Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Metnaðarfull fjölskyldustefna væntanleg - 27.4.2006

FjölskyldustefnaBæjarstjórn hefur samþykkt yfirgripsmikla fjölskyldustefnu fyrir Seltjarnarnes þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um þjónustu bæjarins við fjölskyldur. Sex Lesa meira

Vefur Seltjarnarnesbæjar aðgengilegasti sveitarfélagavefurinn - 26.4.2006

Vefur Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is, fékk á dögunum Vefur Seltjarnarness aðgengilegur öllumvottun vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá og Öryrkjabandalags Íslands um að standast kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefurinn hlýtur vottun bæði fyrir forgang 1 og 2 og er fyrsti vefurinn á vegum ríkis eða sveitarfélaga til að ná þeim áfanga. Lesa meira

Efnt til opinnar hönnunarsamkeppni um skipulag hafnarsvæðis - 26.4.2006

Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur að tillögu meirihluta sjálfstæðismanna ákveðið að efnt verði til opinnar hönnunarsamkeppni um skipulag og frágang svæðisins í kringum smábátahöfnina. Lesa meira

Heildstæð skólastefna samþykkt samhljóða - 25.4.2006

Leikskolabörn í göngutúrBæjarstjórn hefur samþykkt nýja heildstæða skólastefnu sem nær til leik- grunn- og tónlistarskóla. Rætur stefnunnar má rekja til fjölmenns skólaþings bæjarins er haldið var síðast liðið haust. Á þinginu var rætt um hvað felst í hugtakinu góður skóli og voru niðurstöður þingsins lagðar til grundvallar við mótun heildstæðrar skólastefnu fyrir Seltjarnarnes sem jafnframt markar skýran ramma um skólastarf í bænum. Lesa meira

Seltirningum heldur áfram að fækka - 24.4.2006

Seltirningum fækkaði um 77 á síðasta ári. Það er fimmta árið í röð sem íbúum bæjarins fækkar. Seltirningar voru flestir árið 1998 en þá voru bæjarbúar 4.698. Þann 31. desember síðast liðinn voru Seltirningar hins vegar 4.471 eða litlu fleiri en í árslok 1993. Lesa meira

Bæjarstjórar og borgarstjóri hefja vorhreinsun - 21.4.2006

Jónmundur Guðmarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Gunnar Birgisson, Lúðvík Geirsson, Steinnn V Óskarsdóttir, Guðmundur g. Gunnarsson, Gunnar EinarssonÍ dag hefst vorhreinsun í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Af því tilefni komu framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu saman á miðju höfuðborgarsvæðisins, nánar tiltekið í Goðalandi 11 í Reykjavík, og tóku til við hin árvissu vorkverk garðeigenda. Lesa meira

Mánabrekka fékk þróunarstyrk frá Menntamálaráðuneytinu. - 19.4.2006

Listsköpun í MánabrekkuLeikskólinn Mánabrekka hlaut 400 þúsund króna styrk til verkefnisins: Náttúran - uppspretta sköpunar og gleði. Menntamálaráðuneytið auglýsti styrki til þróunarverkefna fyrir leikskóla. Tuttugu og fimm leikskólar sóttu um styrki til hinna ýmsu verkefna. Lesa meira

Seltjarnarnes í tölum - 19.4.2006

Bæjarsjóður Seltjarnarness / A hluti: Skatttekjur, heildar- og nettóskuldir á íbúa 1994-2004Á heimasíðu eru komnar tölur úr skýrslu Grant Thornton endurskoðunar ehf. um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2004. Í tölunum má sjá að skatttekjur bæjarsjóðs/A-hluta (á árslokaverðlagi 2004) hækkuðu um 120% á árunum 1994 - 2004 eða úr 138 þús. kr.í 303 þús. kr.

Lesa meira

Ingveldur Viggósdóttir færir Leikskólanum Sólbrekku glerlistaverk - 18.4.2006

Ingveldur Viggósdóttir - glerlistaverkIngveldur Viggósdóttir listakona, sem á tvö barnabörn í Sólbrekku, færði leikskólanum 4 glerlistaverk að gjöf. Listaverkin voru hengd í glugga í tengigangi leikskólans og setja þau fallegan svip á leikskólann bæði innan dyra og utan. Lesa meira

Kvenfélagið Seltjörn gefur Seltjarnarneskirkju glerlistaverk eftir Ingunni Benediktsdóttur - 14.4.2006

Listahátíð Seltjarnarneskirkjuí hátíðarguðþjónustu kl. 8:00 á páskadagsmorgun verður afhjúpað glerlistaverk eftir Ingunni Benediktsdóttur. Listaverkið er þrískipt og verður staðsett í gluggum anddyri kirkjunnar. Lesa meira

Nýtt nafn á Slysvarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi - 13.4.2006

Slysavarnadeildin Varðan - merkiSlysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi hefur skipt um nafn og heitir deildin núna Slysavarnadeildin Varðan. Á síðasta ári kom fram sú tillaga að breyta nafninu í samræmi við merki deildarinnar en Varðan hefur alltaf verið í merki deildarinnar. Lesa meira

Verðlaun í getraun Vistverndar í verki - 12.4.2006

Í Bókasafni Seltjarnarness var sett upp sýning á vegum Landverndar um verkefnið Vistvernd í verki - vistvænn lífsstíll. Sýningin stóð frá miðjum janúar og fram í miðjan mars. Í tengslum við sýninguna var gestum boðið að taka þátt í getraun sem snerist um ýmsa þætti er varða umhverfið og náttúruna. Lesa meira

Nemendur í Smáraskóla í Kópavogi heimsækja Gróttu - 11.4.2006

6. bekkur Smáraskóla ásamt Hrafnhildi SigurðardótturNemendur í 6. bekk í Smáraskóla, ásamt 3 kennurum sínum, hjóluðu í síðustu viku úr Kópavogi út á Seltjarnarnes og gistu í Fræðasetrinu í Gróttu. Þessi ferð er liður í útivist og umhverfisvitund nemenda Smáraskóla og er orðin fastur liður í ferðadagskrá 6. bekkinga. Lesa meira

Sif Pálsdóttir úr Gróttu Norðurlandameistari í fimleikum - 11.4.2006

Sif PálsdóttirSif Pálsdóttir náði frábærum árangri á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum sem haldið var um síðustu helgi í Versölum, fimleikahúsi Gerplu, en hún er fyrst íslenskra kvenna til þess að hampa Norðurlandameistaratitili í fjölþraut kvenna í fimleikum. Lesa meira

Afreksfólk í stærðfræði í heimsókn hjá bæjarstjóra - 6.4.2006

Brynja Matthíasdóttir, Sigfús Grétarsson, Jónmundur Guðmarsson, Árni Freyr Gunnarsson, Tryggvi Ragnarsson, Vilborg Guðjónsdóttir og Aðalheiður Guðjónsdóttir.Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi bauð á dögunum sigurvegurum stærðfræðikeppni grunnskólanema í heimsókn ásamt skólastjóra og stærðfræðikennara krakkanna. Lesa meira

Upplýsingavefur um fuglaflensu opnaður - 3.4.2006

Flugnaflensa.is

Bæjar- og borgarstjórar sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu hafa falið Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að leiða samstarf er auðveldi íbúum svæðisins að nálgast upplýsingar og fræðast um fuglaflensu og rétt viðbrögð í tengslum við hana.

Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: