Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Vinnuskóli Seltjarnarness var settur föstudaginn 9. júní, og unglinar hófu störg mánudaginn 12. júní. Unnið er í níu hópum, og fást starfsmenn vinnuskólans við margs konar verkefni.
Lesa meira

Föstudagskvöldið 23.júní efndi menningarnefnd Seltjarnarness til Jónsmessugöngu. Gangan var fjölmenn að venju en það voru þau Heimir Þorleifsson sagnfræðingur og Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur sem fræddu göngufólk um útgerð og fornleifarannsóknir á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Hin árlega sumarhátíð leikskóla Seltjarnarness var haldin 21. júní og fögnuðu þar starfsmenn og nemendur sumrinu. Dagurinn var nokkuð seinna á ferðinni en verið hefur sem helgast af því að júnímánuður hefur verið óvenju blautur þetta árið.
Lesa meira

Nýkjörin bæjastjórn Seltjarnarness kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 14. júní síðast liðinn. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin verk svo sem kjör í nefndir og ráðning bæjarstjóra.
Lesa meira
Nú stendur yfir vinabæjarmót á Seltjarnarnesi. Þar mætast fulltrúar frá norrænum vinabæjum Seltjarnarness sem eru Nesodden í Noregi, Höganes í Svíþjóð, Herlev í Danmörku og Lieto í Finnlandi.
Lesa meira
Í vor var heimanámskerfið NemaNet kynnt fyrir nemendum í 9. og 10.

bekk í Grunnskóla Seltjarnarness og fengu nemendur aðgangslykla að kerfinu sem er nýtt vefkerfi fyrir heimanám. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi er höfundur kerfisins og hefur hún fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til að innleiða kerfið í einn grunnskóla og einn framhaldsskóla. Grunnskóli Seltjarnarness og Menntaskólinn við Sund verða þróunarskólar Nemanetsins á næstu árum.
Lesa meira

Fyrsti leikurinn á splunkunýjum gervigrasvelli á Seltjarnarnesi fór fram á miðvikudagskvöld. Heimamenn Gróttu mættu þar liði Hamars frá Hveragerði sem hafði ekki tapað leik á mótinu. Það er skemmst frá að segja að Grótta fór með sigur af hólmi og urðu lokatölur 6-1.
Lesa meira

Til að tengja saman leik- og grunnskóla var efnt til fjöruferðar með elstu börnin í leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku ásamt nemendum í 1. bekk Mýrarhúsaskóla.Verkefnið var að byggja sandkastala í fjörunni.
Lesa meira

Um síðustu helgi var haldin þríþrautarkeppni í Sundlaug Seltjarnarness á vegum Þríþrautarfélags Reykjavíkur. Alls mættu 33 keppendur til leiks en þríþraut samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi.
Lesa meira

Við útskiptingu á jarðvegi við Nesstofu komu í ljós gamlar hleðslur. Um er að ræða bæjargöng gamla Nesbæjarins sem var þarna áður en Nesstofa var byggð.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista