Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Ferðatorg í fjórða sinn - 31.3.2005

GróttaFerðatorg verður haldið í Smáralind um næstu helgi. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálasamtök landsins standa fyrir allsherjar kynningu á því sem á boðstólnum er í ferðaþjónustu á Íslandi. Seltjarnarnesbær á eins og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu aðild að Ferðamálsamtökum höfuðborgarsvæðisins. Lesa meira

Foreldrar ánægðir með skólann - 30.3.2005

Nemendur Grunnskóla Seltjarnarness - MýrarhúsaskóliFyrir skömmu var gerð könnun á viðhorfum foreldra til skólastarfs Grunnskóla Seltjarnarness. Könnunin var eins og áður gerð á rafrænu formi í tengslum við foreldradag. Kannanir sem þessar eru liður í sjálfsmati skólans og er markvisst unnið með niðurstöður þeirra. Lesa meira

Góð frammistaða Gróttu stúlkna á Íslandsmótum í fimleikum - 23.3.2005

Sif Pálsdóttir, Kristjana S. Ólafsdóttir og Harpa S. HauksdóttirÍslandsmót í áhaldafimleikum var haldið helgina 18.-19. mars sl. Af 16 keppendum á mótinu voru 7 stúlkur frá Gróttu. Sif Pálsdóttir og Harpa Snædís Haukstdóttir lentu í öðru og þriðja sæti í fjölþraut í frjálsum æfingum kvenna Lesa meira

Gert ráð fyrir miklum framkvæmdum við Íþróttamiðstöð og skóla í langtímafjárhagsáætlun - 22.3.2005

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2008 var samþykkt við seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í byrjun mánaðarins. Áætlunin undirstrikar það mat óháðra aðila að fjárhagsstaða bæjarsjóðs sé traust. Rekstur bæjarsjóðs Seltjarnarness hefur farið batnandi milli ára sem er nær einsdæmi á meðal sveitarfélaga og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram samkvæmt áætluninni. Lesa meira

Fjárhagur Seltjarnarnesbæjar styrkur - 16.3.2005

Nettó skuldir per íbúaGrant Thornton endurskoðun skilaði á dögunum greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2003 og er þetta í þriðja sinn sem slík greinargerð kemur frá fyrirtækinu. Lesa meira

Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2004 eru Páll Þórólfsson og Harpa Snædís Hauksdóttir. - 16.3.2005

Íþróttamenn ársins 2004: Harpa Snædís Hauksdóttir og Páll ÞórólfssonKjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 24. febrúar sl. að viðstöddu fjölmenni. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS). Lesa meira

Rýnihópur um skipulagsmál tekur til starfa - 10.3.2005

loft1Bæjarstjórn Seltjarnarnes hefur samþykkt tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að efnt verði til frekara samráðs við íbúa í skipulagsmálum. Með tillögunni er verið að bregðast við athugasemdum er bárust við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness og deiliskipulagi Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Lesa meira

Gott gengi Fimleikadeildar Gróttu - 8.3.2005

Fimleikadeild Gróttu - MeistaraflokkurÞorramót í fimleikum var haldið 25. febr. sl. í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði. Var það fyrsta mót ársins í frjálsri gráðu. Grótta sendi 6 stúlkur á það mót. Lesa meira

Íbúar geta haft áhrif á forgangsröðun tenginga. - 4.3.2005

Íbúafundur í Valhúsaskóla. Jónmundur Guðmarsson og Valgerður Skúladóttir tala saman um myndsímaSíðari íbúafundurinn um ljósleiðaraframkvæmdina var haldinn í Valhúsaskóla í gærkvöldi. Fundurinn var ekki síður vel sóttur en sá fyrri en alls komu um 100 manns á fundinn. Lesa meira

Fjölmennur íbúafundur um ljósleiðarframkvæmd. - 3.3.2005

Kynning um ljósleiðara á Seltjarnarnesi. Jónmundur GuðmarssonÍ gærkvöldi var fyrri af tveimur íbúafundum um lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi haldinn á Bókasafni Seltjarnarness. Lesa meira

Þemadagar og opið hús í Tónlistarskóla Seltjarnarness - 1.3.2005

Þemadagar Tónlistarskóla SeltjarnarnessMörg undanfarin ár hefur Tónlistarskólinn ráðið til sín gestakennara í tengslum við dag tónlistarskólanna sem haldinn er hátíðlegur síðasta laugardag í febrúar á hverju ári. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: