Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
S

umarnámskeið Seltjarnarness byrjuðu mánudaginn 12. júní. Í ár, líkt og fyrri ár eru í boði leikjanámskeið fyrir 6 til 9 ára börn, Survivornámskeið fyrir 10 til 12 ára börn og smíðavöllur fyrir 8 ára og eldri.
Lesa meira

Vegfarendum á leið út í Gróttu er bent á að huga þarf að flóði og fjöru. Á fjöru er hægt að komast fótgangandi út í Gróttu og dvelja þar í um 6 klukkustundir áður en flæðir að á ný. Flóðatöflur eru birtar á vef Seltjarnarness og eru töflur fyrir júlí og ágúst komnar inn.
Lesa meira

Vímulaus æska hélt í gær upp á 20 ára starfsafmæli sitt og opnaði af því tilefni nýja heimasíðu,
www.vimulaus.is. Borgarstjórinn í Reykjavík opnaði síðuna og á sama tíma opnuðu bæjar- eða sveitarstjórar stærstu sveitarfélaga landsins síðuna fyrir hönd síns sveitarfélags.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi Hrólfsskálamels er komin í kynningu. Um er að ræða svæði sem er 16.740 m
2 að stærð og afmarkast til suðurs af Suðurströnd, til austurs af Nesvegi, til norðurs af syðri mörkum skólalóðar Mýrarhúsaskóla og íbúðum aldraðra við Skólabraut og til vesturs af eystri mörkum lóðar íþróttamiðstöðvar.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista