Fyrirsagnalisti
Álagningarstuðlar fasteignagjalda á Seltjarnarnesi munu lækka annað árið í röð. Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar lækkar fasteignaskattur úr 0.32% í 0.30% og vatnsgjald lækkar úr 0.13% í 0.115%. Í útreikningum bæjarins við gerð fjárhagsáætlunar var m.a. gengið út frá því að fasteignamat í sveitarfélaginu myndi hækka um 30% og voru álagningarstuðlar lækkaðir með tilliti til þess.
Lesa meira

Þessa dagana er verktaki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að hefja framkvæmdir við 2. áfanga ljósleiðaratengingar heimila á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Börnin í Mánabrekku fluttu helgileik í leikskólanum 20. desember s.l. Sungin voru íslensk og ungversk jólalög.
Lesa meira
Mikil þátttaka var í jólakortasamkeppni Menntagáttar fyrir þessi jól. Flestar myndirnar í keppninni komu frá nemendum í 5. og 6. bekk. Eins og í fyrra voru nemendur Mýrarhúsaskóla sigursælir, unnu til sjö af tuttugu verðlaunum.
Ein af verðlaunamyndunum Kolbrún 5.A
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt samhljóða að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024, samkvæmt 18. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, ásamt athugasemdum og umsögnum sveitarfélaga og stofnana sem borist hafa.
Lesa meira

Þrír grunnskólar sem allir eiga vinaskóla í Malaví hafa nú tekið höndum saman í því skyni að safna peningum vegna hungursneyðar sem nú ríkir í Malaví. Þetta eru Grundaskóli á Akranesi, Lágafellsskóli í Mosfellsbæ og Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Þessa dagana er verið að dreifa segulmottum með Geðorðunum 10 inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi. Geðorðin 10 byggjast á niðurstöðum rannsókna á því hvað einkennir fólk sem býr við velgengni og vellíðan í lífinu.
Lesa meira

Nýjar reglur um afsláttarkjör barnafjölskyldna á Seltjarnarnesi er nýta dagforeldrakerfi, leikskóla eða Skólaskjól grunnskóla tóku nýlega gildi.
Lesa meira

Fatahönnunnarkeppnin Stíllinn var haldin laugardaginn 26. nóvember í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Þema keppninnar var “rusl”. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin og hefur Selið tekið þátt í keppninni frá upphafi.
Lesa meira
Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að álagningarprósenta útsvars og fasteignagjalda á Seltjarnarnesi lækki umtalsvert. Útsvar á Seltjarnarnesi hefur um langt skeið verið með því lægsta sem gerist á meðal sveitarfélaga í landinu en verður frá áramótum lægst á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Síðastliðinn föstudag afhenti Tryggingafélagið Sjóvá börnum í leikskólum Seltjanarnesbæjar ný endurskinsvesti að gjöf.
Lesa meira

Framkvæmdastjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var boðið til fundar við bæjarstjórann á Seltjarnarnesi á dögunum en þetta mun vera í fyrsta sinn sem félagið fundar formlega með fulltrúa bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Bæjarstjórn samþykkti á dögunum samhljóða að leita samninga við Þrek ehf.um rekstur og uppbyggingu heilsuræktar í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness.
Lesa meira

Í dag, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu, en þann dag árið 1807 fæddist Jónas Hallgrímsson. Í tilefni dagsins stendur Grunnskóli Seltjarnarness fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls.
Lesa meira
Í nóvemberblaði Vesturbæjarblaðsins segir að Hverfisráð

Vesturbæjar hafi óskað eftir því við borgaryfirvöld að skoðað verði hvort unnt sé að lækka húshitunarkostnað í Vesturbænum með því að tengjast Hitaveitu Seltjarnarness.
Lesa meira

Grant Thornton endurskoðun ehf hefur skilað af sér greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004. Sem fyrr þykir fjármálastjórn og fjárhagsstaða bæjarins með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga á landinu.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær hefur samið við Háskólann í Reykjavík um meistaranám fyrir stærðfræðikennara við Grunnskóla Seltjarnarness. Samkvæmt samningnum mun bæjarfélagið greiða hluta skólagjalda fyrir tvo stærðfræðikennara en auk þess fellir HR niður hluta skólagjalda.
Lesa meira

Níu ára afmæli Mánabrekku var haldið hátíðlegt í gær. Starfsmenn, börn og foreldrar skemmtu sér saman og blásið til ýmissa uppákoma í tilefni dagsins.
Lesa meira

Formaður menningarnefndar Seltjarnarness, Sólveig Pálsdóttir, færði á dögunum Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla og Valhúsáskóla að gjöf tvö bekkjarsett af Myndlykli. Bókin sem kom út á vegum menningarnefndar í sumar inniheldur greinargóða umfjöllun um úrval listaverka í eigu bæjarins.
Lesa meira

Frá því að hólminn í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi var byggður hefur álftapar gert sér þar hreiður ár hvert. Síðast liðið vor var engin undanteknir og komust nokkrir álftarungar á legg.
Lesa meira

Á leikskólum Seltjarnarness er unnið markvisst með notkun tölva í elstu árgöngunum. Upphafið að þessu starfi má rekja til þróunarverkefnis sem stóð yfir frá 1998-2000 og fjallaði um skapandi notkun tölva í leikskólastarfi.
Lesa meira

Fimmtudaginn 27. október verður haldað upp á 15 ára afmæli félagsmiðstöðvarinnar Selsins. Að því tilefni er bæjarbúum boðið til fagnaðar í Selinu milli klukkan 17:00 og 19:00.
Lesa meira
Forstöðumenn stofnana Seltjarnarnesbæjar hafa tekið vel í að gefa starfsfólki sínu frí til að taka þátt í dagskrá vegna 30 ára afmælis kvennafrídagsins 24.október 2005. Af þessum sökum verður töluverð röskun á þjónsutu bæjarins eftir kl. 14:00 í dag. Sýnum samstöðu í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.
Lesa meira

Í gær hófst formlega bygging á nýjum og fullkomnum gervigrasvelli, ásamt minni æfingavelli, við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Fyrstu skóflustunguna að vellinum tóku ungir iðkendur úr íþróttafélagi bæjarins, Gróttu. Unnið verður að krafti við völlinn á næstunni með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist eigi síðar en í maí 2006.
Lesa meira

Að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur bæjarfélagið samið við Securitas um hverfagæslu á Seltjarnarnesi í því skyni að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum. Tilraunaverkefnið er nýmæli hér á landi og er unnið í samstarfi við lögreglu og dómsmálaráðuneyti.
Lesa meira

Fulltrúum Seltjarnarnesbæjar var í haust boðin þátttaka á alþjóðlegri ráðstefnu Cisco Systems um framtíðarsýn svæða-, borgar og bæjarstjórna um framtíðarmöguleika internettækni í tengslum við opinbera stjórnsýslu og þjónustu við íbúa.
Lesa meira

Opinn skipulagsdagur var haldinn á Eiðistorgi í gær þar sem kynnt var tillaga að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024. Á staðnum voru skipulagsráðgjafar ásamt fulltrúum frá skipulags- og mannvirkjanefnd og svöruðu þeir fyrirspurnum og tóku við ábendingum.
Lesa meira

Í dag milli klukkan 16 og 21 munu ráðgjafar og fulltrúar frá skipulags- og mannvirkjanefnd verða á Eiðistorgi og taka við ábendingum og svara fyrirspurnum varðandi tillögu að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.
Lesa meira

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur gert samning við Hive, Hringiðuna og Skýrr um sölu á internetþjónustu til heimila sem tengjast ljósleiðaraneti OR og eru heimili á Seltjarnarnesi byrjuð að nýta þá þjónustu. Á næstunni er búist við að samningar takist við fleiri aðila um sölu á slíkri þjónustu.
Lesa meira

Alls sótti á þriðja hundrað manns vel heppnað skólaþing í húsnæði Valhúsaskóla í gær. Á þinginu voru meðal annars lögð drög að framtíðarumgjörð um skólastarf í leik-, grunn- og tónlistarskóla bæjarins.
Lesa meira
Samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi Seltjarnarness sem nú er til umfjöllunar og nefndum og stjórnsýslu bæjarins er stefnt að því að reist verði íbúðabyggð við Bygggarða á tímabilinu 2006-2024. Samtals er svæðið sem afmarkað er fyrir nýja íbúðabyggð um 3 hektarar að stærð en gert er ráð fyrir lágreistri, þéttri íbúabyggð.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær hefur samið við Og Vodafone um að bjóða upp á svo kallaðan „heitan reit“ eða þráðlausa háhraða internettengingu, á Bókasafni Seltjarnarness.
Lesa meira

Á skipulagsdegi skólanna á Seltjarnarnesi þann 6. október var haldinn sameiginlegur fræðslufundur, fyrir starfsfólk í leikskólum, grunnskóla, skólaskjóli, tónlistarskóla og Selinu.
Lesa meira

Nýlega var lokið uppsetningu og frágangi við nýjan drykkjarfont við Norðurströnd. Um er að ræða þriðja vatnsfontinn með þessu sniði sem reistur er í bænum.
Lesa meira
Selið hóf vetrarstarf sitt 19. september eftir stórtæka andlitslyftingu og viðgerðir á húsnæði. Opnunarball var haldið 22. september þar sem hljómsveitirnar Nóbel og Child tróðu upp ásamt DJ-Daða og DJ-Sæma. Mikil og góð stemning var á ballinu enda húsið troðfullt af frábærum unglingum.
Lesa meira

Skólaskrifstofur Seltjarnarness, Garðabæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar hafa á undanförnum árum staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk leikskólanna í sveitarfélögunum.
Lesa meira

Sparkvöllurinn á horni Lindarbrautar og Hofgarða var tilbúinn til notkunar á dögunum og nýtur strax mikilla vinsælda. Þetta er annar sparkvöllurinn sem tekin er í notkun á Seltjarnarnesi. Hinn er við Valhúsaskóla og var opnaður fyrir fáum árum.
Lesa meira

65% íbúa Seltjarnarnesbæjar sem eru 18 ára eða eldri hafa búið lengur en 11 ár í bæjarfélaginu. Nærri þriðjungur íbúa hefur búið í 11-20 ár í bænum en næst fjölmennasti hópurinn hefur verið búsettur á Nesinu í 21-30 ár.
Lesa meira
Fimmtudaginn 22. september verður opnuð sýning á verkum 38 ungmenna í bókasafni Seltjarnarness.
Lesa meira

Skólaþing verður haldið í Valhúsaskóla miðvikudaginn 12. október kl. 17:15-21:00.
Með skólaþinginu vill Seltjarnarnesbær veita íbúum og starfsmönnum bæjarins kost á að taka virkan þátt í stefnumótun fyrir leik- grunn- og tónlistarskóla á Seltjarnarnesi undir yfirskriftinni íbúalýðræði og borgaravitund.
Lesa meira

Skipulags- og mannvirkjanefnd hyggst setja á fót vinnuhóp til að skoða þær tillögur sem komið hafa fram um annars vegar baðhús og hins vegar veitingastað í grennd við Snoppu.
Lesa meira
Settur hefur verið upp heitur reitur (hotspot) á Bókasafni Seltjarnarness
Lesa meira
Vinna við aðalskipulag Seltjarnarness heldur nú áfram í kjölfar niðurstöðu íbúakosninga um skipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Í aðalskipulaginu er mörkuð stefna um þróun og skipulag Seltjarnarness til næstu tuttugu ára.
Lesa meira

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi færði á dögunum Íþróttamiðstöð Seltjarnarness sjálfvirkt hjartastuðtæki að gjöf. Bæjarstjóri og framkvæmdarstjóri Íþróttamiðstöðvar veittu tækinu viðtöku en auk þeirra voru fulltrúar frá æskulýðs- og íþróttaráði og slysavarnakonum viðstaddir.
Lesa meira

Í sumar var fyrsta hæð Mýrarhúsaskóla algerlega endurnýjuð en á næstu þremur árum verður eldri hluti skólans endurnýjaður að fullu og er áætlað er að verja 50 milljónum króna til verksins að meðtöldum
Lesa meira

Starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla - Valhúsaskóla mætti til starfa að loknu sumarleyfi 15. ágúst sl. Starfsdagana notuðu kennarar m.a. til að undirbúa vetrarstarfið og sækja námskeið.
Lesa meira

Þessa dagana eru margir ungir vegfarendur á leið til og frá skóla. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi vilja að þeir búi við eins mikið öryggi í umferðinni og kostur er. Öryggi barnanna er þó fyrst og fremst á herðum foreldra og þess vegna er rétt að þeir kenni barni sínu hvaða leið er öruggust til og frá skóla.
Lesa meira

Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi færði ásamt Lionsklúbbnum Freyr Björgunarsveitinni Ársæli rausnarlega peningagjöf í tilefni 2ja nýrra slöngubáta björgunarsveitarinnar.
Lesa meira
Síðustu helgina í ágúst gekk hópur fjallgöngumanna frá Seltjarnarnesbæ, Orkuveitu Reykjavíkur og ráðgjafafyrirtækinu Accenture á Hvannadalshnjúk. Í hópnum voru aðilar sem vinna að hönnun og lagningu ljósleiðarkerfisins á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Bæjarstjóri undirritaði á dögunum samning Seltjarnarnesbæjar við Tölvulistann um kaup á 73 Acer ferðatölvum til afnota fyrir kennara og stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.
Lesa meira

Verktaki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hefur nú hafist handa við að leggja ljósleiðara inn á fyrstu heimilin á Seltjarnarnesi en verkefnið hafði áður tafist vegna þess að þau tilboð sem OR bárust í lagningu ljósleiðarans voru hærri en reiknað hafði verið með.
Lesa meira

Survivor- og leikjanámskeið Seltjarnarnesbæjar 2005 er nú lokið og hefur mikið líf og fjör einkennt andann á þeim fjórum námskeiðum sem haldin voru í júní og júlí í sumar.
Lesa meira

Umhverfisnefnd Seltjarnarness samþykkti s.l. sumar tillögu meirihlutans um að bátavörin við Bygggarða verði endurgerð. Eitt fyrsta skrefið í verkefninu var að rannsaka svæðið með tilliti til fornminja.
Lesa meira

Í kjölfar skýrslu starfshóps um öryggismál sem skipaður var af bæjarstjórn varð nokkur umræða um öryggismyndavélar sem forvarnartæki.
Lesa meira
Umhverfisnefnd Seltjarnarness afhenti föstudaginn 29. júlí umhverfisviðurkenningar ársins 2005 við hátíðlega athöfn í Fræðasetrinu í Gróttu.
Lesa meira

Nýlega auglýsti Seltjarnarnesbær eftir samstarfsaðila er áhuga hefði á að sjá um og reka líkamsræktarstöð í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness en bygging líkamsræktarstöðvar er hluti af endurbótum á sundlaugar- og íþróttamannvirkjum bæjarins.
Lesa meira
Fyrsta samræmda leiðakerfi almenningssamgangna fyrir allt

höfuðborgarsvæðið var tekið í notkun um liðna helgi. Leiðarkerfi Strætó var formlega tekið í notkun af borgarstjóra og bæjarstjórum aðildarsveitarfélaga Strætó bs. Markmiðið er að efla almenningssamgöngur þannig að þær verði raunhæfur valkostur og fleiri taki strætó. Gjaldskrá Strætó breytist ekki vegna leiðakerfisins en hún hefur verið óbreytt frá 2003.
Lesa meira

Undanfarið hefur dregið verulega úr innbrotum á Seltjarnarnesi hvort sem litið er til fyrri ára eða hverfa í Reykjavík. Við vinnslu skýrslu um öryggismál á Seltjarnarnesi sem starfshópur sem skipaður var af bæjarstjórn skilaði af sér í vor var lögð áhersla á auknar forvarnir meðal annars með samstarfi við lögreglu og aðra slíka aðila.
Lesa meira

Verklegar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi hófust eins og kunnugt er í vor þegar hafist var handa við að tengja fjölbýlishúsin við Austurströnd og Eiðistorg. Fyrir nokkru hófust síðan tilraunir við að bora undir gangstéttir við Sefgarða, Nesbala og Valhúsabraut.
Lesa meira

Fjölmörg heimili á Seltjarnarnesi hafa verið heimsótt af starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur undanfarið sem hafa unnið að því að kortleggja aðstæður til að unnt sé að leggja lokahönd á hönnun verksins.
Lesa meira

Þessa dagana eru unglingar vinnuskólans á fullu að fegra umhverfi bæjarbúa, hreinsa til í beðum, gróðursetja, slá og mála.
Lesa meira

Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja brúðusýningu Rúnu Gísladóttur í Bókasafni Seltjarnarness til 15. júlí 2005.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að útvega öllum grunnskólakennurum sem kenna við skóla bæjarins fartölvur frá og með næsta hausti. Eðli kennslustarfsins er að mati bæjaryfirvalda með þeim hætti að kennarar munu hafa verulegt gagn af þeim sveigjanleika sem fartölvur skapa.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær stóð á dögunum fyrir námskeiði í fyrstu hjálp í samstarfi við Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi. Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriði í fyrstu hjálp hvað gera skal þegar komið er að slysi eða þegar óhöpp eiga sér stað.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær gaf á dögunum út Myndlykil þar sem finna má umfjöllun um úrval listaverka í eigu bæjarins. Í bókinni fjallar Dr. Ásdís Ólafsdóttir um verkin en textinn er byggður á pistlum er birst hafa á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.
Lesa meira

Á dögunum var undirritaður samningur við ÍSTAK um verulegar endurbætur á íþróttamiðstöð og Sundlaug Seltjarnarness.
Lesa meira

Fimmtudaginn 23. júní efndi menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar til léttrar Jónsmessugöngu. Að þessu sinni tóku tæplega tvöhundurð manns þátt í göngunni sem hófst á Valhúsahæð og lauk með fjörubáli.
Lesa meira
Úrslit úr íbúakosningu um deiliskipulag
-
25.6.2005
Talningu atkvæða í íbúakosningu vegna deiliskipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar lauk laust fyrir klukkan 23:00. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði eða 52,05%. H-tillaga fékk 768 atkvæði eða 44,85% af gildum atkvæðum. S-tillaga fékk 944 atkvæði eða 55,15% af gildum atkvæðum. Auðir seðlar og ógildir voru 15.
Nýjustu tölur úr kosningu um deiliskipulag
-
25.6.2005
Klukkan 22:00 var búið að telja 1.203 atkvæði í íbúakosningu um tillögur H og S vegna deiliskipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. H-tillaga hefur hlotið 511 atkvæði og S tillaga 678. Reiknað er með að talningu verði lokið fyrir miðnætti.

Iðkendur hjólabretta- og línuskautaíþrótta fengu langþráða aðstöðu til æfinga á Seltjarnarnesi á dögunum þegar nýr hjólabrettagarður var opnaður við Suðurströnd á dögunum.
Lesa meira

Í kvöld efnir menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar til léttrar Jónsmessugöngu sem hefst á Valhúsahæð kl. 20:30 og lýkur um kl. 22:30 við Seltjörn.
Lesa meira

Listaklúbburinn Nes-Café breytti félagsheimilinu á Seltjarnarnesi í fjörugan tónlistarklúbb í tengslum við nýafstaðna menningarhátíð. Í boði var fjölbreytt blönduð tónlistardagskrá þar sem jazz, funk og blús réð ríkjum.
Lesa meira

Stór meirihluti Seltirninga er ánægður með þjónustu bæjarins samkvæmt ítarlegri viðhorfakönnun sem gerð var af Gallup fyrir skemmstu. Af aðspurðum telja rúmlega 85% þjónustu bæjarins á heildina litið vera góða.
Lesa meira

Á dögunum vígðu Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri og formaður menningarnefndar bæjarins, Sólveig Pálsdóttir, nýtt útilistaverk með því að dýfa í það fótum. Verkið sem er eftir Ólöfu Nordal og nefnist Kvika, stendur á Kisuklöppum í fjörunni við Norðurströnd.
Lesa meira

Um 600 Seltirningar mættu í morgunverð á Eiðistorgi sem menningarnefnd bæjarins bauð til í tengslum við menningarhátíð 10.-12. júní.
Lesa meira

Framkvæmdir við sparkvöll með gervigrasi sem rísa mun á horni Lindarbrautar og Hofgarða á Seltjarnarnesi eru á fullum skriði. Lóðin sem völlurinn rís á er nefnd Snægerði og er í vesturhverfi Seltjarnarness.
Lesa meira
Kynningargögn vegna íbúakosninga 25. júní verða borin í öll hús á Seltjarnarnesi laugardaginn 11. juní n.k.
Lesa meira
Nemendur í 4. bekk Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi fóru í gróðusetningarferð á landsvæði Seltjarnarnesbæjar við Bolaöldu austan Sandskeiðs föstudaginn 3. júní s.l.
Lesa meira

Menningarhátíð Seltjarnarness verður haldin dagana 9. - 12 júní n.k. Á dagskrá hátíðarinnar sem einkennist af fjölbreytni og virkri þáttöku Seltirninga ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira
Yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst verða bæjarskrifstofur Seltjarnarness opnar sem hér segir:
Mánudaga til miðvikudaga kl. 8:45 - 16:00 Fimmtudaga kl. 8:45 - 17:00 Föstudaga kl. 8:45 – 14:00
Lesa meira
Foreldrafélag Mýrarhúsaskóla var tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2005. Í móttöku sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu tók formaður foreldrafélagsins, Sjöfn Þórðardóttir, á móti viðurkenningu fyrir hönd stjórnarinnar frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Lesa meira

Öllum Seltirningum á kosningaaldri verður gefinn kostur á að kjósa á milli tveggja mismunandi skipulagstillagna fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd 25. júní nk. Kosningin verður bindandi fyrir formlega deiliskipulagsgerð svæðisins. Þetta fyrirkomulag var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi Seltjarnarness í gær.
Lesa meira

Dagvist aldraða á Seltjarnarnesi var formlega opnuð fimmtudaginn 12. maí s. l. Sigrún Edda Jónsdóttir formaður félagsmálaráðs flutti ávarp og færði þakkir til Lionsklúbbsins og Slysavarnardeildar kvenna fyrir búnað sem þessir aðilar hafa gefið til starfseminnar
Lesa meira

Árlegur hjóladagur Slysavarnardeildar kvenna á Seltjarnarnesi og lögreglunnar var haldinn laugardaginn 7. maí. s.l. Fjöldi barna komu á skólalóð Mýrarhúsaskóla og skoðaði lögreglan hjólin en slysavarnarkonur skoðuðu hjálmana.
Lesa meira

Nemendur
í 4.og 5. bekk Mýrarhúsaskóla settu niður kartöflur og rabarbara í garðlöndum Seltjarnarnesbæjar í síðustu viku. Ástæðan er m.a. sú að skólagarðarnar hafa verið lagðir niður a.m.k. tímabundið vegna lítillar aðsóknar en fræðsluyfirvöld hafa áhuga á að nemendur kynnist ræktun matjurta.
Lesa meira

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004 er komin út. Eins og í fyrra er henni dreift inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi en það er liður í þeirri stefnu bæjaryfirvalda að auka upplýsingastreymi til bæjarbúa.
Lesa meira

Handverksýning eldri bæjarbúa á Nesinu var haldin á degi aldraðra 5. maí s.l. Þar var afrakstur vetrarstarfsins sýndur og var sýningin glæsileg að vanda.
Lesa meira

Föstudaginn 13. maí var hin árlega íþróttahátíð leikskólabarnanna haldin í Íþróttahúsi Seltjarnarness. Börnunum er skipt í aldurshópa og fara yngstu hóparnir frá báðum leikskólunum fyrst og síðan þau eldri koll af kolli.
Lesa meira

Starfshópur sem skipaður var til að skoða nám og kennslu 5 og 6 ára barna á Seltjarnarnesi lýkur senn störfum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá leik- og grunnskólum ásamt fulltrúa frá foreldrum.
Lesa meira

Leiklistarfélag Seltjarnarness setti upp leikritið „Blessað barnalán“ eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar nú á vordögum.
Lesa meira

Danski styrktarsjóðurinn Augustinus Fonden veitti á dögunum myndarlegan styrk til endurbóta á Nesstofu. Um er að ræða 2.000.000 danskra króna eða um 22 milljónir íslenskra króna. Styrkurinn bætist við framlag Seltjarnarnesbæjar og stuðning menntamálaráðuneytisins gerir það að verkum að unnt verður að standa myndarlega að verkefninu.
Lesa meira

Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um öryggi í umferðinni í Grunnskóla Seltjarnarness dagana 4. og 6. maí. Kennarar munu leggja aukna áherslu á að ræða við nemendur um hættur í umferðinni og notkun hjálma ásamt því að vinna verkefni tengd umferðinni.
Lesa meira
Stór meirihluti Seltirninga er ánægður með þjónustu bæjarins samkvæmt ítarlegri viðhorfakönnun sem gerð var af Gallup fyrir skemstu. Af aðspurðum telja rúmlega 85% þjónustu bæjarins á heildina litið vera góða. Athygli vekur að einungis tæp 3% telja hana slæma en 12% segja þjónustuna hvorki góða né slæma.
Lesa meira

Hreinsunardagur á Seltjarnarnesi verður næstkomandi laugardag. Undirbúningur fyrir hreinsunardaginn er í fullum gangi.
Lesa meira

Föstudaginn 29. apríl sl. var haldin mikil uppskeruhátíð í leikskólanum Mánabrekku. sýnd voru verk barnanna sem þau hafa unnið í vetur. Allir veggir voru þakktir listaverkum og auðséð að mikil sköpun er í gangi í leikskólanum.
Lesa meira

Í sumar verður tekið upp áhættumat í vinnuskóla Seltjarnarnesbæjar en samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga er ætlast til að atvinnurekandi framkvæmi slíkt mat.
Lesa meira
Rekstur Seltjarnarnesbæjar gekk vel á síðastliðnu ári. Ársreikningurinn var samþykktur við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar en samkvæmt honum var niðurstaðan sú að rekstur sveitarfélagsins var jákvæður um 114 milljónir króna.
Lesa meira

Í Mýrarhúsaskóla er danskennsla fastur liður á stundaskrá nemenda í 2.-6. bekk. Dagana 25. 26. og 27. apríl voru nemendasýningar í Íþróttahúsi Seltjarnarness. Fjöldi foreldra mætti til að horfa á börnin dansa undir dyggri stjórn danskennarans Heiðars Ástvaldssonar.
Lesa meira

Í sumar verður haldið áfram við gagngerar endurbætur við Mýrarhúsaskóla. Á síðasta ári var lokið við að utanhússviðhald og að auki tekið í notkun fullkomið nemendamötuneyti. Á næstu þremur árum verður eldri hluti skólans endurnýjaður að fullu og verður í sumar hafist handa við fyrstu hæðina.
Lesa meira

Framkvæmdir við ljósleiðaraverkefni ganga að mestu samkvæmt áætlun. Fyrir nokkru gerði Gallup viðhorfskönnun meðal Seltirninga en niðurstöður hennar verða nýttar við gerð endanlegrar verkáætlunar. Inngangstexti
Lesa meira
María Haraldsdóttir í 5.D er Reykjavíkurmeistari í hástökki og nemendur Mýrarhúsaskóla urðu sigursælir í vetrarmyndasamkeppni Menntagáttar
Lesa meira

Í tilefni af degi umhverfisins stóð Skólaskrifstofa Seltjarnarness fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnudaginn 24. apríl sl. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína út í eyjuna, naut veðurblíðunnar og náttúrufegurðarinnar, rannsakaði lífríkið og fór upp í vitann.
Lesa meira
Samstarfssamningur undirritaðum um sameiginlega kynningu á höfuðborgarsvæðinu Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í gær, sumardaginn fyrsta, samstarfssamning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynningu á viðburðum tengdum ferðaþjónustu og markaðssetningu höfuðborgarsvæðisins.
Lesa meira

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi hefur að undanförnu unnið að gerð "eilífðardagatals" en það er dagatal sem hægt er að nota ár eftir ár þar sem vikudagarnir eru ekki settir inn á það og var þar dreift inn á hvert hús á Seltjarnarnesi
Lesa meira

Drengirnir í 6. flokki Gróttu voru sigursælir í þriðju og síðustu leikjahrinu Íslandsmóts 6. flokks karla og kvenna sem haldið var í Vestmannaeyjum helgina 8.-10. apríl sl. Þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í A., B. og C. liðum og komu heim með 4 bikara. Þrjá fyrir áðurnefnda titla og B liðið fékk þann fjórða fyrir að vinna deildarmeistaratitilinn.
Lesa meira

Á fundi með foreldrafélagi Valhúsaskóla þann 12. apríl sl. voru kynntar niðurstöður á rannsókn sem Rannsókn og Greining gerði um vímuefnaneyslu nemenda í 9. og 10. bekk s.l. vor.
Lesa meira

Starfshópur sem skipaður var til að skoða nám og kennslu 5 og 6 ára barna á Seltjarnarnesi lýkur senn störfum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá leik- og grunnskólum ásamt fulltrúa frá foreldrum.
Lesa meira

Framkvæmdir á lóðinni umhverfis Nesstofu hófust skömmu fyrir páska eins og áætlað var en þær er liður í samningi Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafnsins um gagngera endurnýjun á þessu sögufræga húsi.
Lesa meira
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar í byrjun árs var tekin fyrir staðsetning sparkvallar með gervigrasi. Nefndin tók jákvætt í staðsetningu sparkvallarins á svæðinu á horni Lindarbrautar og Hofgarða og fól byggingarfulltrúa setja staðsetninguna í grenndarkynningu meðal íbúa í nágrenni vallarins.
Lesa meira
Ferðatorg verður haldið í Smáralind um næstu helgi. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálasamtök landsins standa fyrir allsherjar kynningu á því sem á boðstólnum er í ferðaþjónustu á Íslandi. Seltjarnarnesbær á eins og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu aðild að Ferðamálsamtökum höfuðborgarsvæðisins.
Lesa meira

Fyrir skömmu var gerð könnun á viðhorfum foreldra til skólastarfs Grunnskóla Seltjarnarness. Könnunin var eins og áður gerð á rafrænu formi í tengslum við foreldradag. Kannanir sem þessar eru liður í sjálfsmati skólans og er markvisst unnið með niðurstöður þeirra.
Lesa meira

Íslandsmót í áhaldafimleikum var haldið helgina 18.-19. mars sl. Af 16 keppendum á mótinu voru 7 stúlkur frá Gróttu. Sif Pálsdóttir og Harpa Snædís Haukstdóttir lentu í öðru og þriðja sæti í fjölþraut í frjálsum æfingum kvenna
Lesa meira
Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2008 var samþykkt við seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í byrjun mánaðarins. Áætlunin undirstrikar það mat óháðra aðila að fjárhagsstaða bæjarsjóðs sé traust. Rekstur bæjarsjóðs Seltjarnarness hefur farið batnandi milli ára sem er nær einsdæmi á meðal sveitarfélaga og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram samkvæmt áætluninni.
Lesa meira

Grant Thornton endurskoðun skilaði á dögunum greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2003 og er þetta í þriðja sinn sem slík greinargerð kemur frá fyrirtækinu.
Lesa meira

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 24. febrúar sl. að viðstöddu fjölmenni.
Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS).
Lesa meira

Bæjarstjórn Seltjarnarnes hefur samþykkt tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að efnt verði til frekara samráðs við íbúa í skipulagsmálum. Með tillögunni er verið að bregðast við athugasemdum er bárust við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness og deiliskipulagi Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.
Lesa meira

Þorramót í fimleikum
var haldið 25. febr. sl. í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði. Var það fyrsta mót ársins í frjálsri gráðu. Grótta sendi 6 stúlkur á það mót.
Lesa meira

Síðari íbúafundurinn um ljósleiðaraframkvæmdina var haldinn í Valhúsaskóla í gærkvöldi. Fundurinn var ekki síður vel sóttur en sá fyrri en alls komu um 100 manns á fundinn.
Lesa meira

Í gærkvöldi var fyrri af tveimur íbúafundum um lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi haldinn á Bókasafni Seltjarnarness.
Lesa meira

Mörg undanfarin ár hefur Tónlistarskólinn ráðið til sín gestakennara í tengslum við dag tónlistarskólanna sem haldinn er hátíðlegur síðasta laugardag í febrúar á hverju ári.
Lesa meira

Mikil aðsókn var á ráðstefnu um drengjamenningu í grunnskólum, sem var haldin á Grand Hótel í Reykjavík í gær, fimmtudaginn 24. febrúar. Allls sátu um 280 þátttakendur ráðstefnuna; kennarar, foreldrar og forystufólk í skólamálum og komust færri að en vildu.
Lesa meira

Um 25 konur mæta að staðaldri á opna vinnustofu Félagsmiðstöðvarinnar að Skólabraut 3-5, en hún er opin á mánudögum og miðvikudögum kl.13:30-16:30 og allir velkomnir.
Lesa meira

Fimleikadeild Gróttu stóð sig vel í Gymnova þrepamóti FSÍ í áhaldafimleik sem haldið var í Laugardagshöll helgina 29. – 30. janúar sl. Unnu þau til 29 verðlaunapeninga.
Lesa meira

Nú um helgina, 12. – 13. febrúar 2005, var haldið Íslandsmót barnaskólasveita í skák. Tíu nemendur Mýrarhúsaskóla tóku þátt í mótinu og skipuðu þau sér í tvær sveitir undir nafni Mýrarhúsaskóla.
Lesa meira

Dætur Unnar Óladóttur (1913-1998) gáfu í dag Seltjarnarnesbæ málverk af Nesstofu til minningar um móður sína sem var fædd og uppalin í Nesi við Seltjörn.
Lesa meira

Í byrjun árs var opnuð í fyrsta sinn á Seltjarnarnesi dagvistun fyrir aldraða en heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið féllst á umsókn Seltjarnarnesbæjar um rekstarleyfi dagvistar síðast liðið haust.
Lesa meira

Öskudagur var haldinn hátíðlegur af börnum á Seltjarnarnesi s.l. miðvikudag. Foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla stóð fyrir öskudagsgleði í Félagsheimilinu, þar sem fjöldi barna skemmtu sér hið besta.
Lesa meira

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, afhenti Geirjóni Þórissyni, yfirlögregluþjóni Lögreglunnar í Reykjavík á dögunum myndir af þeim lögreglumönnum sem hvað lengst störfuðu á Seltjarnarnesi á meðan það var sjálfstætt lögregluumdæmi.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær veitti á dögunum jafnréttisviðurkenningu bæjarins í fyrsta sinn en samkvæmt jafnréttisáætlun bæjarins skal slík viðurkenning veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.
Lesa meira
Þann 4. janúar sl. var haldinn fræðslufundur fyrir starfsfólk leikskólanna um jafnréttismál þar sem Kristín Ólafssdóttir jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir leiðum til jafnréttis í leikskólastarfi. Þann 24. janúar sl. var haldinn sameiginlegur fræðslufundur fyrir starfsfólk skólanna þar sem Steinunn I Stefánsdóttir, B.A. í sálfræði, M.Sc. í viðskiptasálfræði og M.Sc. í streitufræðum hélt erindi sem hún kallaði: „Orkustjórnun í dagsins önn“.
Lesa meira

Nemendur í 9 JS í Valhúsakóla lögðu sitt af mörkum vegna hamfaranna í suð-austur Asíu og söfnuðu 80.000 krónum sem afhentar voru Önnu M. Þ. Ólafsdóttur frá Hjálparstarfi kirkjunnar, fimmtudaginn 27. janúar.
Lesa meira

Þriðjudaginn 25. janúar var undirritaður vátryggingasamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Sjóvá-Almennra trygginga hf. Samningurinn nær til allra stofnana og fyrirtækja bæjarfélagsins og er gildistími hans fimm ár.
Lesa meira
Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið samþykkti í byrjun árs tillögu Seltjarnarnesbæjar í samvinnu við ÍAV og Reykjavíkurborg um að reisa 90 rýma hjúkrunarheimili á Lýsislóðinni við Eiðisgranda.
Lesa meira

Þessa dagana er verið að dreifa samantekt á forsendum og útfærslu fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi. Markmiðið með útgáfunni er að upplýsa íbúa um ráðstöfun fjármuna bæjarins á sem skýrastan hátt.
Lesa meira

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu meirihluta um að lækka álögur á fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi til að vega á móti miklum hækkunum á fasteignamati á íbúðarhúsnæði í bænum. Fasteignaskattur mun lækka um 11%, lóðarleiga um tæplega 47% og vatnsskattur um 13%. Áætlað er að tekjur bæjarins lækki um tæpar 25 milljónir króna við þessa breytingu frá því sem ella hefði orðið.
Lesa meira

Val á bæjarlistamanni Seltjarnarness 2005 var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 8. janúar 2005. Við þá athöfn var einnig opnuð myndlistarsýning í Bókasafni Seltjarnarness.
Lesa meira

Nýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 8. janúar s.l. í hófi sem haldið var í nýju og glæsilegu húsnæði Bókasafns Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari sem tekur við nafnbótinni af leikkonunni Margrét Helga Jóhannsdóttir.
Lesa meira