Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Nemendur í 9 JS í Valhúsakóla lögðu sitt af mörkum vegna hamfaranna í suð-austur Asíu og söfnuðu 80.000 krónum sem afhentar voru Önnu M. Þ. Ólafsdóttur frá Hjálparstarfi kirkjunnar, fimmtudaginn 27. janúar.
Lesa meira

Þriðjudaginn 25. janúar var undirritaður vátryggingasamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Sjóvá-Almennra trygginga hf. Samningurinn nær til allra stofnana og fyrirtækja bæjarfélagsins og er gildistími hans fimm ár.
Lesa meira
Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið samþykkti í byrjun árs tillögu Seltjarnarnesbæjar í samvinnu við ÍAV og Reykjavíkurborg um að reisa 90 rýma hjúkrunarheimili á Lýsislóðinni við Eiðisgranda.
Lesa meira

Þessa dagana er verið að dreifa samantekt á forsendum og útfærslu fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi. Markmiðið með útgáfunni er að upplýsa íbúa um ráðstöfun fjármuna bæjarins á sem skýrastan hátt.
Lesa meira

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu meirihluta um að lækka álögur á fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi til að vega á móti miklum hækkunum á fasteignamati á íbúðarhúsnæði í bænum. Fasteignaskattur mun lækka um 11%, lóðarleiga um tæplega 47% og vatnsskattur um 13%. Áætlað er að tekjur bæjarins lækki um tæpar 25 milljónir króna við þessa breytingu frá því sem ella hefði orðið.
Lesa meira

Val á bæjarlistamanni Seltjarnarness 2005 var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 8. janúar 2005. Við þá athöfn var einnig opnuð myndlistarsýning í Bókasafni Seltjarnarness.
Lesa meira

Nýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 8. janúar s.l. í hófi sem haldið var í nýju og glæsilegu húsnæði Bókasafns Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari sem tekur við nafnbótinni af leikkonunni Margrét Helga Jóhannsdóttir.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista