Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Í október síðast liðnum hafði bæjarstjórn Seltjarnarness frumkvæði að því að hefja tilraunaverkefni um hverfagæslu og var samið við Securitas um framkvæmdina. Markmið verkefnisins var að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum.
Lesa meira

Nú standa yfir heimsóknir elstu barnanna í leikskólunum í Mýrarhúsaskóla. Heimsóknirnar eru liður í að skapa betri samfellu og samvinnu á milli skólastiganna.
Lesa meira

Upplýsingatæknidagurinn, UT-dagurinn, var haldinn í fyrsta sinn þann 24. janúar. Tilgangur dagsins var að vekja athygli á þeim tækifærum sem Íslendingar hafa á sviði upplýsingatækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta.
Lesa meira
Á fundi með foreldrum nemenda í Valhúsaskóla, þann 25. janúar
s.l., kynnti fyrirtækið Rannsókn og greining niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneyslu ungs fólks á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Á bóndadaginn, 20. janúar sl, voru haldin vegleg þorrablót í leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku. Kokkurinn og hans lið reiddu fram dýrindis þorramat.
Lesa meira
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var í gær, 18. janúar, var samhljóða samþykkt tillaga meirihlutans um enn frekari lækkun álagningarstuðuls fasteignagjalda. Með samþykktinni er tryggt að fasteignagjöld á Seltjarnarnesi eru umtalsvert lægri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að fasteignir í bæjarfélaginu hækki hvað mest í nýju fasteignamati.
Lesa meira

Friðrik Þjálfi Stefánsson, nemandi í 4. – B í Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla tryggði sér þátttökurétt á Norðurlandamóti í skólaskák sem fram fer í Finnlandi 17.-19. febrúar nk.
Lesa meira
Síðbúin Þrettándabrenna
Seltirningar fögnuðu síðbúnum þrettánda þriðjudaginn 10. janúar. Ekki var unnt að kveikja upp í brennunni á þrettándanum sjálfum þar sem veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir.
Lesa meira

Í tengslum við verkefnið Vistvernd í verki hefur verið sett upp sýning um vistvænni lífsstíl í Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi og mun hún standa frá 15. janúar til 15. mars.
Lesa meira

Nýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 14. janúar s.l. við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Sigríður Þorvaldsdóttir leikari sem tekur við nafnbótinni af Auði Hafsteinsdóttur
Lesa meira

Í desember s.l. var hlaut Eiríkur Örn Arnarson höfundur forvarnarverkefnisins Hugur og heilsa verðlaunin „Upp úr skúffunum“ sem veitt eru í samstarfi Rannsóknarþjónustu HÍ, Tæknigarðs, rektors HÍ og A&P Árnasonar einkaleyfastofu.
Lesa meira

Engar hækkanir eru áformaðar á þjónustugjöldum stofnana Seltjarnarnesbæjar í fjárhagsáætlun ársins 2006. Allar gjaldskrár lækka því að raungildi á árinu þar sem þær munu ekki fylgja verðlagsþróun. Einnig eru dæmi um beinar krónutölulækkanir.
Lesa meira

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur kannaði útbreiðslu og þéttleika varpfugla á Seltjarnarnesi sumarið 2005, eins og gert hefur verið annað hvort ár að undanförnu.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista