykkt. - 1.11.2004

loft1Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti þann 25. október 2004 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 1981-2001, Hrólfsskálamelur/ Suðurströnd með þeim breytingum að heildarfjöldi íbúða á öllu svæðinu er lækkaður úr 180 í 150 og að hámarksnýtingarhlutfall (NH) á svæði við Suðurströnd er lækkað úr 0,85 í 0,7 (bílageymslur neðanjarðar ekki meðtaldar). Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: