Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Ferðatorg verður haldið í Smáralind um næstu helgi. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálasamtök landsins standa fyrir allsherjar kynningu á því sem á boðstólnum er í ferðaþjónustu á Íslandi. Seltjarnarnesbær á eins og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu aðild að Ferðamálsamtökum höfuðborgarsvæðisins.
Lesa meira

Fyrir skömmu var gerð könnun á viðhorfum foreldra til skólastarfs Grunnskóla Seltjarnarness. Könnunin var eins og áður gerð á rafrænu formi í tengslum við foreldradag. Kannanir sem þessar eru liður í sjálfsmati skólans og er markvisst unnið með niðurstöður þeirra.
Lesa meira

Íslandsmót í áhaldafimleikum var haldið helgina 18.-19. mars sl. Af 16 keppendum á mótinu voru 7 stúlkur frá Gróttu. Sif Pálsdóttir og Harpa Snædís Haukstdóttir lentu í öðru og þriðja sæti í fjölþraut í frjálsum æfingum kvenna
Lesa meira
Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2008 var samþykkt við seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í byrjun mánaðarins. Áætlunin undirstrikar það mat óháðra aðila að fjárhagsstaða bæjarsjóðs sé traust. Rekstur bæjarsjóðs Seltjarnarness hefur farið batnandi milli ára sem er nær einsdæmi á meðal sveitarfélaga og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram samkvæmt áætluninni.
Lesa meira

Grant Thornton endurskoðun skilaði á dögunum greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2003 og er þetta í þriðja sinn sem slík greinargerð kemur frá fyrirtækinu.
Lesa meira

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 24. febrúar sl. að viðstöddu fjölmenni.
Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS).
Lesa meira

Bæjarstjórn Seltjarnarnes hefur samþykkt tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að efnt verði til frekara samráðs við íbúa í skipulagsmálum. Með tillögunni er verið að bregðast við athugasemdum er bárust við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness og deiliskipulagi Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.
Lesa meira

Þorramót í fimleikum
var haldið 25. febr. sl. í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði. Var það fyrsta mót ársins í frjálsri gráðu. Grótta sendi 6 stúlkur á það mót.
Lesa meira

Síðari íbúafundurinn um ljósleiðaraframkvæmdina var haldinn í Valhúsaskóla í gærkvöldi. Fundurinn var ekki síður vel sóttur en sá fyrri en alls komu um 100 manns á fundinn.
Lesa meira

Í gærkvöldi var fyrri af tveimur íbúafundum um lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi haldinn á Bókasafni Seltjarnarness.
Lesa meira

Mörg undanfarin ár hefur Tónlistarskólinn ráðið til sín gestakennara í tengslum við dag tónlistarskólanna sem haldinn er hátíðlegur síðasta laugardag í febrúar á hverju ári.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista