Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Fatahönnunnarkeppnin Stíllinn var haldin laugardaginn 26. nóvember í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Þema keppninnar var “rusl”. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin og hefur Selið tekið þátt í keppninni frá upphafi.
Lesa meira
Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að álagningarprósenta útsvars og fasteignagjalda á Seltjarnarnesi lækki umtalsvert. Útsvar á Seltjarnarnesi hefur um langt skeið verið með því lægsta sem gerist á meðal sveitarfélaga í landinu en verður frá áramótum lægst á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Síðastliðinn föstudag afhenti Tryggingafélagið Sjóvá börnum í leikskólum Seltjanarnesbæjar ný endurskinsvesti að gjöf.
Lesa meira

Framkvæmdastjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var boðið til fundar við bæjarstjórann á Seltjarnarnesi á dögunum en þetta mun vera í fyrsta sinn sem félagið fundar formlega með fulltrúa bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Bæjarstjórn samþykkti á dögunum samhljóða að leita samninga við Þrek ehf.um rekstur og uppbyggingu heilsuræktar í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness.
Lesa meira

Í dag, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu, en þann dag árið 1807 fæddist Jónas Hallgrímsson. Í tilefni dagsins stendur Grunnskóli Seltjarnarness fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls.
Lesa meira
Í nóvemberblaði Vesturbæjarblaðsins segir að Hverfisráð

Vesturbæjar hafi óskað eftir því við borgaryfirvöld að skoðað verði hvort unnt sé að lækka húshitunarkostnað í Vesturbænum með því að tengjast Hitaveitu Seltjarnarness.
Lesa meira

Grant Thornton endurskoðun ehf hefur skilað af sér greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004. Sem fyrr þykir fjármálastjórn og fjárhagsstaða bæjarins með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga á landinu.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær hefur samið við Háskólann í Reykjavík um meistaranám fyrir stærðfræðikennara við Grunnskóla Seltjarnarness. Samkvæmt samningnum mun bæjarfélagið greiða hluta skólagjalda fyrir tvo stærðfræðikennara en auk þess fellir HR niður hluta skólagjalda.
Lesa meira

Níu ára afmæli Mánabrekku var haldið hátíðlegt í gær. Starfsmenn, börn og foreldrar skemmtu sér saman og blásið til ýmissa uppákoma í tilefni dagsins.
Lesa meira

Formaður menningarnefndar Seltjarnarness, Sólveig Pálsdóttir, færði á dögunum Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla og Valhúsáskóla að gjöf tvö bekkjarsett af Myndlykli. Bókin sem kom út á vegum menningarnefndar í sumar inniheldur greinargóða umfjöllun um úrval listaverka í eigu bæjarins.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista