Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Foreldrafélag Mýrarhúsaskóla tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis og skóla. - 27.5.2005

Foreldrafélag Mýrarhúsaskóla var tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2005. Í móttöku sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu tók formaður foreldrafélagsins, Sjöfn Þórðardóttir, á móti viðurkenningu fyrir hönd stjórnarinnar frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Lesa meira

Kosið um skipulagstillögur í júní - 26.5.2005

HrólfsskálamelurÖllum Seltirningum á kosningaaldri verður gefinn kostur á að kjósa á milli tveggja mismunandi skipulagstillagna fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd 25. júní nk. Kosningin verður bindandi fyrir formlega deiliskipulagsgerð svæðisins. Þetta fyrirkomulag var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi Seltjarnarness í gær. Lesa meira

Formleg opnun dagvistar aldraðra. - 26.5.2005

Við opnun dagvistar aldraðra 2005Dagvist aldraða á Seltjarnarnesi var formlega opnuð fimmtudaginn 12. maí s. l. Sigrún Edda Jónsdóttir formaður félagsmálaráðs flutti ávarp og færði þakkir til Lionsklúbbsins og Slysavarnardeildar kvenna fyrir búnað sem þessir aðilar hafa gefið til starfseminnar Lesa meira

Vel heppnaður hjóladagur - 25.5.2005

Hjóladagur 2005Árlegur hjóladagur Slysavarnardeildar kvenna á Seltjarnarnesi og lögreglunnar var haldinn laugardaginn 7. maí. s.l. Fjöldi barna komu á skólalóð Mýrarhúsaskóla og skoðaði lögreglan hjólin en slysavarnarkonur skoðuðu hjálmana. Lesa meira

Kartöflur og rabarbari - 25.5.2005

Nemendur Grunnskóla Seltjarnarness - MýrarhúsaskóliNemendur í 4.og 5. bekk Mýrarhúsaskóla settu niður kartöflur og rabarbara í garðlöndum Seltjarnarnesbæjar í síðustu viku. Ástæðan er m.a. sú að skólagarðarnar hafa verið lagðir niður a.m.k. tímabundið vegna lítillar aðsóknar en fræðsluyfirvöld hafa áhuga á að nemendur kynnist ræktun matjurta. Lesa meira

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar- bæjarsjóður og samstæða skila hagnaði - 24.5.2005

Ársskýrsla 2004Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004 er komin út. Eins og í fyrra er henni dreift inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi en það er liður í þeirri stefnu bæjaryfirvalda að auka upplýsingastreymi til bæjarbúa. Lesa meira

Handverksýning eldri bæjarbúa á Nesinu vel sótt - 20.5.2005

Sýning eldri borgaraHandverksýning eldri bæjarbúa á Nesinu var haldin á degi aldraðra 5. maí s.l. Þar var afrakstur vetrarstarfsins sýndur og var sýningin glæsileg að vanda. Lesa meira

Íþróttahátíð leikskólabarnanna á Seltjarnarnesi - 13.5.2005

Íþróttahátíð leikskólabarna 2005Föstudaginn 13. maí var hin árlega íþróttahátíð leikskólabarnanna haldin í Íþróttahúsi Seltjarnarness. Börnunum er skipt í aldurshópa og fara yngstu hóparnir frá báðum leikskólunum fyrst og síðan þau eldri koll af kolli. Lesa meira

Hugmyndir um nám og kennslu 5 ára barna á Seltjarnarnesi - 13.5.2005

Börn á SólbrekkuStarfshópur sem skipaður var til að skoða nám og kennslu 5 og 6 ára barna á Seltjarnarnesi lýkur senn störfum. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá leik- og grunnskólum ásamt fulltrúa frá foreldrum. Lesa meira

Leiklistarfélag Seltjarnarness sýnir „Blessað barnalán“ - 11.5.2005

Leikfélag SeltjarnarnessLeiklistarfélag Seltjarnarness setti upp leikritið „Blessað barnalán“ eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar nú á vordögum. Lesa meira

Danir styrkja framkvæmdir við Nesstofu - 11.5.2005

Leif Mogens Reimann, sendiherra, Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður ásamt dóttur sinni, Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjór, Þorsteinn GunnarssonDanski styrktarsjóðurinn Augustinus Fonden veitti á dögunum myndarlegan styrk til endurbóta á Nesstofu. Um er að ræða 2.000.000 danskra króna eða um 22 milljónir íslenskra króna. Styrkurinn bætist við framlag Seltjarnarnesbæjar og stuðning menntamálaráðuneytisins gerir það að verkum að unnt verður að standa myndarlega að verkefninu. Lesa meira

Umferðardagar - 6.5.2005

Teikning af SeltjarnarnesiSérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um öryggi í umferðinni í Grunnskóla Seltjarnarness dagana 4. og 6. maí. Kennarar munu leggja aukna áherslu á að ræða við nemendur um hættur í umferðinni og notkun hjálma ásamt því að vinna verkefni tengd umferðinni. Lesa meira

85% íbúa segja þjónustu bæjarins góða - 6.5.2005

Stór meirihluti Seltirninga er ánægður með þjónustu bæjarins samkvæmt ítarlegri viðhorfakönnun sem gerð var af Gallup fyrir skemstu. Af aðspurðum telja rúmlega 85% þjónustu bæjarins á heildina litið vera góða. Athygli vekur að einungis tæp 3% telja hana slæma en 12% segja þjónustuna hvorki góða né slæma. Lesa meira

Hreinsunardagur á Seltjarnarnesi - 3.5.2005

Undirbúningur fyrir hreinsunardaginnHreinsunardagur á Seltjarnarnesi verður næstkomandi laugardag. Undirbúningur fyrir hreinsunardaginn er í fullum gangi. Lesa meira

Uppskeruhátíð í Mánabrekku. - 3.5.2005

Uppskeruhátíð í Mánabrekku.Föstudaginn 29. apríl sl. var haldin mikil uppskeruhátíð í leikskólanum Mánabrekku. sýnd voru verk barnanna sem þau hafa unnið í vetur. Allir veggir voru þakktir listaverkum og auðséð að mikil sköpun er í gangi í leikskólanum. Lesa meira

Seltjarnarnesbær stuðlar að öryggi ungmenna í vinnuskólanum - 2.5.2005

Nemendur í Vinnuskóla SeltjarnarnessÍ sumar verður tekið upp áhættumat í vinnuskóla Seltjarnarnesbæjar en samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga er ætlast til að atvinnurekandi framkvæmi slíkt mat. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: