Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Tilraun um hverfavörslu skilar frábærum árangri - 31.1.2006

Tilkynnt innbrot 2005Í október síðast liðnum hafði bæjarstjórn Seltjarnarness frumkvæði að því að hefja tilraunaverkefni um hverfagæslu og var samið við Securitas um framkvæmdina. Markmið verkefnisins var að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum. Lesa meira

Leikskólabörn heimsækja Mýrarhúsaskóla - 30.1.2006

24.1_2006_018Nú standa yfir heimsóknir elstu barnanna í leikskólunum í Mýrarhúsaskóla. Heimsóknirnar eru liður í að skapa betri samfellu og samvinnu á milli skólastiganna. Lesa meira

Hugmyndafræði Seltjarnarness kynnt á UT-deginum - 27.1.2006

Jónmundur Guðmarsson kynnir stefnu bæjarins í upplýsingatæknimálumUpplýsingatæknidagurinn, UT-dagurinn, var haldinn í fyrsta sinn þann 24. janúar. Tilgangur dagsins var að vekja athygli á þeim tækifærum sem Íslendingar hafa á sviði upplýsingatækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta. Lesa meira

Niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneysla ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar - 27.1.2006

Á fundi með foreldrum nemenda í Valhúsaskóla, þann 25. janúar s.l., kynnti fyrirtækið Rannsókn og greining niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneyslu ungs fólks á Seltjarnarnesi. Lesa meira

Þorra fagnað í leikskólum bæjarins - 24.1.2006

Börn í Sólbrekku fagna þorraÁ bóndadaginn, 20. janúar sl, voru haldin vegleg þorrablót í leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku. Kokkurinn og hans lið reiddu fram dýrindis þorramat. Lesa meira

Frekari lækkun álagningarstuðuls fasteignagjalda samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness - 23.1.2006

Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var í gær, 18. janúar, var samhljóða samþykkt tillaga meirihlutans um enn frekari lækkun álagningarstuðuls fasteignagjalda. Með samþykktinni er tryggt að fasteignagjöld á Seltjarnarnesi eru umtalsvert lægri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að fasteignir í bæjarfélaginu hækki hvað mest í nýju fasteignamati. Lesa meira

Nemandi úr Mýrarhúsaskóla tryggir sér þátttökurétt á Norðurlandamótið í skólaskák - 23.1.2006

Friðrik Þjálfi StefánssonFriðrik Þjálfi Stefánsson, nemandi í 4. – B í Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla tryggði sér þátttökurétt á Norðurlandamóti í skólaskák sem fram fer í Finnlandi 17.-19. febrúar nk. Lesa meira

Þrettándagleði Grunnskóla Seltjarnarness - 18.1.2006

þrettándagleði 2006Síðbúin Þrettándabrenna
Seltirningar fögnuðu síðbúnum þrettánda þriðjudaginn 10. janúar. Ekki var unnt að kveikja upp í brennunni á þrettándanum sjálfum þar sem veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir.

Lesa meira

Sýning Landverndar: Vistvernd í verki - 16.1.2006

Sýning Landverndar - Vistvernd í verkiÍ tengslum við verkefnið Vistvernd í verki hefur verið sett upp sýning um vistvænni lífsstíl í Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi og mun hún standa frá 15. janúar til 15. mars. Lesa meira

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2006 - Sigríður Þorvaldsdóttir leikari - 16.1.2006

Herdís Þorvaldsdóttir og Sólveig PálsdóttirNýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 14. janúar s.l. við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Sigríður Þorvaldsdóttir leikari sem tekur við nafnbótinni af Auði Hafsteinsdóttur Lesa meira

Forvarnarverkefnið Hugur og heilsa verðlaunað - 9.1.2006

Eiríkur Örn Arnarsson við mótttöku verlaunaÍ desember s.l. var hlaut Eiríkur Örn Arnarson höfundur forvarnarverkefnisins Hugur og heilsa verðlaunin „Upp úr skúffunum“ sem veitt eru í samstarfi Rannsóknarþjónustu HÍ, Tæknigarðs, rektors HÍ og A&P Árnasonar einkaleyfastofu. Lesa meira

Gjaldskrár standa í stað eða lækka - 6.1.2006

Mötuneyti MýrarhúsaskólaEngar hækkanir eru áformaðar á þjónustugjöldum stofnana Seltjarnarnesbæjar í fjárhagsáætlun ársins 2006. Allar gjaldskrár lækka því að raungildi á árinu þar sem þær munu ekki fylgja verðlagsþróun. Einnig eru dæmi um beinar krónutölulækkanir. Lesa meira

Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2005 - 2.1.2006

MargæsirJóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur kannaði útbreiðslu og þéttleika varpfugla á Seltjarnarnesi sumarið 2005, eins og gert hefur verið annað hvort ár að undanförnu. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: