Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Seltjarnarnesbær og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í gær samning um uppbyggingu ljósleiðaranets á Seltjarnarnesi. Í samningnum er gert ráð fyrir að a.m.k. 85% húsa á Seltjarnarnesi verði tengd ljósleiðarakerfi Orkuveitunnar í lok 2005 og öll hús í bæjarfélaginu verði tengd um mitt ár 2006.
Lesa meira

Jólasýning fimleikadeildarinnar fór fram í Íþróttahúsi Seltjarnarness, þriðjudaginn 14. desember sl. fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Sýningin var hin glæsilegasta og eru hér nokkrar myndir sem teknar voru við það tækifæri.
Lesa meira

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. desember s.l. voru bæjarfulltrúum kynntar hugmyndir aðila um lagningu bandbreiðs samskiptanets á Seltjarnarnesi á grundvelli auglýsingar þar að lútandi frá því september.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær, Garðabær, Mosfellsbær og Reykjanesbær hafa að undanförnu unnið í samvinnu við Heimili og skóla og Kennaraháskóla Íslands að skipulagningu ráðstefnu um karlmennsku og drengi í grunnskóla. Ráðgert er að halda ráðstefnuna á Grand Hótel í Reykjavík 24. febrúar 2005. Fjölmörg erindi verða flutt á ráðstefnunni en hún mun standa yfir frá kl. 9:00 -16:30.
Lesa meira
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi og Borgarstjórinn í Reykjavík hafa ritað heilbrigðisráðherra sameiginlegt bréf þar sem þeir óska formlega eftir að heilbrigðisyfirvöld samþykki byggingu og rekstur 90 rýma hjúkrunarheimilis á Lýsislóð.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness miðvikudaginn 24. nóvember s.l. Í henni kemur fram að fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum og að rekstrarhlutfall aðalsjóðs verður með því lægsta sem þekkist á meðal sveitarfélaga.
Lesa meira

Í haust heimsótti Elaine Mehmet, eiginkona sendiherra Bretlands á Íslandi, Valhúsaskóla. Nemendur tóku vel á móti henni og í framhaldi af því varð að samkomulagi að hún kæmi vikulega í skólann og kynnti Bretland og breska menningu fyrir nemendum í öllum árgöngum.
Lesa meira

Leikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi fékk 1. desember afhentan Grænfánann í tilefni af öflugu starfi í þágu umhverfisverndar og umhverfismenntar.
Lesa meira
Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi að ganga til samninga við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um hönnun og ráðgjöf vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sundlaug Seltjarnarness.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista