Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Skólaskrifstofur Seltjarnarness, Garðabæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar hafa á undanförnum árum staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk leikskólanna í sveitarfélögunum.
Lesa meira

Sparkvöllurinn á horni Lindarbrautar og Hofgarða var tilbúinn til notkunar á dögunum og nýtur strax mikilla vinsælda. Þetta er annar sparkvöllurinn sem tekin er í notkun á Seltjarnarnesi. Hinn er við Valhúsaskóla og var opnaður fyrir fáum árum.
Lesa meira

65% íbúa Seltjarnarnesbæjar sem eru 18 ára eða eldri hafa búið lengur en 11 ár í bæjarfélaginu. Nærri þriðjungur íbúa hefur búið í 11-20 ár í bænum en næst fjölmennasti hópurinn hefur verið búsettur á Nesinu í 21-30 ár.
Lesa meira
Fimmtudaginn 22. september verður opnuð sýning á verkum 38 ungmenna í bókasafni Seltjarnarness.
Lesa meira

Skólaþing verður haldið í Valhúsaskóla miðvikudaginn 12. október kl. 17:15-21:00.
Með skólaþinginu vill Seltjarnarnesbær veita íbúum og starfsmönnum bæjarins kost á að taka virkan þátt í stefnumótun fyrir leik- grunn- og tónlistarskóla á Seltjarnarnesi undir yfirskriftinni íbúalýðræði og borgaravitund.
Lesa meira

Skipulags- og mannvirkjanefnd hyggst setja á fót vinnuhóp til að skoða þær tillögur sem komið hafa fram um annars vegar baðhús og hins vegar veitingastað í grennd við Snoppu.
Lesa meira
Settur hefur verið upp heitur reitur (hotspot) á Bókasafni Seltjarnarness
Lesa meira
Vinna við aðalskipulag Seltjarnarness heldur nú áfram í kjölfar niðurstöðu íbúakosninga um skipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Í aðalskipulaginu er mörkuð stefna um þróun og skipulag Seltjarnarness til næstu tuttugu ára.
Lesa meira

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi færði á dögunum Íþróttamiðstöð Seltjarnarness sjálfvirkt hjartastuðtæki að gjöf. Bæjarstjóri og framkvæmdarstjóri Íþróttamiðstöðvar veittu tækinu viðtöku en auk þeirra voru fulltrúar frá æskulýðs- og íþróttaráði og slysavarnakonum viðstaddir.
Lesa meira

Í sumar var fyrsta hæð Mýrarhúsaskóla algerlega endurnýjuð en á næstu þremur árum verður eldri hluti skólans endurnýjaður að fullu og er áætlað er að verja 50 milljónum króna til verksins að meðtöldum
Lesa meira

Starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla - Valhúsaskóla mætti til starfa að loknu sumarleyfi 15. ágúst sl. Starfsdagana notuðu kennarar m.a. til að undirbúa vetrarstarfið og sækja námskeið.
Lesa meira

Þessa dagana eru margir ungir vegfarendur á leið til og frá skóla. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi vilja að þeir búi við eins mikið öryggi í umferðinni og kostur er. Öryggi barnanna er þó fyrst og fremst á herðum foreldra og þess vegna er rétt að þeir kenni barni sínu hvaða leið er öruggust til og frá skóla.
Lesa meira

Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi færði ásamt Lionsklúbbnum Freyr Björgunarsveitinni Ársæli rausnarlega peningagjöf í tilefni 2ja nýrra slöngubáta björgunarsveitarinnar.
Lesa meira
Síðustu helgina í ágúst gekk hópur fjallgöngumanna frá Seltjarnarnesbæ, Orkuveitu Reykjavíkur og ráðgjafafyrirtækinu Accenture á Hvannadalshnjúk. Í hópnum voru aðilar sem vinna að hönnun og lagningu ljósleiðarkerfisins á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista