Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Unglingar frá Selinu tóku tók þátt í fatahönnunarkeppni Stílsins og First Lego League keppninnni - 30.11.2005

Inger Eyjólfsdóttir, Vala Bjarney Gunnarsdóttir, Sigrún Ósk Jóhannesdóttir og Þórhildur Sunna JóhannsdóttirFatahönnunnarkeppnin Stíllinn var haldin laugardaginn 26. nóvember í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Þema keppninnar var “rusl”. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin og hefur Selið tekið þátt í keppninni frá upphafi. Lesa meira

Skattar lækka á Seltjarnarnesi - 25.11.2005

Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að álagningarprósenta útsvars og fasteignagjalda á Seltjarnarnesi lækki umtalsvert. Útsvar á Seltjarnarnesi hefur um langt skeið verið með því lægsta sem gerist á meðal sveitarfélaga í landinu en verður frá áramótum lægst á höfuðborgarsvæðinu. Lesa meira

Leikskólabörn fá endurskinsvesti að gjöf. - 21.11.2005

Börn í MánabrekkuSíðastliðinn föstudag afhenti Tryggingafélagið Sjóvá börnum í leikskólum Seltjanarnesbæjar ný endurskinsvesti að gjöf.

Lesa meira

Félag eldri borgara í heimsókn hjá bæjarstjóra Seltjarnarness - 21.11.2005

Hinrik Bjarnason, Helgi Seljan, Jónmundur Guðmarsson, Margrét Margeirsdóttir, Ásgeir Guðmundsson og Stefanía BjörnsdóttirFramkvæmdastjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var boðið til fundar við bæjarstjórann á Seltjarnarnesi á dögunum en þetta mun vera í fyrsta sinn sem félagið fundar formlega með fulltrúa bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Lesa meira

Samþykkt að ganga til samstarfs við World Class um heilsurækt - 17.11.2005

ÆfingasalurBæjarstjórn samþykkti á dögunum samhljóða að leita samninga við Þrek ehf.um rekstur og uppbyggingu heilsuræktar í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness. Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu - 16.11.2005

Dagur íslenskrar tunguÍ dag, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu, en þann dag árið 1807 fæddist Jónas Hallgrímsson. Í tilefni dagsins stendur Grunnskóli Seltjarnarness fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls. Lesa meira

Ódýrara vatn á Seltjarnarnesi en hjá OR - 14.11.2005

Í nóvemberblaði Vesturbæjarblaðsins segir að Hverfisráð Borholuhús Hitaveitu SeltjarnarnessVesturbæjar hafi óskað eftir því við borgaryfirvöld að skoðað verði hvort unnt sé að lækka húshitunarkostnað í Vesturbænum með því að tengjast Hitaveitu Seltjarnarness. Lesa meira

Fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar styrkist enn - 11.11.2005

Nettóskuld án lífeyrisskuldbindinga samstæðu sem hlutfall af skatttekjum A-hluta bæjarsjóðsGrant Thornton endurskoðun ehf hefur skilað af sér greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004. Sem fyrr þykir fjármálastjórn og fjárhagsstaða bæjarins með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga á landinu. Lesa meira

Seltjarnarnesbær í samstarf við HR um stærðfræðimenntun - 8.11.2005

Seltjarnarnesbær hefur samið við Háskólann í Reykjavík um meistaranám fyrir stærðfræðikennara við Grunnskóla Seltjarnarness. Samkvæmt samningnum mun bæjarfélagið greiða hluta skólagjalda fyrir tvo stærðfræðikennara en auk þess fellir HR niður hluta skólagjalda. Lesa meira

Mánabrekka 9 ára - 2.11.2005

Börn í ManabrekkuNíu ára afmæli Mánabrekku var haldið hátíðlegt í gær. Starfsmenn, börn og foreldrar skemmtu sér saman og blásið til ýmissa uppákoma í tilefni dagsins. Lesa meira

Menningarnefnd gefur Grunnskóla Seltjarnarness bekkjarsett af Myndlykli - 1.11.2005

Sólveig Pálsdóttir, Sigfús Grétarsson, Hjördís Ólafsdóttir og Rúna GísladóttirFormaður menningarnefndar Seltjarnarness, Sólveig Pálsdóttir, færði á dögunum Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla og Valhúsáskóla að gjöf tvö bekkjarsett af Myndlykli. Bókin sem kom út á vegum menningarnefndar í sumar inniheldur greinargóða umfjöllun um úrval listaverka í eigu bæjarins. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: