Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Nýlega auglýsti Seltjarnarnesbær eftir samstarfsaðila er áhuga hefði á að sjá um og reka líkamsræktarstöð í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness en bygging líkamsræktarstöðvar er hluti af endurbótum á sundlaugar- og íþróttamannvirkjum bæjarins.
Lesa meira
Fyrsta samræmda leiðakerfi almenningssamgangna fyrir allt

höfuðborgarsvæðið var tekið í notkun um liðna helgi. Leiðarkerfi Strætó var formlega tekið í notkun af borgarstjóra og bæjarstjórum aðildarsveitarfélaga Strætó bs. Markmiðið er að efla almenningssamgöngur þannig að þær verði raunhæfur valkostur og fleiri taki strætó. Gjaldskrá Strætó breytist ekki vegna leiðakerfisins en hún hefur verið óbreytt frá 2003.
Lesa meira

Undanfarið hefur dregið verulega úr innbrotum á Seltjarnarnesi hvort sem litið er til fyrri ára eða hverfa í Reykjavík. Við vinnslu skýrslu um öryggismál á Seltjarnarnesi sem starfshópur sem skipaður var af bæjarstjórn skilaði af sér í vor var lögð áhersla á auknar forvarnir meðal annars með samstarfi við lögreglu og aðra slíka aðila.
Lesa meira

Verklegar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi hófust eins og kunnugt er í vor þegar hafist var handa við að tengja fjölbýlishúsin við Austurströnd og Eiðistorg. Fyrir nokkru hófust síðan tilraunir við að bora undir gangstéttir við Sefgarða, Nesbala og Valhúsabraut.
Lesa meira

Fjölmörg heimili á Seltjarnarnesi hafa verið heimsótt af starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur undanfarið sem hafa unnið að því að kortleggja aðstæður til að unnt sé að leggja lokahönd á hönnun verksins.
Lesa meira

Þessa dagana eru unglingar vinnuskólans á fullu að fegra umhverfi bæjarbúa, hreinsa til í beðum, gróðursetja, slá og mála.
Lesa meira

Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja brúðusýningu Rúnu Gísladóttur í Bókasafni Seltjarnarness til 15. júlí 2005.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista