Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Krakkar úr kvikmyndaklubbi Selsins sigursæl í myndbandakeppni Vinnueftirlits ríkisins - 31.10.2006

Hluti af kvikmyndaklúbb Selsins, þau Þórunn Guðjónsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Sunna María Helgadóttir, Anna Bergljót Gunnarsdóttir og Ingólfur Arason unnu til 1. verðlauna í myndbandasamkeppni Vinnueftirlits Ríkisins. Lesa meira

Brúðuleikhúsið Pétur og úlfurinn - 31.10.2006

Pétur og úlfurinn. 1 Pétur og úlfurinn. 2Pétur og úlfurinn. 3Brúðuleikhúsið Pétur og úlfurinn var sýnt í tilefni 10 ára afmælis leikskólans miðvikudaginn 25. nóvember. Sýningin er afmælisgjöf Seltjarnarnesbæja til Mánabrekku. Sýningin var einstaklega falleg og vel gerð.

Myndlistarsýning - 31.10.2006

VindharpaÍ tilefni 25. ára afmælis Sólbrekku sem var 1. október og 10 ára afmælis Mánabrekku 1. nóvember stendur yfir myndlistarsýning á verkum leiskólabarna frá 16. október - 6. nóvember í ýmsum fyrirtæknum og stofnunum bæjarins.

Ferð starfsfólks Grunnskóla Seltjarnarness - 30.10.2006

Ferð starfsfólks Grunnskóla Seltjarnarness til Danmerkur 10.—14. júní 2006 Lesa meira

Samstarfsverkefni Seltjarnarneskirkju og bæjarfélagsins í undirbúningi - 25.10.2006

SeltjarnarneskirkjaSeltjarnarneskirkja er með í undirbúningi verkefni er nefnist „Kærleikur í verki“ en Seltjarnarnesbær mun styðja við verkefnið fjárhagslega. Ætlunin er að fá unga sjálfboðaliða til að heimsækja eldri borgara á Seltjarnarnesi og á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Lesa meira

Meiri stærðfræði fyrir grunnskólabörn á Seltjarnarnesi - 17.10.2006

Grunnskólabörn í stærðfræðiÍ haust var kennslustundum í stærðfræði í yngri deildum Grunnskóla Seltjarnarness fjölgað frá því sem áður hefur verið. Um er að ræða viðbótarstundir sem bætast ofan á viðmiðunarstundarskrá og lengja þar með skóladag nemenda. Lesa meira

Leikskólinn Sólbrekka 25 ára. - 4.10.2006

Sólborg 25 ára - Kórónuskrýdd leikskólabörnÞann 1. október sl. átti leikskólinn Sólbrekka 25 ára afmæli. Mikið var um dýrðir í skólanum í tilefni afmælisins. Foreldrar borðuðu morgunmat með börnum sínum í skólanum og fleiri gestir bættust í hópinn þegar leið á morguninn. Lesa meira

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi - 4.10.2006

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Vesturhverfis skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Lesa meira

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi - 1.10.2006

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: