Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Grunnskólakennarar á Seltjarnarnesi fá fartölvu til afnota - 30.6.2005

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að útvega öllum grunnskólakennurum sem kenna við skóla bæjarins fartölvur frá og með næsta hausti. Eðli kennslustarfsins er að mati bæjaryfirvalda með þeim hætti að kennarar munu hafa verulegt gagn af þeim sveigjanleika sem fartölvur skapa. Lesa meira

Skyndihjálparnámskeið fyrir alla Seltirninga - 29.6.2005

Þátttakendur í skyndihjálparnámskeiði Slysavarnardeildar kvenna á SeltjarnarnesiSeltjarnarnesbær stóð á dögunum fyrir námskeiði í fyrstu hjálp í samstarfi við Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi. Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriði í fyrstu hjálp hvað gera skal þegar komið er að slysi eða þegar óhöpp eiga sér stað. Lesa meira

Myndlykill kominn út. - 28.6.2005

Seltjarnarnesbær gaf á dögunum út Myndlykil þar sem finna má umfjöllun um úrval listaverka í eigu bæjarins. Í bókinni fjallar Dr. Ásdís Ólafsdóttir um verkin en textinn er byggður á pistlum er birst hafa á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Lesa meira

Samið við ÍSTAK um framkvæmdir við íþróttamiðstöð - 27.6.2005

Undirritun vegna endurbóta á íþróttamiðstöðÁ dögunum var undirritaður samningur við ÍSTAK um verulegar endurbætur á íþróttamiðstöð og Sundlaug Seltjarnarness. Lesa meira

Fjölmenni í Jónsmessugöngu - 27.6.2005

Jónsmessuganga 2005Fimmtudaginn 23. júní efndi menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar til léttrar Jónsmessugöngu. Að þessu sinni tóku tæplega tvöhundurð manns þátt í göngunni sem hófst á Valhúsahæð og lauk með fjörubáli. Lesa meira

Úrslit úr íbúakosningu um deiliskipulag - 25.6.2005

Talningu atkvæða í íbúakosningu vegna deiliskipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar lauk laust fyrir klukkan 23:00. Alls voru 3.314 íbúar á kjörskrá og greiddu 1.727 atkvæði eða 52,05%. H-tillaga fékk 768 atkvæði eða 44,85% af gildum atkvæðum. S-tillaga fékk 944 atkvæði eða 55,15% af gildum atkvæðum. Auðir seðlar og ógildir voru 15.

Nýjustu tölur úr kosningu um deiliskipulag - 25.6.2005

Klukkan 22:00 var búið að telja 1.203 atkvæði í íbúakosningu um tillögur H og S vegna deiliskipulags Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. H-tillaga hefur hlotið 511 atkvæði og S tillaga 678. Reiknað er með að talningu verði lokið fyrir miðnætti.

Hjólabrettavöllur á opnaður Seltjarnarnesi - 24.6.2005

Við opnun hjólabrettabrautarIðkendur hjólabretta- og línuskautaíþrótta fengu langþráða aðstöðu til æfinga á Seltjarnarnesi á dögunum þegar nýr hjólabrettagarður var opnaður við Suðurströnd á dögunum. Lesa meira

Jónsmessuganga í kvöld - 23.6.2005

Sex þumlunga strandvarnafallbyssur Breta á ValhúsahæðÍ kvöld efnir menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar til léttrar Jónsmessugöngu sem hefst á Valhúsahæð kl. 20:30 og lýkur um kl. 22:30 við Seltjörn. Lesa meira

Vel heppnað jazzkvöld. - 23.6.2005

Sextettinn 6íJAZZListaklúbburinn Nes-Café breytti félagsheimilinu á Seltjarnarnesi í fjörugan tónlistarklúbb í tengslum við nýafstaðna menningarhátíð. Í boði var fjölbreytt blönduð tónlistardagskrá þar sem jazz, funk og blús réð ríkjum. Lesa meira

Þjónusta bæjarins góð - 22.6.2005

Svör við spurningu um þjónustu leikskólaStór meirihluti Seltirninga er ánægður með þjónustu bæjarins samkvæmt ítarlegri viðhorfakönnun sem gerð var af Gallup fyrir skemmstu. Af aðspurðum telja rúmlega 85% þjónustu bæjarins á heildina litið vera góða. Lesa meira

Nýtt útilistaverk vígt á Seltjarnarnesi - 20.6.2005

KvikaÁ dögunum vígðu Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri og formaður menningarnefndar bæjarins, Sólveig Pálsdóttir, nýtt útilistaverk með því að dýfa í það fótum. Verkið sem er eftir Ólöfu Nordal og nefnist Kvika, stendur á Kisuklöppum í fjörunni við Norðurströnd. Lesa meira

Bæjarbúum boðið til morgunverðar - 16.6.2005

Eiðistorg 10. júní 2005Um 600 Seltirningar mættu í morgunverð á Eiðistorgi sem menningarnefnd bæjarins bauð til í tengslum við menningarhátíð 10.-12. júní. Lesa meira

Sparkvöllur rís við Snægerði - 16.6.2005

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, Snæbjörn Ásgeirsson,  Einar Norðfjörð, Haukur KristjánssonFramkvæmdir við sparkvöll með gervigrasi sem rísa mun á horni Lindarbrautar og Hofgarða á Seltjarnarnesi eru á fullum skriði. Lóðin sem völlurinn rís á er nefnd Snægerði og er í vesturhverfi Seltjarnarness. Lesa meira

Kynningargögn vegna íbúakosninga um skipulagsmál - 10.6.2005

Kynningargögn vegna íbúakosninga 25. júní verða borin í öll hús á Seltjarnarnesi laugardaginn 11. juní n.k. Lesa meira

Nemendur Mýrarhúsaskóla gróðursetja í Bolaöldu - 9.6.2005

Nemendur í 4. bekk Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi fóru í gróðusetningarferð á landsvæði Seltjarnarnesbæjar við Bolaöldu austan Sandskeiðs föstudaginn 3. júní s.l.Lesa meira

Menningarhátíð á Seltjarnarnesi - 3.6.2005

Menningarhátíð 2005Menningarhátíð Seltjarnarness verður haldin dagana 9. - 12 júní n.k. Á dagskrá hátíðarinnar sem einkennist af fjölbreytni og virkri þáttöku Seltirninga ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Lesa meira

Sumaropnunartími á bæjarskrifstofum Seltjarnarness - 3.6.2005

Yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst verða bæjarskrifstofur Seltjarnarness opnar sem hér segir: Mánudaga til miðvikudaga kl. 8:45 - 16:00 Fimmtudaga kl. 8:45 - 17:00 Föstudaga kl. 8:45 – 14:00 Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: