Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi - 22.12.2006

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Skerjabrautar 1-3 skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Lesa meira

ÍAV greiðir fyrir byggingarrétt á Hrólfsskálamel - 19.12.2006

Íslenskir aðalverktakar hf.hafa gengið frá kaupum á byggingarréttinum á Hrólfsskálamel af Seltjarnarnesbæ. Greiðslan sem byggir á samningi aðila frá því í apríl síðast liðnum nemur tæpum 1.300 milljónum króna. Lesa meira

Seltjarnarnesbær best rekinn - 13.12.2006

Jónmundur GuðmarssonGrant Thornton endurskoðun ehf hefur skilað af sér greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005. Sem fyrr þykir fjármálastjórn og fjárhagsstaða bæjarins með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga á landinu. Peningaleg staða er sterk og með því besta sem gerist á meðal sveitarfélaga. Lesa meira

Börn styðja börn - 13.12.2006

mynd2Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í gær 12.12.06 á blaðamannafundi í Mýrarhúsaskóla frá verkefninu “börn styðja börn”. Verkefnið felst í því að sérhvert grunnskólabarn á Íslandi styrkir eitt grunnskólabarn í Úganda og Malaví í Afríku um eina skólamáltíð alla skóladaga ársins. Lesa meira

Neshringurinn nánast skreyttur - 12.12.2006

Jólaskreytingar 2006Seltjarnarnesbær er óðum að taka á sig jólalegan blæ enda styttist ört í jólin. Skreytingum á vegum bæjarfélagsins var að venju komið upp í endaðan nóvember og var að þessu sinni enn aukið við skreytingarnar. Lesa meira

Grænfáninn dreginn að húni á Seltjarnarnesi í annað sinn - 8.12.2006

Grænfáni dregin að hún við MánabrekkuLeikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi fékk þann 1. desember afhentan Grænfánann í annað sinn vegna öflugs starfs í þágu umhverfisverndar og umhverfismenntar. Grænfáninn er afhentur til tveggja ára í senn en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Lesa meira

Selkórinn til Vínar - 6.12.2006

Selkórinn í VínSelkórinn dvaldi í Austurríki fimmtudaginn 30. nóvember til 4. desember og hélt tvenna tónleika í Vín. Föstudaginn 1. desember tók kórinn þátt í aðventuhátíð í Ráðhúsi Vínarborgar og sunnudaginn 3. desember hélt kórinn tónleika í Péturskirkjunni sem er í hjarta borgarinnar. Lesa meira

Verkefnisstjórn um hjúkrunarheimili skipuð - 5.12.2006

Undirbúningur undir framkvæmdir við hjúkrunarheimilið á Lýsislóð er í fullum gangi. Í tengslum við hönnun og uppbyggingu hjúkrunarheimilisins óskaði heilbrigðis- og tryggingarráðuneytið á dögunum eftir tilnefningum Seltjarnarnesbæjar í sérstaka verkefnisstjórn sem mun hafa yfirumsjón með framgangi verksins fyrir hönd samstarfsaðilana þriggja, Lesa meira

Bæjarstjóri Seltjarnarness í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga - 4.12.2006

Á aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í október síðastliðinn var Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, kjörinn í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga (LS). Lesa meira

Styttist í að hiti komist á gervigrasvöllinn við Suðurströnd - 1.12.2006

GervigrasvöllurÞessa dagana stendur yfir frágangur á hitalögn gervigrasvallarins. Framkvæmdum vegna lagnarinnar er að mestu lokið utan að eftir er að afgreiða sérpantaða forhitara sem koma erlendis frá. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: