Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Að ósk bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur heilbrigðisráðuneytið fallist á aðheimila fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraðra frá og með 1. september síðastliðnum.
Lesa meira

Öll götuljós á Seltjarnarnesi og nágrannasveitarfélögum verða slökkt frá kl. 22:00 – 22:30 í kvöldi í tilefni af opnun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Myrkvunin verðum um allt Faxaflóasvæðið, allt frá Borgarnesi til Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Á morgun, fimmtudaginn 28. september verður sérstakur forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins sem hafa unglingadeildir. Opnuð hefur verið heimasíða í tilefni átaksins, www.forvarnardagur.is, en þar má finna allar upplýsingar um dagskrá átaksins, ráðstefnu sem haldin verður í tengslum við hana, dagskrá í 9. bekkjum grunnskólanna á og ýmislegt fleira gagnlegt.
Lesa meira

Í vetur verður kennslustundum í yngri bekkjum Grunnskóla Seltjarnarness fjölgað þannig að nemendur verða lengur fram á daginn. Þetta fyrirkomulag nýtir námstíma nemenda betur og dregur úr þörf foreldra fyrir gæsluúrræði.
Lesa meira

Börn og ungmenni á Seltjarnarnesi munu eiga kost á tómstundastyrkjum vegna yfirstandandi skólaárs nái tillaga meirihluta íþrótta- og æskulýðsráðs bæjarins fram að ganga. Styrkir af þessu tagi voru eitt af stefnumálum núverandi meirihluta fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðast liðið vor.
Lesa meira
Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness samþykkti nýlega að kanna hvaða leiðir eru færar til að koma til móts við óskir fimleikadeildarinnar um bætta aðstöðu til iðkunar íþróttarinnar. Ráðgjöfum bæjarins hefur þegar verið falið að hefja vinnu við mótun tillagna um mögulega stækkun og breytingar á íþróttamiðstöðinni innan núverandi lóðamarka.
Lesa meira

Tvö fyrirtæki, Klasi hf. og Þyrping hf., hafa sent erindi til Seltjarnarnesbæjar þar sem viðraðar eru hugmyndir um landfyllingar við Seltjarnarnes. Klasi hf. sendi í sumar erindi til bæjarins um landfyllingu við sunnanvert Seltjarnarnes.
Lesa meira

Í september hleypti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, formlega af stokkunum landsverkefninu „Verndum Þau“ á kynningarfundi í félagsmiðstöðinni Selinu á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Endurnýjun og stækkun á húsnæði beggja grunnskólabygginga Seltjarnarnesbæjar hafa nú staðið yfir um nokkurra ára skeið. Vel miðar með framkvæmdirnar og í sumar náðist sá áfangi að endurbótum á Valhúsaskóla er lokið og stefnt er að því að ljúka við Mýrarhúsaskóla á næsta ári. Með því líkur hátt í 400 milljón króna endurbótaátaki á grunnskólum bæjarins.
Lesa meira

Hið árlega golfmót bæjarstjórnar Seltjarnarness og stjórnar Golfklúbbs Ness fór fram á dögunum. Að venju var hart barist og mátti oft sjá margar kylfur á lofti þegar torfur, tí - og á stundum kúlur - svifu í glæstum bogum um golfvöllinn á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Sífellt fjölgar notendum heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is. Samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus hafa að meðaltali 1.500 manns lesið um 16.000 blaðsíður á síðunni í viku hverri undanfarið ár. Mest hafa rúmlega 2.000 manns heimsótt síðuna á viku og mest hefur verið flett ríflega 23.000 síðum á viku.
Lesa meira

Eldri borgarar fóru í dagsferð í sumar um söguslóðir Egilssögu í Borgarfirði og Mýrum. Sýningin í Pakkhúsinu var heimsótt og ekinn ferðahringur um Egilsslóð.
Lesa meira
Glæsileg handavinnusýning félagsstarfs eldri borgara var haldinn fimmtudaginn 6. júní s.l. Að venju var mikið af fallegu handverki, s.s. glerlist, leirlist, prjónlist og bókband ásamt skartgripagerð úr perlum og swarovski kristal. Á annað hundrað gestir skoðuðu sýninguna.
Lesa meira

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum, breytast 1. september. Frá deginum í dag til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20 en 13 – 16 ára börn mega vera úti til kl. 22.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista