Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Skerjabrautar 1-3 skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Lesa meira
Íslenskir aðalverktakar
hf.hafa gengið frá kaupum á byggingarréttinum á Hrólfsskálamel af Seltjarnarnesbæ. Greiðslan sem byggir á samningi aðila frá því í apríl síðast liðnum nemur tæpum 1.300 milljónum króna.
Lesa meira

Grant Thornton endurskoðun ehf hefur skilað af sér greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005. Sem fyrr þykir fjármálastjórn og fjárhagsstaða bæjarins með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga á landinu. Peningaleg staða er sterk og með því besta sem gerist á meðal sveitarfélaga.
Lesa meira

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í gær 12.12.06 á blaðamannafundi í Mýrarhúsaskóla frá verkefninu “börn styðja börn”. Verkefnið felst í því að sérhvert grunnskólabarn á Íslandi styrkir eitt grunnskólabarn í Úganda og Malaví í Afríku um eina skólamáltíð alla skóladaga ársins.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær er óðum að taka á sig jólalegan blæ enda styttist ört í jólin. Skreytingum á vegum bæjarfélagsins var að venju komið upp í endaðan nóvember og var að þessu sinni enn aukið við skreytingarnar.
Lesa meira

Leikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi fékk þann 1. desember afhentan Grænfánann í annað sinn vegna öflugs starfs í þágu umhverfisverndar og umhverfismenntar. Grænfáninn er afhentur til tveggja ára í senn en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.
Lesa meira

Selkórinn dvaldi í Austurríki fimmtudaginn 30. nóvember til 4. desember og hélt tvenna tónleika í Vín. Föstudaginn 1. desember tók kórinn þátt í aðventuhátíð í Ráðhúsi Vínarborgar og sunnudaginn 3. desember hélt kórinn tónleika í Péturskirkjunni sem er í hjarta borgarinnar.
Lesa meira
Undirbúningur undir framkvæmdir við hjúkrunarheimilið á Lýsislóð er í fullum gangi. Í tengslum við hönnun og uppbyggingu hjúkrunarheimilisins óskaði heilbrigðis- og tryggingarráðuneytið á dögunum eftir tilnefningum Seltjarnarnesbæjar í sérstaka verkefnisstjórn sem mun hafa yfirumsjón með framgangi verksins fyrir hönd samstarfsaðilana þriggja,
Lesa meira
Á aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í október síðastliðinn var Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, kjörinn í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga (LS).
Lesa meira

Þessa dagana stendur yfir frágangur á hitalögn gervigrasvallarins. Framkvæmdum vegna lagnarinnar er að mestu lokið utan að eftir er að afgreiða sérpantaða forhitara sem koma erlendis frá.
Lesa meira

Skipaður hefur verið starfshópur á vegum skólanefndar sem fjalla á um skipan mála við kennslu fimm ára barna á Seltjarnarnesi. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum frá leik- og grunnskólum,
Lesa meira

Þann 8. nóvember síðast liðinn skrifuðu leiðtogar frá borgum víðsvegar um heiminn undir yfirlýsingu um opin gagnaflutningsnet. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að samfélög þurfi að hafa aðgang að opnu, öflugu gagnaflutningsneti sem ávallt geti svarað kröfum samtímans hvað varðar gæði og hraða gagnaflutninga.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær hefur framlengt samning um Alþjóðahús í eitt ár. Húsið er rekið meðal annars rekið með þjónustusamningi fjögurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú þeirra, Seltjarnarnes, Hafnarfjörður og Kópavogur hafa framlengt samninginn gegn þjónustu Alþjóðahússins við erlenda íbúa þessara sveitargfélaga.
Lesa meira
Samtökin 78 stóðu í byrjun mánaðarins fyrir málstofu um samkynhneigð eins og málefnið tengist fræðslu, jafnréttismálum og stefnu sveitarfélaganna í nágrenni Reykjavíkur.
Lesa meira

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi undirritaði í Stokkhólmi á dögunum samkomulag um að Seltjarnarnesbær verði fulltrúi Íslands í alþjóðasamtökunum INEC (International Network of E-Communities).
Lesa meira

Lið Selsins og Valhúsaskóla lenti í 3. sæti á Íslandsmóti First Lego League. First Lego League er hönnunarkeppni sem Verkfræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir. Þema keppninnar var NANO tækni.
Lesa meira

Börn í Sólbrekku og Mánabrekku komu saman á degi íslenskrar tungu. Sungin voru íslensk lög og farið með þulur og vísur.
Lesa meira

Menningarmót var haldið á Bókasafninu á Eiðistorgi þann 11. nóvember. Mótið sem var byggt upp á svipaðan hátt og skólaþing og íbúaþing þau sem bæjarbúar þekkja þótti takast vel og voru þátttakendur mjög virkir.
Lesa meira

Síðast liðið vor frumfluttu nemendur Tónlistarskólans söngleik byggðan á kvikmyndinni The Commitments. Vegna hvatningar fjölmargra sem sáu sýninguna verður hún sýnd aftur fjórum sinnum, 13, 14 og 15. nóvember í Félagsheimili Seltjarnarness
Lesa meira

Þann 1. nóvember sl. átti leikskólinn Mánabrekka 10 ára afmæli. Í því tilefni var foreldrum boðið í morgunmat og snæddu þau bollur, sem börnin bökuðu. A ð því loknu var hátíðardagskrá í salnum þar sem afmælissöngurinn var sunginn og hver deild flutti tónlistaratriði
Lesa meira
Vistvæn vika í Sólbrekku
-
6.11.2006
Vikuna 30. okt til 3. nóv var vistvæn vika í leikskólanum. Inni á deildum var öllu rusli safnað saman yfir vikuna (fyrir utan matarafganga) og síðan hittust allir inni í sal á föstudeginum og unnu saman listaverk úr því sem safnast hafði. Úr þessu varð hann Lalli ruslaskrímsli. Myndir
Hluti af kvikmyndaklúbb Selsins, þau Þórunn Guðjónsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Sunna María Helgadóttir, Anna Bergljót Gunnarsdóttir og Ingólfur Arason unnu til 1. verðlauna í myndbandasamkeppni Vinnueftirlits Ríkisins.
Lesa meira
Brúðuleikhúsið Pétur og úlfurinn
-
31.10.2006
Myndlistarsýning
-
31.10.2006

Í tilefni 25. ára afmælis Sólbrekku sem var 1. október og 10 ára afmælis Mánabrekku 1. nóvember stendur yfir myndlistarsýning á verkum leiskólabarna frá 16. október - 6. nóvember í ýmsum fyrirtæknum og stofnunum bæjarins.
Ferð starfsfólks Grunnskóla Seltjarnarness til Danmerkur 10.—14. júní 2006
Lesa meira
Seltjarnarneskirkja er með í undirbúningi verkefni er nefnist „Kærleikur í verki“ en Seltjarnarnesbær mun styðja við verkefnið fjárhagslega. Ætlunin er að fá unga sjálfboðaliða til að heimsækja eldri borgara á Seltjarnarnesi og á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Lesa meira

Í haust var kennslustundum í stærðfræði í yngri deildum Grunnskóla Seltjarnarness fjölgað frá því sem áður hefur verið. Um er að ræða viðbótarstundir sem bætast ofan á viðmiðunarstundarskrá og lengja þar með skóladag nemenda.
Lesa meira

Þann 1. október sl. átti leikskólinn Sólbrekka 25 ára afmæli. Mikið var um dýrðir í skólanum í tilefni afmælisins. Foreldrar borðuðu morgunmat með börnum sínum í skólanum og fleiri gestir bættust í hópinn þegar leið á morguninn.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Vesturhverfis
skv. 25.
gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Lesa meira

Að ósk bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur heilbrigðisráðuneytið fallist á aðheimila fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraðra frá og með 1. september síðastliðnum.
Lesa meira

Öll götuljós á Seltjarnarnesi og nágrannasveitarfélögum verða slökkt frá kl. 22:00 – 22:30 í kvöldi í tilefni af opnun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Myrkvunin verðum um allt Faxaflóasvæðið, allt frá Borgarnesi til Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Á morgun, fimmtudaginn 28. september verður sérstakur forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins sem hafa unglingadeildir. Opnuð hefur verið heimasíða í tilefni átaksins, www.forvarnardagur.is, en þar má finna allar upplýsingar um dagskrá átaksins, ráðstefnu sem haldin verður í tengslum við hana, dagskrá í 9. bekkjum grunnskólanna á og ýmislegt fleira gagnlegt.
Lesa meira

Í vetur verður kennslustundum í yngri bekkjum Grunnskóla Seltjarnarness fjölgað þannig að nemendur verða lengur fram á daginn. Þetta fyrirkomulag nýtir námstíma nemenda betur og dregur úr þörf foreldra fyrir gæsluúrræði.
Lesa meira

Börn og ungmenni á Seltjarnarnesi munu eiga kost á tómstundastyrkjum vegna yfirstandandi skólaárs nái tillaga meirihluta íþrótta- og æskulýðsráðs bæjarins fram að ganga. Styrkir af þessu tagi voru eitt af stefnumálum núverandi meirihluta fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðast liðið vor.
Lesa meira
Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness samþykkti nýlega að kanna hvaða leiðir eru færar til að koma til móts við óskir fimleikadeildarinnar um bætta aðstöðu til iðkunar íþróttarinnar. Ráðgjöfum bæjarins hefur þegar verið falið að hefja vinnu við mótun tillagna um mögulega stækkun og breytingar á íþróttamiðstöðinni innan núverandi lóðamarka.
Lesa meira

Tvö fyrirtæki, Klasi hf. og Þyrping hf., hafa sent erindi til Seltjarnarnesbæjar þar sem viðraðar eru hugmyndir um landfyllingar við Seltjarnarnes. Klasi hf. sendi í sumar erindi til bæjarins um landfyllingu við sunnanvert Seltjarnarnes.
Lesa meira

Í september hleypti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, formlega af stokkunum landsverkefninu „Verndum Þau“ á kynningarfundi í félagsmiðstöðinni Selinu á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Endurnýjun og stækkun á húsnæði beggja grunnskólabygginga Seltjarnarnesbæjar hafa nú staðið yfir um nokkurra ára skeið. Vel miðar með framkvæmdirnar og í sumar náðist sá áfangi að endurbótum á Valhúsaskóla er lokið og stefnt er að því að ljúka við Mýrarhúsaskóla á næsta ári. Með því líkur hátt í 400 milljón króna endurbótaátaki á grunnskólum bæjarins.
Lesa meira

Hið árlega golfmót bæjarstjórnar Seltjarnarness og stjórnar Golfklúbbs Ness fór fram á dögunum. Að venju var hart barist og mátti oft sjá margar kylfur á lofti þegar torfur, tí - og á stundum kúlur - svifu í glæstum bogum um golfvöllinn á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Sífellt fjölgar notendum heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is. Samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus hafa að meðaltali 1.500 manns lesið um 16.000 blaðsíður á síðunni í viku hverri undanfarið ár. Mest hafa rúmlega 2.000 manns heimsótt síðuna á viku og mest hefur verið flett ríflega 23.000 síðum á viku.
Lesa meira

Eldri borgarar fóru í dagsferð í sumar um söguslóðir Egilssögu í Borgarfirði og Mýrum. Sýningin í Pakkhúsinu var heimsótt og ekinn ferðahringur um Egilsslóð.
Lesa meira
Glæsileg handavinnusýning félagsstarfs eldri borgara var haldinn fimmtudaginn 6. júní s.l. Að venju var mikið af fallegu handverki, s.s. glerlist, leirlist, prjónlist og bókband ásamt skartgripagerð úr perlum og swarovski kristal. Á annað hundrað gestir skoðuðu sýninguna.
Lesa meira

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum, breytast 1. september. Frá deginum í dag til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20 en 13 – 16 ára börn mega vera úti til kl. 22.
Lesa meira

Gervigrasvöllurinn við Suðurströnd var formlega vígður á Gróttudeginum sem haldinn var hátíðlegur síðastliðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Vígslan fór fram á hinum árlega Gróttudegi knattspyrnudeildarinnar.
Lesa meira

Nú þegar skólastarf er komið í fullan gang og styttist í að skammdegið gangi í garð er ástæða til að brýna fyrir þeim sem eru á ferðinni umhverfis skóla- og íþróttamannvirki bæjarins að sýna sérstaka aðgætni í umferðinni.
Lesa meira
Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti í á dögunum viðurkenningar fyrir fallega garða, velheppnaðar endur bætur á gömlu húsi og snyrtilegt umhverfi. Athöfnin var haldin í Bókasafni Seltjarnarness og voru eftirfarandi viðurkenningar veittar:
Lesa meira

Fyrsti skóladagur nemenda Grunnskóla Seltjarnarness er í dag en kennarar komu til starfa að afloknu sumarleyfi þann 15. ágúst. Á þessu skólaári munu um 770 nemendur stunda nám við Grunnskólann og þar af eru rúmlega 50 nemendur að hefja nám í 1. bekk.
Lesa meira
Í framhaldi af opnun á rafrænni þjónustugátt Seltjarnarnesbæjar

síðast liðið vor fara pantanir á skólamáltíðum fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla fram í gegnum þjónustusíðuna „Rafrænt Seltjarnarnes“ (sjá hnapp vinstra megin á þessari síðu eða
http://rafraent.seltjarnarnes.is).
Lesa meira

Listahópur Seltjarnarness sem stofnaður var í sumar saman stendur af hljómsveitinni Bertel! Gunnar Gunnsteinsson, Jason Egilsson, Ragnar Árni Ágústsson, Kjartan Ottóson og myndlistamönnunum Arnar Ásgeirsson og Styrmir Örn Guðmundsson.
Lesa meira
S

umarnámskeið Seltjarnarness byrjuðu mánudaginn 12. júní. Í ár, líkt og fyrri ár eru í boði leikjanámskeið fyrir 6 til 9 ára börn, Survivornámskeið fyrir 10 til 12 ára börn og smíðavöllur fyrir 8 ára og eldri.
Lesa meira

Vegfarendum á leið út í Gróttu er bent á að huga þarf að flóði og fjöru. Á fjöru er hægt að komast fótgangandi út í Gróttu og dvelja þar í um 6 klukkustundir áður en flæðir að á ný. Flóðatöflur eru birtar á vef Seltjarnarness og eru töflur fyrir júlí og ágúst komnar inn.
Lesa meira

Vímulaus æska hélt í gær upp á 20 ára starfsafmæli sitt og opnaði af því tilefni nýja heimasíðu,
www.vimulaus.is. Borgarstjórinn í Reykjavík opnaði síðuna og á sama tíma opnuðu bæjar- eða sveitarstjórar stærstu sveitarfélaga landsins síðuna fyrir hönd síns sveitarfélags.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi Hrólfsskálamels er komin í kynningu. Um er að ræða svæði sem er 16.740 m
2 að stærð og afmarkast til suðurs af Suðurströnd, til austurs af Nesvegi, til norðurs af syðri mörkum skólalóðar Mýrarhúsaskóla og íbúðum aldraðra við Skólabraut og til vesturs af eystri mörkum lóðar íþróttamiðstöðvar.
Lesa meira

Vinnuskóli Seltjarnarness var settur föstudaginn 9. júní, og unglinar hófu störg mánudaginn 12. júní. Unnið er í níu hópum, og fást starfsmenn vinnuskólans við margs konar verkefni.
Lesa meira

Föstudagskvöldið 23.júní efndi menningarnefnd Seltjarnarness til Jónsmessugöngu. Gangan var fjölmenn að venju en það voru þau Heimir Þorleifsson sagnfræðingur og Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur sem fræddu göngufólk um útgerð og fornleifarannsóknir á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Hin árlega sumarhátíð leikskóla Seltjarnarness var haldin 21. júní og fögnuðu þar starfsmenn og nemendur sumrinu. Dagurinn var nokkuð seinna á ferðinni en verið hefur sem helgast af því að júnímánuður hefur verið óvenju blautur þetta árið.
Lesa meira

Nýkjörin bæjastjórn Seltjarnarness kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 14. júní síðast liðinn. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin verk svo sem kjör í nefndir og ráðning bæjarstjóra.
Lesa meira
Nú stendur yfir vinabæjarmót á Seltjarnarnesi. Þar mætast fulltrúar frá norrænum vinabæjum Seltjarnarness sem eru Nesodden í Noregi, Höganes í Svíþjóð, Herlev í Danmörku og Lieto í Finnlandi.
Lesa meira
Í vor var heimanámskerfið NemaNet kynnt fyrir nemendum í 9. og 10.

bekk í Grunnskóla Seltjarnarness og fengu nemendur aðgangslykla að kerfinu sem er nýtt vefkerfi fyrir heimanám. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi er höfundur kerfisins og hefur hún fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til að innleiða kerfið í einn grunnskóla og einn framhaldsskóla. Grunnskóli Seltjarnarness og Menntaskólinn við Sund verða þróunarskólar Nemanetsins á næstu árum.
Lesa meira

Fyrsti leikurinn á splunkunýjum gervigrasvelli á Seltjarnarnesi fór fram á miðvikudagskvöld. Heimamenn Gróttu mættu þar liði Hamars frá Hveragerði sem hafði ekki tapað leik á mótinu. Það er skemmst frá að segja að Grótta fór með sigur af hólmi og urðu lokatölur 6-1.
Lesa meira

Til að tengja saman leik- og grunnskóla var efnt til fjöruferðar með elstu börnin í leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku ásamt nemendum í 1. bekk Mýrarhúsaskóla.Verkefnið var að byggja sandkastala í fjörunni.
Lesa meira

Um síðustu helgi var haldin þríþrautarkeppni í Sundlaug Seltjarnarness á vegum Þríþrautarfélags Reykjavíkur. Alls mættu 33 keppendur til leiks en þríþraut samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi.
Lesa meira

Við útskiptingu á jarðvegi við Nesstofu komu í ljós gamlar hleðslur. Um er að ræða bæjargöng gamla Nesbæjarins sem var þarna áður en Nesstofa var byggð.
Lesa meira

Sjálfstæðismenn styrktu stöðu sína á Seltjarnarnesi og bættu við sig manni í bæjarstjórn í kosningunum
s.l. laugardag. D-listi Sjálfstæðismanna fékk 67,2% atkvæða og fimm menn kjörna. N-listi Bæjarmálafélags Seltjarnarness fékk 32,8% atkvæða og 2 menn kjörna.
Lesa meira

Hátíð var í Sundlaug Seltjarnarness í gær þegar laugin var opnuð eftir breytingar. Í sundlauginni er nú rennibraut, sjópottur, nýir heitir pottar, buslulaug með leiktækjum, eimbað og útibekkir. Auk þess hefur móttaka sundlaugarinnar fengið nýtt útlit og búningsaðstaða hefur verið endurnýjuð.
Lesa meira

Ný rafræn þjónustugátt Seltjarnarnesbæjar hefur verið tekin í notkun og boðar nokkur tímamót í þjónustu bæjarins við íbúa. Seltirningar geta nú rekið erindi sín við stjórnsýslu og stofnanir bæjarins á rafrænan hátt og sparað sér með því sporin.
Lesa meira

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Seltjarnarneskaupstað undirrituðu í dag samkomulag um að byggja sameiginlega hjúkrunarheimili á svokallaðri Lýsislóð, en lóðin markast af Eiðsgranda og Grandavegi.
Lesa meira

Framkvæmdir við nýjan og glæsilegan gervigrasvöll við Suðurströnd ganga vel og styttist óðum í að hægt verði taka hann í notkun. Unnið er að krafti við völlinn með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist á nætunni.
Lesa meira

Sundlaug Seltjarnarness opnar eftir gagngerar endurbætur föstudaginn 26. maí kl. 06:50. Á uppstigningardag, hinn 25. maí næst komandi verður hægt að skoða laugina og þiggja veitingar milli klukkan 14 og 16. Í tilefni af opnun laugarinnar verður veittur ókeypis aðgangur að henni frá 26. maí til og með 2. júní.
Lesa meira

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005 er komin út og hefur verið dreift inn á hvert heimili eins og undanfarin þrjú ár.
Í ársskýrslunni kemur meðal annars fram að rekstur bæjarsjóðs hefur sjaldan eða aldrei verið betri og hefur farið verulega batnandi allt kjörtímabilið.
Lesa meira

Neshlaupið fór fram laugardaginn 13. maí
s.l. Hlaupið fór nú fram í 18. sinn og þátttakendur voru 273 sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Þátttaka Seltirninga var góð, en aldrei hafa fleiri Seltirningar tekið þátt í Neshlaupinu
Lesa meira

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra staðfesti og undirritaði nýtt aðalskipulag Seltjarnarness þriðjudaginn 16. maí. Þar með er lokið umfangsmiklu skipulagsferli sem hófst með fjölmennu og vel heppnuðu íbúaþingi haustið 2002.
Lesa meira

Fimleikadeild Gróttu hóf starfsemi sína haustið 1985 en deildin var formlega stofnuð 24. mars 1986 og fagnar því 20 ára afmæli.
Lesa meira
Gömlu skreiðarhjallarnir sem prýtt hafa annesið vestast á Seltjarnarnesi svo lengi sem elstu menn muna voru endurreistir á dögunum Þetta framtak bæjarins hefur vakið nokkra athygli og mælst vel fyrir hjá mörgum.
Lesa meira

Grunnskóli Seltjarnarness hlaut styrk að upphæð
kr. 704.000,- til að vinna að þróunarverkefninu - Lýðræði í skólastarfi. Styrkurinn er annars vegar veittur úr Þróunarsjóði menntamálaráðuneytis og hins vegar úr VONarsjóði Kennarasambands Íslands.
Lesa meira
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi hefur fyrir hönd bæjarins undirritað samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík um rannsóknarmiðstöð um einkaframkvæmd.
Lesa meira

Laugardaginn 13. maí næstkomandi stendur Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS) fyrir Neshlaupinu sem nú er haldið í 18. sinn. Neshlaupið nýtur mikilla vinsælda meðal götuhlaupara og skemmtiskokkara.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær bauð öllum leikskólabörnum og nemendum í 1. – 6. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness á uppfærslu Leiklistarfélags Seltjarnarness á „Litla Kláusi og stóra Kláusi“.
Lesa meira

Fjölskyldustefnunni sem nýlega var samþykkt í bæjarstjórn verður dreift á hvert heimili í bæjarfélaginu í þessari viku. Í stefnunni eru sett fram markmið um hvernig stuðla skuli að fjölskylduvænu samfélagi sem þjóni og taki mið af þörfum íbúanna.
Lesa meira

Margir lögðu leið sína út í Gróttu á fjölskyldudaginn 30. apríl
s.l. Skólaskrifstofa Seltjarnarness og Slysavarnardeildin Varðan stóðu fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnudaginn 30. apríl.
Lesa meira

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kom í óformlega heimsókn til Seltjarnarnesbæjar í byrjun mánaðar til að kynnast skólastarfi í bænum og stefnu bæjaryfirvalda í málaflokknum.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti ársreikning bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2005 á fundi sínum hinn 27. apríl síðast liðinn. Ársreikningurinn ber með sér að aðgát hefur verið sýnd í rekstri bæjarins en um leið hefur tekist að skila bestu afkomu í rúmlega 30 ára sögu bæjarfélagsins.
Lesa meira

Bæjarstjórn hefur samþykkt yfirgripsmikla fjölskyldustefnu fyrir Seltjarnarnes þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um þjónustu bæjarins við fjölskyldur. Sex
Lesa meira
Vefur Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is, fékk á dögunum

vottun vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá og Öryrkjabandalags Íslands um að standast kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefurinn hlýtur vottun bæði fyrir forgang 1 og 2 og er fyrsti vefurinn á vegum ríkis eða sveitarfélaga til að ná þeim áfanga.
Lesa meira
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur að tillögu meirihluta sjálfstæðismanna ákveðið að efnt verði til opinnar hönnunarsamkeppni um skipulag og frágang svæðisins í kringum smábátahöfnina.
Lesa meira

Bæjarstjórn hefur samþykkt nýja heildstæða skólastefnu sem nær til leik- grunn- og tónlistarskóla. Rætur stefnunnar má rekja til fjölmenns skólaþings bæjarins er haldið var síðast liðið haust. Á þinginu var rætt um hvað felst í hugtakinu góður skóli og voru niðurstöður þingsins lagðar til grundvallar við mótun heildstæðrar skólastefnu fyrir Seltjarnarnes sem jafnframt markar skýran ramma um skólastarf í bænum.
Lesa meira
Seltirningum fækkaði um 77 á síðasta ári. Það er fimmta árið í röð sem íbúum bæjarins fækkar. Seltirningar voru flestir árið 1998 en þá voru bæjarbúar 4.698. Þann 31. desember síðast liðinn voru Seltirningar hins vegar 4.471 eða litlu fleiri en í árslok 1993.
Lesa meira

Í dag hefst vorhreinsun í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Af því tilefni komu framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu saman á miðju höfuðborgarsvæðisins, nánar tiltekið í Goðalandi 11 í Reykjavík, og tóku til við hin árvissu vorkverk garðeigenda.
Lesa meira

Leikskólinn Mánabrekka hlaut 400 þúsund króna styrk til verkefnisins: Náttúran - uppspretta sköpunar og gleði.
Menntamálaráðuneytið auglýsti styrki til þróunarverkefna fyrir leikskóla. Tuttugu og fimm leikskólar sóttu um styrki til hinna ýmsu verkefna.
Lesa meira
Á heimasíðu eru komnar tölur úr skýrslu Grant Thornton endurskoðunar ehf. um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2004. Í tölunum má sjá að skatttekjur bæjarsjóðs/A-hluta (á árslokaverðlagi 2004) hækkuðu um 120% á árunum 1994 - 2004 eða úr 138 þús. kr.í 303 þús. kr.
Lesa meira

Ingveldur Viggósdóttir listakona, sem á tvö barnabörn í Sólbrekku, færði leikskólanum 4 glerlistaverk að gjöf. Listaverkin voru hengd í glugga í tengigangi leikskólans og setja þau fallegan svip á leikskólann bæði innan dyra og utan.
Lesa meira

í hátíðarguðþjónustu kl. 8:00 á páskadagsmorgun verður afhjúpað glerlistaverk eftir Ingunni Benediktsdóttur. Listaverkið er þrískipt og verður staðsett í gluggum anddyri kirkjunnar.
Lesa meira

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi hefur skipt um nafn og heitir deildin núna Slysavarnadeildin Varðan. Á síðasta ári kom fram sú tillaga að breyta nafninu í samræmi við merki deildarinnar en Varðan hefur alltaf verið í merki deildarinnar.
Lesa meira
Í Bókasafni Seltjarnarness var sett upp sýning á vegum Landverndar um verkefnið Vistvernd í verki - vistvænn lífsstíll. Sýningin stóð frá miðjum janúar og fram í miðjan mars. Í tengslum við sýninguna var gestum boðið að taka þátt í getraun sem snerist um ýmsa þætti er varða umhverfið og náttúruna.
Lesa meira

Nemendur í 6. bekk í Smáraskóla, ásamt 3 kennurum sínum, hjóluðu í síðustu viku úr Kópavogi út á Seltjarnarnes og gistu í Fræðasetrinu í Gróttu. Þessi ferð er liður í útivist og umhverfisvitund nemenda Smáraskóla og er orðin fastur liður í ferðadagskrá 6. bekkinga.
Lesa meira

Sif Pálsdóttir náði frábærum árangri á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum sem haldið var um síðustu helgi í Versölum, fimleikahúsi Gerplu, en hún er fyrst íslenskra kvenna til þess að hampa Norðurlandameistaratitili í fjölþraut kvenna í fimleikum.
Lesa meira

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi bauð á dögunum sigurvegurum stærðfræðikeppni grunnskólanema í heimsókn ásamt skólastjóra og stærðfræðikennara krakkanna.
Lesa meira
Bæjar- og borgarstjórar sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu hafa falið Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að leiða samstarf er auðveldi íbúum svæðisins að nálgast upplýsingar og fræðast um fuglaflensu og rétt viðbrögð í tengslum við hana.
Lesa meira

Tónlistarskóli Seltjarnarness í samvinnu við elstu meðlimi lúðrasveitarinnar hafa á undanförnum vikum verið við æfingar á söngleik undir stjórn leikaranna Atla Þórs Albertssonar og Bryndísar Ásmundsdóttur.
Lesa meira

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 2.mars s. l. og var fjölmenni saman komið að því tilefni í félagsheimili Seltjarnarness. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS), sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Laugardaginn 18. mars varð Sif Pálsdóttir (Gróttu) Íslandsmeistari í fjölþraut í áhaldafimleikum kvenna. Hún sigraði með glæsibrag og hampar nú þessum titli í fimmta sinn.
Lesa meira

Í vikunni fengu 1. – 3. bekkingar heimsókn frá Möguleikhúsinu. Sýndar voru tvær sýningar á leikritinu Hattur og Fattur og Sigga sjoppuræningi eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Lesa meira
Árni Freyr Gunnarsson sigraði í hinni árlegu stærðfræðikeppni
grunnskólanemenda.
Tryggvi Ragnarsson varð í 4. sæti og Vilborg Guðjónsdóttir varð í 8. sæti. Þau eru öll nemendur í 10. ÞHM. Systir Vilborgar, Aðalheiður Guðjónsdóttir varð í 4. sæti í keppninni fyrir 8. bekk.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær ásamt Garðabæ, Mosfellsbæ og Reykjanesbæ stóðu fyrir ráðstefnunni: „Hve glöð er vor æska?“ á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 3. mars
s.l. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var staða barna í íslensku samfélagi.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær hefur endurnýjað samning við öryggisgæslufyrirtækið Securitas um framhald hverfagæsluverkefnis sem hófst í október á síðasta ári. Verkefnið hefur mælst mjög vel fyrir í bæjarfélaginu og er ljóst að ávinningur íbúa af því er umtalsverður.
Lesa meira
Í samræmi við 3.mgr. 18.gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarstjórnar Seltjarnarness á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að auka niðurgreiðslur vegna barna einstæðra foreldra, barna námsmanna og systkina í einkareknum leikskólum og gildir breytingin frá áramótum.
Lesa meira
Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarnesbæjar samþykkti nýlega að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra um 40 – 80%. Um miðjan janúar lagði félagsmálaráð bæjarins til að gerður yrði þjónustusamningur við dagforeldra sem miðaði að því að tryggja að foreldrar greiddu sambærilegt gjald og greitt er fyrir börn í leikskólum bæjarins.
Lesa meira
Vegna mistaka við vinnslu febrúarblaðs Nesfrétta birtist röng auglýsing um álagningu fasteignagjalda í blaðinu. Auglýsingin sem birtist var um álagningu ársins 2005 í stað ársins 2006. Rétt auglýsing mun birtast í næsta blaði og vill útgáfufélagið, Borgarblöð, biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.
Lesa meira
Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarnesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar
s.l. að nýta að fullu heimild Launanefndar sveitarfélaga til greiðslu tímabundinna launaviðbóta við gildandi kjarasamning Félags leikskólakennara, Starfsmannafélag Seltjarnarness og Eflingar.
Lesa meira
RSS-fréttaþjónusta á seltjarnarnes.is
-
17.2.2006
Opnað hefur verið fyrir svokallað
RSS.
efnisveitu á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Þar er um að ræða efnisveitu er gerir fólki kleift að fá sjálfvirkt yfirlit yfir nýtt efni á vef Seltjarnarnesbæjar. Hægt er að fá RSS straum af fréttasíðu bæjarins, fundargerðum, samþykktum, skýrslum og útgáfu, fréttum af skipulagsmálum, fréttum af bókasafni, fréttum af grunnskóla og fréttum af leikskólum. Hnappa sem vísa á efnisveituna er að finna efst og neðst á síðunni. Merktar
RSS-veitur.

Alls sóttu rúmlega 200 manns kynningarfundi um opið ljósleiðaranet sem haldnir voru á föstudaginn. Um var að ræða annars vegar morgunverðarfund Viðskiptaráðs Íslands og hins vegar kynningu í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur.
Lesa meira
Síðustu daga hafa nemendur í 1. bekkjum boðið foreldrum í heimsókn í skólann til að fylgjast með kynningu á verkefni um álfa, sem þeir hafa unnið að undanfarinn mánuð.
Lesa meira
Klukkan 10:30 í dag fer fram kynning á opnu ljósleiðaraneti í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur. Viðburðurinn verður sendur út á netinu og er hægt að fylgjast með honum með því að smella á þessa slóð: http://straumur.nyherji.is/orka.asp.
Lesa meira

Skólanefnd Seltjarnarness hefur veitt Gróttu styrk til að starfrækja íþróttaskóla fyrir 5 ára börn í leikskólum Seltjarnarness. Íþróttaskólinn er skipulagður þannig að börnunum er skipt í þrjá hópa og fær hver hópur kynningu á þeim íþróttagreinum sem hægt er að stunda hjá félaginu.
Lesa meira
Í DV í dag birtist samantekt blaðsins um kostnað í nokkrum sveitarfélögum vegna dagvistargjalda. Þar er að finna rangar upplýsingar um kostnað foreldra á Seltjarnarnesi vegna dvalar á leikskólum bæjarins. Í umræddri samantekt er gjald fyrir 8 tíma dvöl á leikskólum bæjarins sagt nema 30.510 krónum á mánuði og því talið hið hæsta í samanburðinum.
Lesa meira

Veðrið hefur leikið við Seltirninga líkt og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarnar vikur. Hlýindin að undanförnu hafa einnig gert það að verkum að fjölær blóm og trjágróður hefur byrjað að springa út.
Lesa meira

Í október síðast liðnum hafði bæjarstjórn Seltjarnarness frumkvæði að því að hefja tilraunaverkefni um hverfagæslu og var samið við Securitas um framkvæmdina. Markmið verkefnisins var að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum.
Lesa meira

Nú standa yfir heimsóknir elstu barnanna í leikskólunum í Mýrarhúsaskóla. Heimsóknirnar eru liður í að skapa betri samfellu og samvinnu á milli skólastiganna.
Lesa meira

Upplýsingatæknidagurinn, UT-dagurinn, var haldinn í fyrsta sinn þann 24. janúar. Tilgangur dagsins var að vekja athygli á þeim tækifærum sem Íslendingar hafa á sviði upplýsingatækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta.
Lesa meira
Á fundi með foreldrum nemenda í Valhúsaskóla, þann 25. janúar
s.l., kynnti fyrirtækið Rannsókn og greining niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneyslu ungs fólks á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Á bóndadaginn, 20. janúar sl, voru haldin vegleg þorrablót í leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku. Kokkurinn og hans lið reiddu fram dýrindis þorramat.
Lesa meira
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var í gær, 18. janúar, var samhljóða samþykkt tillaga meirihlutans um enn frekari lækkun álagningarstuðuls fasteignagjalda. Með samþykktinni er tryggt að fasteignagjöld á Seltjarnarnesi eru umtalsvert lægri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að fasteignir í bæjarfélaginu hækki hvað mest í nýju fasteignamati.
Lesa meira

Friðrik Þjálfi Stefánsson, nemandi í 4. – B í Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla tryggði sér þátttökurétt á Norðurlandamóti í skólaskák sem fram fer í Finnlandi 17.-19. febrúar nk.
Lesa meira
Síðbúin Þrettándabrenna
Seltirningar fögnuðu síðbúnum þrettánda þriðjudaginn 10. janúar. Ekki var unnt að kveikja upp í brennunni á þrettándanum sjálfum þar sem veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir.
Lesa meira

Í tengslum við verkefnið Vistvernd í verki hefur verið sett upp sýning um vistvænni lífsstíl í Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi og mun hún standa frá 15. janúar til 15. mars.
Lesa meira

Nýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 14. janúar s.l. við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Sigríður Þorvaldsdóttir leikari sem tekur við nafnbótinni af Auði Hafsteinsdóttur
Lesa meira

Í desember s.l. var hlaut Eiríkur Örn Arnarson höfundur forvarnarverkefnisins Hugur og heilsa verðlaunin „Upp úr skúffunum“ sem veitt eru í samstarfi Rannsóknarþjónustu HÍ, Tæknigarðs, rektors HÍ og A&P Árnasonar einkaleyfastofu.
Lesa meira

Engar hækkanir eru áformaðar á þjónustugjöldum stofnana Seltjarnarnesbæjar í fjárhagsáætlun ársins 2006. Allar gjaldskrár lækka því að raungildi á árinu þar sem þær munu ekki fylgja verðlagsþróun. Einnig eru dæmi um beinar krónutölulækkanir.
Lesa meira

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur kannaði útbreiðslu og þéttleika varpfugla á Seltjarnarnesi sumarið 2005, eins og gert hefur verið annað hvort ár að undanförnu.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista