Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Nemendur í 9. JS í Valhúsaskóla söfnuðu 80.000 krónum til hjálparstarfs - 28.1.2005

Nemendur 9.JS og Anna frá Hjálparstarfi kirkjunnar við afhendingu gjafarinnarNemendur í 9 JS í Valhúsakóla lögðu sitt af mörkum vegna hamfaranna í suð-austur Asíu og söfnuðu 80.000 krónum sem afhentar voru Önnu M. Þ. Ólafsdóttur frá Hjálparstarfi kirkjunnar, fimmtudaginn 27. janúar. Lesa meira

Seltjarnarnesbær vátryggir hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. - 26.1.2005

Jónmundur Guðmarsson og Þorgils Óttar MathiesenÞriðjudaginn 25. janúar var undirritaður vátryggingasamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Sjóvá-Almennra trygginga hf. Samningurinn nær til allra stofnana og fyrirtækja bæjarfélagsins og er gildistími hans fimm ár. Lesa meira

Hjúkrunarheimilið á Lýsislóð - 24.1.2005

Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið samþykkti í byrjun árs tillögu Seltjarnarnesbæjar í samvinnu við ÍAV og Reykjavíkurborg um að reisa 90 rýma hjúkrunarheimili á Lýsislóðinni við Eiðisgranda. Lesa meira

Fjármál og rekstur 2005 komið út - 21.1.2005

Fjármál og rekstur 2005 forsíðaÞessa dagana er verið að dreifa samantekt á forsendum og útfærslu fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi. Markmiðið með útgáfunni er að upplýsa íbúa um ráðstöfun fjármuna bæjarins á sem skýrastan hátt. Lesa meira

Fasteignaskattur, vatnsgjald og lóðarleiga lækka verulega - 20.1.2005

PrósenturBæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu meirihluta um að lækka álögur á fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi til að vega á móti miklum hækkunum á fasteignamati á íbúðarhúsnæði í bænum. Fasteignaskattur mun lækka um 11%, lóðarleiga um tæplega 47% og vatnsskattur um 13%. Áætlað er að tekjur bæjarins lækki um tæpar 25 milljónir króna við þessa breytingu frá því sem ella hefði orðið. Lesa meira

Myndlistarsýning í Bókasafni Seltjarnarness í janúar 2005. - 12.1.2005

Kristjan_Davidsson_48Val á bæjarlistamanni Seltjarnarness 2005 var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 8. janúar 2005. Við þá athöfn var einnig opnuð myndlistarsýning í Bókasafni Seltjarnarness. Lesa meira

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2005 - Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari. - 11.1.2005

Auður Hafsteindóttir og Sólveig PálsdóttirNýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 8. janúar s.l. í hófi sem haldið var í nýju og glæsilegu húsnæði Bókasafns Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari sem tekur við nafnbótinni af leikkonunni Margrét Helga Jóhannsdóttir. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: