Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að auka niðurgreiðslur vegna barna einstæðra foreldra, barna námsmanna og systkina í einkareknum leikskólum og gildir breytingin frá áramótum.
Lesa meira
Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarnesbæjar samþykkti nýlega að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra um 40 – 80%. Um miðjan janúar lagði félagsmálaráð bæjarins til að gerður yrði þjónustusamningur við dagforeldra sem miðaði að því að tryggja að foreldrar greiddu sambærilegt gjald og greitt er fyrir börn í leikskólum bæjarins.
Lesa meira
Vegna mistaka við vinnslu febrúarblaðs Nesfrétta birtist röng auglýsing um álagningu fasteignagjalda í blaðinu. Auglýsingin sem birtist var um álagningu ársins 2005 í stað ársins 2006. Rétt auglýsing mun birtast í næsta blaði og vill útgáfufélagið, Borgarblöð, biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.
Lesa meira
Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarnesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar
s.l. að nýta að fullu heimild Launanefndar sveitarfélaga til greiðslu tímabundinna launaviðbóta við gildandi kjarasamning Félags leikskólakennara, Starfsmannafélag Seltjarnarness og Eflingar.
Lesa meira
RSS-fréttaþjónusta á seltjarnarnes.is
-
17.2.2006
Opnað hefur verið fyrir svokallað
RSS.
efnisveitu á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Þar er um að ræða efnisveitu er gerir fólki kleift að fá sjálfvirkt yfirlit yfir nýtt efni á vef Seltjarnarnesbæjar. Hægt er að fá RSS straum af fréttasíðu bæjarins, fundargerðum, samþykktum, skýrslum og útgáfu, fréttum af skipulagsmálum, fréttum af bókasafni, fréttum af grunnskóla og fréttum af leikskólum. Hnappa sem vísa á efnisveituna er að finna efst og neðst á síðunni. Merktar
RSS-veitur.

Alls sóttu rúmlega 200 manns kynningarfundi um opið ljósleiðaranet sem haldnir voru á föstudaginn. Um var að ræða annars vegar morgunverðarfund Viðskiptaráðs Íslands og hins vegar kynningu í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur.
Lesa meira
Síðustu daga hafa nemendur í 1. bekkjum boðið foreldrum í heimsókn í skólann til að fylgjast með kynningu á verkefni um álfa, sem þeir hafa unnið að undanfarinn mánuð.
Lesa meira
Klukkan 10:30 í dag fer fram kynning á opnu ljósleiðaraneti í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur. Viðburðurinn verður sendur út á netinu og er hægt að fylgjast með honum með því að smella á þessa slóð: http://straumur.nyherji.is/orka.asp.
Lesa meira

Skólanefnd Seltjarnarness hefur veitt Gróttu styrk til að starfrækja íþróttaskóla fyrir 5 ára börn í leikskólum Seltjarnarness. Íþróttaskólinn er skipulagður þannig að börnunum er skipt í þrjá hópa og fær hver hópur kynningu á þeim íþróttagreinum sem hægt er að stunda hjá félaginu.
Lesa meira
Í DV í dag birtist samantekt blaðsins um kostnað í nokkrum sveitarfélögum vegna dagvistargjalda. Þar er að finna rangar upplýsingar um kostnað foreldra á Seltjarnarnesi vegna dvalar á leikskólum bæjarins. Í umræddri samantekt er gjald fyrir 8 tíma dvöl á leikskólum bæjarins sagt nema 30.510 krónum á mánuði og því talið hið hæsta í samanburðinum.
Lesa meira

Veðrið hefur leikið við Seltirninga líkt og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarnar vikur. Hlýindin að undanförnu hafa einnig gert það að verkum að fjölær blóm og trjágróður hefur byrjað að springa út.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista