Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Vel heppnuð ráðstefna um drengjamenningu. - 28.2.2005

Ráðstefna um drengjamenninguMikil aðsókn var á ráðstefnu um drengjamenningu í grunnskólum, sem var haldin á Grand Hótel í Reykjavík í gær, fimmtudaginn 24. febrúar. Allls sátu um 280 þátttakendur ráðstefnuna; kennarar, foreldrar og forystufólk í skólamálum og komust færri að en vildu. Lesa meira

Félagsstarf aldraðra - 24.2.2005

Félagsstarf aldraðraUm 25 konur mæta að staðaldri á opna vinnustofu Félagsmiðstöðvarinnar að Skólabraut 3-5, en hún er opin á mánudögum og miðvikudögum kl.13:30-16:30 og allir velkomnir. Lesa meira

Gróttu stúlkur og drengir standa sig sig vel - 18.2.2005

Fimleikadeild Gróttu 5. þrepFimleikadeild Gróttu stóð sig vel í Gymnova þrepamóti FSÍ í áhaldafimleik sem haldið var í Laugardagshöll helgina 29. – 30. janúar sl. Unnu þau til 29 verðlaunapeninga. Lesa meira

Nemendur Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla á skákmóti - 16.2.2005

Íslandsmót barnaskólasveita - Stefanía Bergljót StefánsdóttirNú um helgina, 12. – 13. febrúar 2005, var haldið Íslandsmót barnaskólasveita í skák. Tíu nemendur Mýrarhúsaskóla tóku þátt í mótinu og skipuðu þau sér í tvær sveitir undir nafni Mýrarhúsaskóla. Lesa meira

Seltjarnarnesbæ færð minningargjöf um Unni Óladóttur - 14.2.2005

Kristín Jóhanna Kjartansdóttir, Ásdís Kjartansdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Kjartansdóttir og Auður Eygló Kjartansdóttir.Dætur Unnar Óladóttur (1913-1998) gáfu í dag Seltjarnarnesbæ málverk af Nesstofu til minningar um móður sína sem var fædd og uppalin í Nesi við Seltjörn. Lesa meira

Dagvistun aldraðra tekin til starfa - 11.2.2005

Dagvist aldraðraÍ byrjun árs var opnuð í fyrsta sinn á Seltjarnarnesi dagvistun fyrir aldraða en heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið féllst á umsókn Seltjarnarnesbæjar um rekstarleyfi dagvistar síðast liðið haust. Lesa meira

Öskudagsgleði - 11.2.2005

ÖskudagsgleðiÖskudagur var haldinn hátíðlegur af börnum á Seltjarnarnesi s.l. miðvikudag. Foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla stóð fyrir öskudagsgleði í Félagsheimilinu, þar sem fjöldi barna skemmtu sér hið besta. Lesa meira

Lögreglunni afhentar myndir - 9.2.2005

Ingimundur Helgason, Jónmundur Guðmarsson, Sæmundur Pálsson, Geirjón ÞórissonJónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, afhenti Geirjóni Þórissyni, yfirlögregluþjóni Lögreglunnar í Reykjavík á dögunum myndir af þeim lögreglumönnum sem hvað lengst störfuðu á Seltjarnarnesi á meðan það var sjálfstætt lögregluumdæmi. Lesa meira

Seltjarnarnesbær veitir jafnréttisviðurkenningu í fyrsta sinn - 7.2.2005

Seltjarnarnesbær veitti á dögunum jafnréttisviðurkenningu bæjarins í fyrsta sinn en samkvæmt jafnréttisáætlun bæjarins skal slík viðurkenning veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki. Lesa meira

Fyrirlestrar og námskeið fyrir starfsfólk í skólasamfélaginu á Seltjarnarnesi - 2.2.2005

Þann 4. janúar sl. var haldinn fræðslufundur fyrir starfsfólk leikskólanna um jafnréttismál þar sem Kristín Ólafssdóttir jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir leiðum til jafnréttis í leikskólastarfi. Þann 24. janúar sl. var haldinn sameiginlegur fræðslufundur fyrir starfsfólk skólanna þar sem Steinunn I Stefánsdóttir, B.A. í sálfræði, M.Sc. í viðskiptasálfræði og M.Sc. í streitufræðum hélt erindi sem hún kallaði: „Orkustjórnun í dagsins önn“. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: