Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Eingreiðsla að fjárhæð 30.000 kr til starfsmanna bæjarins - 21.12.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti á fundi sínum 19. des. sl. ákvörðun fjárhags- og launanefndar bæjarins um að greiða öllum starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar eingreiðslu að fjárhæð 30.000 kr. miðað við 100% starf. Greiðslan verður lögð inn á reikning starfsmanna fyrir jólahátíð.

Lesa meira

Greiðslur vegna frístundakorta hefjast í byrjun árs - 17.12.2007

Sýning á EiðistorgiÖllum börnum og ungmennum á aldrinum 6-18 ára á Seltjarnarnesi hefur frá og með haustinu staðið til boða 25 þúsund króna tómstundastyrkur til niðurgreiðslu á gjöldum í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Lesa meira

Kveikt á jólatrénu við Suðurströnd - 5.12.2007

Jólagréið við SuðurströndÍ morgun var kveikt á jólatréinu við Suðurströnd. Börn úr leikskólum bæjarins fjölmenntu við athöfnina og sungu af hjartans list nokkur jólalög. Lesa meira

Jólin nálgast - gott er að gefa! - 4.12.2007

Leikskólabörn afhenda teppiStarfsfólk, foreldrar og börn í leikskólum Seltjarnarness stóðu fyrir söfnun á værðarvoðum/teppum (ullar- og flísteppum) handa fjölskyldum í Malaví. Söfnunin stóð í eina viku frá 26. – 30. nóvember og safnaðist mikið magn af værðarvoðum. Lesa meira

Útsvar á Seltjarnarnesi lækkar um 2% á næsta ári - 29.11.2007

Álagningarstuðull útsvars á Seltjarnarnesi lækkar úr 12,35% í 12,10% fyrsta janúar næstkomandi samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, en fjárhagsáætlun ársins 2008 var afgreidd á fundi hennar í gær. Lesa meira

Gott gengi liðs Selsins í Legó hönnunarkeppninni - 28.11.2007

Haukur Óskar Þorgeirsson, Björn Orri Sæmundsson og Arnar Steinn ÞorsteinssonLegó hönnunarkeppnin, "First Lego League" var haldin laugardaginn 10. nóvember í Öskju, húsi Háskóla Íslands og sigraði lið Selsins þrautakeppnina með miklum glæsibrag. Lesa meira

Kynning á breytingum skólalóðar - 28.11.2007

Landslagsarkitektarnir Margrét Backman og Þráinn Hauksson komu í skólann í gær til að kynna fyrstu tillögur að breyttri skólalóð Grunnskóla Seltjarnarness. Í fyrsta áfanga verður unnið að breytingum á skólalóð Mýrarhúsaskóla. Lesa meira

Mikil ánægja með leikskóla Seltjarnarnesbæjar - 27.11.2007

Börn í SóbrekkuRafræn foreldrakönnun, sem gerð var í leikskólum Seltjarnarnesbæjar nýlega skilaði mjög ánægjulegum niðurstöðum. Þátttaka í könnuninni var mjög góð og var það nær samdóma álit foreldra að börnunum líði mjög vel í leikskólunum. Lesa meira

Hugmyndaþing um skipulag Gróttu, Suðurnes og Vestursvæða - 20.11.2007

Vestursvæði, Grótta og SuðurnesÞessa dagana er að hefjast vinna við heildarskipulag svæðisins vestan núverandi byggðar á Seltjarnarnesi, sem meðal annars nær yfir Gróttu, Suðurnes og Vestursvæða.

Lesa meira

Mánabrekka verður heimaskóli Kennaraskóla Íslands - 20.11.2007

Heimaskóli 2Fimmtudaginn 8. nóvember var undirritaður samningur til þriggja ára milli Kennaraháskóla Íslands og Mánabrekku. Samningurinn felur m.a í sér að leikskólinn Mánabrekka veitir allt að tveimur nemum í B.Ed. Lesa meira

Allir Seltirningar fá aðgang að NemaNeti - 19.11.2007

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Sigrún Edda JónsdóttirÁ Bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 16. nóvember undirrituðu Námsstofan og Seltjarnarnesbær samkomulag um framhald og útvíkkun á tilraunaverkefni um heimanámskerfið NemaNet. Lesa meira

Fríar heimatengingar fyrir kennara á Seltjarnarnesi - 16.11.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að starfsfólki er sinnir kennslu í skólastofnunum Seltjarnarness, það er kennurum og ófaglærðu starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla standi til boða háhraða nettenging til tölvuvinnu heima fyrir, þeim að kostnaðarlausu. Lesa meira

Fræðslufundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness - 9.11.2007

Ingólfur V. GíslasonJafnréttisnefnd Seltjarnarness hélt fræðslufund um jafnréttismál fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar þann 7. nóvember. Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu flutti erindi sem nefnist: „Ég gerði honum ljóst að ég væri ekki ánægð - þróun kynjasamskipta á Íslandi.” Lesa meira

Leikskólar Seltjarnarness fullmannaðir - 8.11.2007

Born að leikVel hefur gengið að manna leikskóla Seltjarnarness í haust en bæjaryfirvöld tóku höndum saman við stjórnendur skóla í bænum til að koma í veg fyrir að mannekla yrði í skólum sökum þess atvinnuástands sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu. Lesa meira

Íþróttahátíð leikskólabarnanna - 2.11.2007

Íþróttahátíð leikskólabarna 2007Hin árlega íþróttahátíð leikskólabarnanna var haldin í Íþróttahúsi Seltjarnarness föstudaginn 2. nóvember. Börnin í Mánabrekku og Sólbrekku nutu sín vel í hinum ýmsu tækjum sem finnast í íþróttasalnum .Þau klifruðu í rimlum, stukku yfir hestinn, hoppuðu á trambolini og flugu ofan í fimleikagryfjuna. Lesa meira

Seltjarnarnesbær verður stærsti heiti reitur í heimi - 30.10.2007

Jónmundur Guðmarsson og Björn VíglundssonSeltjarnarnes verður allt gert að einum risastórum heitum reit (HotSpot), samkvæmt samkomulagi sem Vodafone og bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi kynntu í Golfskála Seltjarnarness í dag. Lesa meira

Til stuðnings rannsóknum á brjóstakrabbameini - 26.10.2007

Konur úr félagsstarf aldraðraHeiðurskonur sem sækja handverks- vinnustofuna á Skólabraut mættu allar í einhverju bleiku til stuðnings rannsóknum á brjóstakrabbameini. Lesa meira

Deiliskipulag íþrótta- og skólasvæðis samþykkt - 17.10.2007

Íþróttavöllur - teikningBreyting á deiliskipulagi fyrir íþrótta- og skólasvæði var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar á dögunum. Breytingartillagan hefur farið í gegnum lögformlegt ferli sem grundvallast á skipulags- og byggingarlögum og hefur verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Lesa meira

Rekstur bæjarins í traustum skorðum - 15.10.2007

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2007 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar nýlega. Niðurstöður endurskoðaðar fjárhagsáætlunar bera með sér að fjárhagsstjórn bæjarsjóðs er í traustum skorðum. Lesa meira

Skólalóð Grunnskóla Seltjarnarness stækkar - 11.10.2007

Skólalóð Grunnskóla SeltjarnarnessStór hluti fasteignarinnar að Skólabraut 1 hefur verið í eigu Seltjarnarnesbæjar um nokkurt skeið. Nýverið gekk bærinn hins vegar frá samningum um kaup á öllu húsnæðinu. Með kaupunum skapast svigrúm til að stækka enn frekar skólalóð Grunnskóla Seltjarnarness. Lesa meira

Bættur hagur foreldra á Seltjarnarnesi - 4.10.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt viðamiklar breytingar á styrkjum, eða svokölluðum heimgreiðslum, til foreldra barna sem ekki hafa náð leikskólaaldri. Samkvæmt samþykktinni, er tekur gildi um áramót, mun bærinn greiða foreldrum styrk frá því foreldraorlofi lýkur. Heimgreiðslurnar eru skattfrjálsar samkvæmt lagabreytingum frá sl. áramótum. Lesa meira

Grunnskóli Seltjarnarness leiðir verkefnið "Göngum í skólann" - 3.10.2007

Börn að leik við MýrarhúsaskólaAlþjóðlega verkefnið „Göngum í skólann“ var kynnt á dögunum en Grunnskóli Seltjarnaness leiðir verkefnið fyrir hönd Íslands sem tekur þátt í fyrsta sinn. Markmiði með verkefninu er að hvetja börn til aukinnar hreyfingar og auka færni þeirra í að ganga öruggustu leiðina í skólann. Lesa meira

Lækningaminjasafn Íslands rís á Seltjarnarnesi - 27.9.2007

Við undirrtun samnings um Lækningaminjasafn ÍslandsBæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, menntamálaráðherra, Anna Guðný Ásgeirsdóttir fjármálastjóri Þjóðminjasafns Íslands fyrir hönd Þjóðminjavarðar og formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur hafa undritað samning um byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands og aðra menningartengda starfsemi. Lesa meira

Umferðareftirlit Slysavarnadeildar kvenna á Seltjarnarnesi og dreifing endurskinsmerkja til barna í Grunnskóla Seltjarnarness - 21.9.2007

Fimmtudaginn 20. september fylgdust félagskonur í Slysavarnadeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi með umferð í kringum Mýrarhúsaskóla. Voru þær staðsettar á þeim stöðum sem foreldrar koma akandi með börnin sín og bentu á það sem betur mætti fara. Lesa meira

Ársskýrsla Seltjarnarness 2006 gefur til kynna traustan hag og bjarta framtíð - 19.9.2007

Ársskýrsla Seltjarnarness fyrir árið 2006 er komin út og hefur henni verið dreift á hvert heimili líkt og undanfarin ár. Lesa meira

Óskað eftir svörum frá heilbrigðisráðuneytinu - 18.9.2007

Hér á hjúkrunarheimili að rísaFramkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóðinni á horni Grandavegar og Eiðisgranda eiga samkvæmt samningi að hefjast í byrjun næsta árs. Í maí 2006 var undirritað, að frumkvæði Seltjarnarnesbæjar, þríhliða samkomulag við Reykjavíkurborg og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um byggingu á hjúkrunarheimili á Lýsislóðinni. Lesa meira

Nemendur Mýrarhúsaskóla í Gróttu - 13.9.2007

6D í GróttuFjölmargir nemendur og kennarar í Mýrarhúsaskóla hafa heimsótt Gróttu á undanförnum dögum. Nemendur hafa fundið sitthvað skemmtilegt og spennandi í fjörunni svo sem krabba, öðuskeljar, hörpudiska og mikið af kuðungum. Lesa meira

Leiðakort til að tryggja öryggi grunnskólabarna á leið til skóla - 12.9.2007

Vegna mikilla framkvæmda á Hrólfsskálamel um þessar mundir hefur nokkur umferð skapast í kringum framkvæmdasvæðið þegar foreldrar aka börnum sínum í skólann. Lesa meira

Heitur matur fyrir öll skólabörn á Seltjarnarnesi - 7.9.2007

Mötuneyti MýrarhúsaskólaUndanfarin ár hafa heitar skólamáltíðir verið í boði fyrir yngri nemendur Grunnskóla Seltjarnarness en frá og með haustinu stendur öllum skólabörnum til boða að kaupa heitan hádegisverð. Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar Umhverfisnefndar Seltjarnarness 2007 - 6.9.2007

Umhverfisviðurkenning - Hofgarðar 17

Nýverið afhenti Umhverfisnefnd Seltjarnarness umhverfisviðurkenningar ársins 2007 við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness.

Lesa meira

Gagngerum endurbótum á húsnæði Grunnskóla Seltjarnarness fer senn að ljúka - 4.9.2007

Börn að leik við MýrarhúsaskólaÞessa dagana er verið að ljúka lokaáfanga á endurbótum húsnæðis Grunnskóla Seltjarnarness þ.e. húsi Mýrarhúsaskóla. Um er að ræða umfangsmesta hluta verksins sem nær yfir kjallara hússins. Lesa meira

Byggingarframkvæmdir á Hrólfsskálamel ganga vel og margar íbúðir seldar - 29.8.2007

hrolfsk01Íslenskir aðalverktakar hyggjast reisa þrjú fjölbýlishús á Hrólfsskálamel sem munu telja um 80 íbúðir alls. Byggingaframkvæmdirnar ganga vel og er fyrsta húsið af þremur með 26 íbúðum á áætlun. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla næsta haust. Lesa meira

25.000 krónur til tómstundaiðkunar - 28.8.2007

Bæjarstjórn hefur samþykkt tómstundastyrki til barna og ungmenna sem búa Seltjarnarnesi og standa þeir til boða frá og með komandi hausti. Styrkirnir eru ætlaðir 6-18 ára börnum og ungmennum og eru hugsaðir sem hvati til að stunda skipulagt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf.

Lesa meira

Grunnskóli Seltjarnarness settur í gær - 22.8.2007

UmferðarskiltiGrunnskóli Seltjarnarness var settur í gær, 21. ágúst, og hefst kennsla samkvæmt stundarskrá í dag. Vel hefur gengið með ráðningar starfsfólks að venju þó enn vanti herslumuninn upp á að skólinn teljist fullmannaður. Lesa meira

Framkvæmdir á vegum bæjarins í sumar - 10.8.2007

GangstéttaviðgerðirSumarið hefur nýst vel til framkvæmda. Unnið hefur verið að endurnýjun gangstétta og götulýsinga á Sæbraut, Selbraut, Sólbraut og Skerjabraut. Einnig að viðhaldi stétta víðar í bænum. Lesa meira

Seltjarnarnesbær býður framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008 - 8.8.2007

Merki StrætóSeltjarnarnesbær hefur ákveðið að taka þátt í bættum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágrannasveitarfélögum og Strætó Bs. með því að bjóða framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008. Lesa meira

Mæja spæja kynnt á Bókasafni Seltjarnarness - 30.7.2007

Maja Spæja í Bókasafni SeltjarnarnessMiðvikudaginn 25. júlí var útvarpsleikritið Mæja Spæja kynnt á Bókasafni Seltjarnarness. Um 25 börn komu og hlustuðu á tvo fyrstu þættina af svakamálaleikritinu "Mæja Spæja" eftir Herdísi Egilsdóttur. Lesa meira

Vinnuskólinn að störfum - 20.7.2007

Vinnuskólinn 2007Vinnuskóli Seltjarnarnes hefur nú verið starfræktur frá því í um miðjan júní. Helstu verkefni vinnuskólans er að fegra og snyrta bæinn sem hefur gengið vel enda hressir og dugmiklir unglingar að verki. Lesa meira

Sumarferðarlag eldri borgara í Þórsmörk - 13.7.2007

Sumarferðarlag eldri borgara í ÞórsmörkÍ gær, 12. júlí fóru 40 eldri borgarar á Seltjarnarnesi í sumarferðalag í Þórsmörk. Áð var í Langadal og borðað nesti við skálann. Lesa meira

Jónsmessuganga Seltjarnarness 2007 - 11.7.2007

Um tvo hundruð manns mættu í Jónsmessugöngu Seltjarnarness 2007 að sögn Unnar Pálsdóttur fulltrúa menningarnefndar sem leiddi gönguna ásamt Þorvaldi Friðrikssyni fornleifafræðingi. Lesa meira

Sól og sumar - 29.6.2007

sol og sumarBörnin gátu verið léttklædd úti þennan daginn og fannst ekki leiðinlegt að hlaupa undir vatnsbununa.
Sjá myndir

Grunnskóli Seltjarnarness leiðtogaskóli í umferðarfræðslu á höfuðborgarsvæðinu - 28.6.2007

Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness og Karl Ragnars forstjóri Umferðarstofu, undirrituðu samstarfssamning í dag að viðstöddum Kristjáni Möller samgönguráðherra Lesa meira

Leikskólastjórar og starfsmenn skólaskrifstofu Kópavogs í heimsókn - 22.6.2007

Leikskólastjórar og sarfsmenn skólaskrifstofu KópavogsMiðvikudaginn 20. júní sl. heimsóttu leikskólastjórar og starfsmenn skólaskrifstofu Kópavogs Seltjarnarnesbæ. Hópurinn heimsótti leikskólana Mánabrekku og Sólbrekku og fræddist um leikskólastarfið á Seltjarnarnesi. Lesa meira

Hátíð í bæ á 17. júní - 20.6.2007

17 júní - Pálína Magnúsdóttir17. júní hátíðarhöldin á Seltjarnarnesi fóru fram með hefðbundnu sniði. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram. Fjölmennt var í skrúðgöngunni enda veðrið milt og gott. Lesa meira

Jafnréttisnefnd fær merki - 19.6.2007

Aron Freyr Lárusson, Anna Kristín Jendóttir og Kristjana SoëgaSkemmtilegt samstarfsverkefni hefur verið í gangi milli Jafnréttisnefndar Seltjarnarness og Valhúsaskóla. Nemendum í 9. og 10. bekk gafst kostur á að búa til logo eða merki fyrir jafnréttisnefndina.

Lesa meira

Selkórinn og Seltjarnarnesbær undirrita samstarfssamning - 18.6.2007

Ólóna Thoroddsen og Jónmundur GuðmarssonFyrr í dag undirrituðu Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Ólína Thoroddsen formaður Selkórsins samstarfssamning til þriggja ára. Selkórinn er liður í öflugu tónlistarlífi Seltjarnarness og er samningurinn ætlaður til efla kórastarfið enn frekar. Lesa meira

Vorhátíð í Mýrarhúsaskóla - 15.6.2007

Vorhátíð í MýrarhúsaskólaFimmtudaginn þann 7.júní síðastliðinn var vorhátíð í Mýrarhúsaskóla. Hátíðin var einstaklega vel heppnuð. Vorhátíðin er haldin í samstarfi foreldra og starfsfólks skólans og fer fram árlega í skólalok. Lesa meira

Handgerðar brúður eftir Rúnu Gísladóttur til sýnis - 15.6.2007

Rúna GísladóttirMikil aðsókn var á brúðusýningu Rúnu Gísladóttur myndlistarkonu sem haldin var á Menningarhátíð 2005. Nú hefur Rúna ákveðið að endurtaka leikinn í tilefni Menningarhátíðar sem haldin var helgina 11.-12. júni sl. Lesa meira

Bókaormar í leikskóla - 14.6.2007

Bókaormur í leikskólaMánudaginn 11. júní sl. var leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku afhentir handprjónaðir bókaormarnir Sól og Máni en þá prjónuðu konurnar í félagsstarfi aldraðra. Vakti gjöfin mikla lukku. Lesa meira

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi - 13.6.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða skv. 1.mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Lesa meira

Mikil aðsókn að handverksýningu eldri bæjarbúa - 13.6.2007

Handverksýning 2007Handverksýning eldri bæjarbúa var haldin í Bókasafni Seltjarnarness 5. til 9. júní sl. Mikil aðsókn var á sýninguna og vakti handverkið mikla athygli. Lesa meira

Sumarhátið Leikskólanna - 13.6.2007

sumarhatid2Hin árlega sumarhátíð leikskólanna var 13. júní. Farið var í skrúðgöngu frá leikskólanum í fylgd lögreglu við undirleik lúðrasveitar. Í Bakkavör var búið að setja upp stöðvar þar sem börnin fóru í reiptog, klemmuleik, pokahlaup, fallhlíf og fleira. Að síðustu fengu allir svalandi drykk og sungu saman. Alltaf mjög gaman á þessum degi. Myndir frá hverri deild er að finna inni á myndasíðunni.

Menningarhátíð Seltjarnarness lauk með pompi og prakt - 11.6.2007

Danssýning á EiðistorgiMenningarhátíð Seltjarnarness 2007 lauk í Félagsheimili Seltjarnarness á sunndagskvöldi með tónleikum Valgeirs Guðjónssonar og Jóns Ólafssonar sem skipa fámennasta sextett landsins. Tónleikarnir voru vel sóttir. Tónlistarmennirnir kitluðu jafnan hláturtaugar áhorfenda og var stemmningin hin besta. Lesa meira

Menningarhátíð hefst í dag - 8.6.2007

Menningarhátíð Seltjarnarness verður sett kl. 15:00 á Bókasafni Seltjarnarness. Hátíðin er sú viðamesta hingað til og er yfirskrift hennar Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarlífið mun blómstra á Nesinu um helgina og má benda á fjörtónleika á laugardag Jazzklúbburinn Neskaffiog popplög í VG dúr á sunnudag. Jazzklúbburinn Neskaffi mun endurtaka leikinn frá síðustu menningarhátíð en þá skapaðist gríðarleg stemning í félagsheimilinu og miðað við dagskránna nú má reikna með frábæru kvöldi. Lesa meira

Dagskrá Menningarhátíðar kynnt - 7.6.2007

Sólveig Pálsdóttir og Jónmundur GuðmarssonJónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, og Sólveig Pálsdóttir, formaður menningarnefndar, kynntu í gær dagskrá þriðju menningarhátíðar Seltjarnarness sem hefst á föstudaginn. Hátíðin verður með glæsilegasta móti að þessu sinni en yfirskrift hátíðarinnar er Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Lesa meira

Fjölmenni við opnun handverkssýningar - 6.6.2007

Frá handverkssýningu eldri borgaraMikið fjölmenni var við opnun sýningar á handverki eldri borgara í Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin er einkar glæsileg og kennir þar ýmissa grasa. Af sýningunni má ráða að fjölbreytt og öflugt tómstundastarf fer fram hjá eldri borgurum á Seltjarnarnesi. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins fram að sunnudegi. Lesa meira

Handverkssýning eldri borgara opnar í dag - 5.6.2007

Handverk eldri borgaraHandverkssýning eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi verður opnuð í dag, þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00 í Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin verður opin á Menningarhátíð til 9 júní á opnunartíma bókasafnsins. Lesa meira

Spennandi tillaga um aðstöðu við gervigrasvöll - 1.6.2007

Stúka við gervigrasvöll SeltirningaBæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 24. apríl tillögur íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um byggingu áhorfendastúku og félags- og búningaaðstöðu við hinn glæsilega gervigrasvöll Seltirninga. Lesa meira

Ný erindisbréf fastanefnda - 31.5.2007

Bæjarstjórn samþykkti nýlega drög að uppfærðum erindisbréfum eftirfarandi fastanefnda Seltjarnarness; jafnréttisnefndar, íþrótta- og tómstundaráðs, menningarnefndar, fjárhags- og launanefndar, félagsmálasviðs, skipulags- og mannvirkjanefndar, skólanefndar og umhverfisnefndar. Lesa meira

Nýjar stéttar og lýsing í allar götur bæjarins - 30.5.2007

SuðurströndFyrsti áfangi af fjórum í gagngerum endurbótum á gangstéttum og götum bæjarins hefur verið boðinn út. Gengið hefur verið til samninga við verktakafyrirtækið Brotaberg um 1. áfanga verksins. Fyrir liggur nákvæm úttekt ráðgjafa bæjarins á ástandi allra gatna í bænum sem verður til grundvallar endurbótunum sem standa munu næstu fjögur árin. Lesa meira

Fyrsta ljósleiðaravædda sveitarfélag í heimi - 25.5.2007

Jónmundur Guðmarsson og Birgir Rafn Þráinsson

Flest hús Seltjarnarness hafa verið tengd við ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur og geta íbúar þess nú nýtt sér þá fjölbreyttu þjónustu sem í boði er á netinu.

Lesa meira

Endurbætur á afgreiðslu bæjarskrifstofu - 22.5.2007

Afgreiðsla bæjarskrifstofu SeltjarnarnessAfgreiðsla bæjarskrifstofu hefur verið tekin til gagngerrar endurnýjunar. Lokið er við að bæta aðstöðu fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt hannaði breytingarnar sem hafa tekist einstaklega vel Lesa meira

Breytingar á gjaldskrá og reglum Skólaskjóls - 21.5.2007

Börn úr MýrarhúsaskólaSkólanefnd hefur samþykkt breytingar á reglum um Skólaskjól Grunnskóla Seltjarnarness. Skólaskjólið er dagvist fyrir nemendur í yngstu bekkjum eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og greiða foreldrar fyrir dvölina þar. Lesa meira

Íþróttafélagið Grótta hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007 - 18.5.2007

Guðmundur Árnason og Bjarni Torfi ÁlfþórssonÍþróttafélagið Grótta hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007 fyrir samræmingu skóladags og æfingatíma í samvinnu við bæjaryfirvöld, grunnskóla og tónlistarskóla Seltjarnarness. Lesa meira

Nýir aðstoðarskólastjórar ráðnir til starfa - 16.5.2007

Gengið hefur verið frá ráðningu nýrra aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness en núverandi aðstoðarskólastjórar, þeir Gísli Ellerup og Marteinn M. Jóhannsson, láta af störfum í vor eftir áratuga farsælt starf. Nýir aðstoðarskólastjórar verða þau Baldur Pálsson og Ólína Thoroddsen sem metin voru hæfust umsækjenda af ráðningarþjónustu Capacent. Lesa meira

Skattar lækka á Seltjarnarnesi - 14.5.2007

Skattar lækka á Seltjarnarnesi í kjölfar samhljóða samþykktar bæjarstjórnar á tillögu fulltrúa meirihlutans á fundi þann 9. maí s.l. Samkvæmt tillögunni verður álagningarstuðull fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði árið 2008 lækkaður úr 0,24% í 0,20%. Lesa meira

Menningar- og fræðslufulltrúi ráðinn - 10.5.2007

Ellen Calmon hefur verið ráðin sem fræðslu- og menningarfulltrúi Seltjarnarness og hóf hún störf í apríl. Ellen er menntaður grunnskólakennari og hefur hafið MPA nám í Háskóla Íslands. Lesa meira

Vinsælt að vera aðstoðarskólastjóri á Seltjarnarnesi - 9.5.2007

Merki MýrarhúsaskólaMerki ValhúsaskólaSkólaskrifstofa Seltjarnarness hefur auglýst tvær stöður aðstoðarskólastjóra lausar. Gísli Ellerup og Marteinn Jóhannsson eru að láta af störfum í vor fyrir aldurssakir. Lesa meira

Ársreikningur Seltjarnarness fyrir 2006 samþykktur - 8.5.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti ársreikning bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2006 á fundi sínum hinn 25. apríl síðast liðinn. Samkvæmt ársreikningnum er afkoma og rekstur bæjarsjóðs árið 2006 sú besta sögu bæjarfélagsins en Seltjarnarnes býr nú við meiri fjárhagslegan styrk en flest sveitarfélög landsins. Lesa meira

Blómstrandi vor - 7.5.2007

KirsuberjatréOft er sagt að gróður eigi erfitt uppdráttar á Seltjarnarnesi en meðfylgjandi myndir sem teknar voru í garði í Bakkavör nú í morgun, bera vott um annað. Lesa meira

Sumar í lofti - 4.5.2007

Leikskólabörn í vettvangsferðBörn í leikskólanum Mánabrekku voru á leið niður í fjöru þegar ljósmyndari smellti mynd af þeim. Slíkar vettvangsferðir eru alltaf vinsælar hjá leikskólabörnum enda margt að að skoða og upplifa í næsta nágrenni leikskólans Lesa meira

Ánægjulegur Gróttudagur - 2.5.2007

Gróttudagur 2007Gróttudagurinn var haldinn 21. apríl og var að venju bæði ánægjulegur og fjölsóttur. Nokkur fjöldi gesta lagði leið sína út í eyjuna og naut náttúrufegurðarinnar, rannsakaði lífríkið, vitann og naut samvista við aðra gesti. Lesa meira

Flotbryggju komið fyrir í höfnina við Bakkavör. - 27.4.2007

SmábátahöfnFimmtudaginn 26. mars var flotbryggju komið fyrir smábátahöfninni við Bakkavör. Í fyrrahaust losnaði flotbryggjan í höfninni og var bryggjan í framhaldi af því tekin á land til að vinna að viðhaldi. Lesa meira

Seltjarnarnesbær þátttakandi í sérfræðivinnu á vegum UNESCO - 26.4.2007

Merki Menningarmálastofnun Semeinuðu þjóðannaMenningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) vinnur um þessar mundir að gerð staðla sem skilgreina eiga tæknifærni kennara. Markmið vinnunnar er að styðja við kennara og auka hæfni þeirra til að miðla þekkingu á tímum örrar tækniþróunar þar sem meðal annars er komin upp sú staða að nemendur þekkja betur til tækninnar en kennararnir. Lesa meira

SAMAN hópurinn fær Íslensku lýðheilsuverðlaunin - 24.4.2007

Í dag veitti Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, SAMAN hópnum Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra. Seltjarnarnesbær er aðili að SAMAN hópnum. Lesa meira

Seltjarnarnesbær semur við Vinnuvernd um þjónustu trúnaðarlæknis - 23.4.2007

Gengið hefur verið frá samningi Seltjarnarnesbæjar og Vinnuverndar um trúnaðarlæknisþjónustu. Veitt er ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni viðkomandi rekstri og varðandi fjarvistir í veikinda- og slysatilfellum. Lesa meira

Myndlistasýning í Bókasafni Seltjarnarness. - 18.4.2007

Í tilefni af 60 ára afmæli Myndlistaskólans í Reykjavík hefur verið sett upp sýningu á verkum nemenda í málun og í vatnslitamálun
við skólann í Bókasafni Seltjarnarness.
Lesa meira

Hreinsunarvika 28. apríl - 5. maí. - 17.4.2007

SeltjarnarnesÁkveðið hefur verið að útvíkka hinn árvissa hreinunardag á Seltjarnarnesi. Nú stendur átakið frá laugardeginum 28. apríl til laugardagsins 5. maí. Þessa viku leggja starfmenn áhaldahúss garðeigendum lið og fjarlægja garðaúrgang sem settu hefur verið út fyrir lóðarmörk. Lesa meira

Seltjarnarnes í fararbroddi í notkun rafrænna skilríkja - 16.4.2007

Undanfarin ár hefur fjármálaráðuneytið verið tilraunaverkefni um rafræn skilríki í gangi. Nú þegar eru slík skilríki meðal annars þegar notuð við skil á tollskýrslum, skattskýrslum endurskoðenda og við undirritun nýrra vegabréfa. Lesa meira

Skólalúðrasveitin á leið til Boston - 11.4.2007

Kári Einarsson ásmat meðlimum Lúðrasveitar SeltjarnarnessElstu meðlimir Skólalúðrasveitarinnar, svo kölluð C-sveit, hafa undanfarnar vikur verið við strangar æfingar undir stjórn Kára Einarssonar. Sveitin hefur starfað við skólann undanfarin 10 ár og komið fram við hin ýmsu tækifæri á Seltjarnarnesi og víðar Lesa meira

Verð á skólamáltíðum óbreytt síðan 2005 - 10.4.2007

Verð á skólamáltíðum í grunn- og leikskólum Seltjarnarness mun ekki taka breytingum vegna lækkunar á virðisaukaskatti en það er nú eitt hið lægsta á landinu. Verð á skólamáltíðum í Grunnskólanum hefur ekki tekið mið af þróun matvælaverðs. Lesa meira

Skemmtilegir tónleikar lúðrasveita í kirkjunni - 4.4.2007

Lúðrasveit Tónlistarskóla SeltjarnarnessA- og B-lúðrasveitir Tónlistarskóla Seltjarnarness héldu sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 24. mars síðast liðinn. Efnisskráin var fölbreytt að vanda og var gaman að sjá greinilega og mikla framför hjá báðum sveitum. Lesa meira

Mikill áhugi á stöðu menningar- og fræðslufulltrúa - 3.4.2007

Seltjarnarnesbær auglýsti í síðasta mánuði eftir menningar- og fræðslufulltrúa til starfa á fræðslu-, menningar- og þróunarsviði. Viðkomandi mun vinna að fjölbreyttum verkefnum á sviðinu sem er hið umfangsmesta hjá bænum. Lesa meira

Heimsókn frá Bretlandi - 30.3.2007

Miðvikudaginn 28. mars komu 70 breskir nemendur ásamt kennurum í heimsókn í Valhúsaskóla. Lesa meira

Seltjarnarnes fær fyrstu einkunn í Vísbendingu - 23.3.2007

Tímaritið Vísbending útnefndi í janúar „draumasveitarfélag“ Íslands. Blaðið hefur um nokkurt skeið gefið sveitarfélögum landsins einkunn samsett úr fjölmörgum þáttum svo sem útsvarshlutfalli, breytingum á íbúafjölda, afkomu sem hlutfalli af tekjum, hlutfalli skulda af tekjum og veltufjárhlutfalli. Lesa meira

Fjármál og rekstur 2007 komið út - 21.3.2007

Fjármál og rekstur - kápaÞessa dagana er verið að dreifa samantekt á forsendum og útfærslu fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir yfirstandandi ár. Þetta er í fjórða sinn sem ritið kemur út en bæklingnum er dreift inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi. Lesa meira

Tómstundastyrkir fyrir öll 6-18 ára börn á Seltjarnarnesi - 20.3.2007

Börn í fótboltaBæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt samhljóða að öll 6-18 ára börn eigi árlega rétt á tómstundarstyrk sem barnið eða forsjáraðilar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- , æskulýðs- og tómstundastarfi. Lesa meira

Lóðasamningur við ÍAV undirritaður - 19.3.2007

Karl Þráinsson, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti JónssonUndirbúningur framkvæmda á Hrólfsskálamel er á fullum skriði og var lóðasamningur milli Seltjarnanesbæjar og Íslenskra aðalverktaka undirritaður í febrúar. Lesa meira

Tónleikar á Mánabrekku - 14.3.2007

Tónlistaskólanemer spila fyrir nemendur leikskólaNemendur í Tónlistarskóla Seltjarnarness héldu á þriðjudaginn tónleika fyrir nemendur á leikskólum Seltjarnarness. Tónleikarnir voru haldnir á Mánabrekku og var komu nemendur Sólbrekku í heimsókn af því tilefni. Lesa meira

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar til 2010 - Áfram framkvæmt án skuldsetningar - 13.3.2007

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2010 var samþykkt við seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í byrjun febrúar. Minnihlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Áætlunin gerir ráð fyrir umtalsverðum framkvæmdum öll árin en jafnframt er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af bæjarsjóði Lesa meira

Fasteignagjöld lægst á Seltjarnarnesi - 8.3.2007

Fasteigna- og þjónustugjöld eru lægst á Seltjarnarnesi á höfuðborgarsvæðinu og nær helmingi lægri en á Álftanesi þar sem gjöldin eru hæst. Fasteignamat hækkaði um 20% á síðasta ári en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa fæst lækkað álagningarstuðulinn til samræmis við það Lesa meira

Leikskólagjöld lækka á Seltjarnarnesi - 6.3.2007

LeikskólabörnBæjarstjórn Seltjarnarness hefur að frumkvæði meirihlutans samþykkt umtalsverða breytingu á gjaldskrá leikskóla Seltjarnarness. Í breytingunum felst 10% lækkun á grunngjaldi, 50% hækkun systkinaafslátta auk um 30-60% hækkunar á framlögum til einkarekinna leikskóla. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. apríl næst komandi. Lesa meira

Niðurstöður könnunar á líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar - 2.3.2007

Á fundi foreldrafélags Valhúsaskóla þriðjudaginn 27. febrúar voru niðurstöður könnunar Rannsóknar og Greiningar á líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar. Álfgeir Logi Kristjánsson hjá Rannsókn og Geiningu og lektor við Háskólann í Reykjavík kynnti niðurstöður. Lesa meira

Foreldraráð og foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness opna heimasíðu - 1.3.2007

Foreldraráð og foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness vilja vekja athygli á nýrri heimasíðu svæðaráðsins á Seltjarnarnesi, www.nesforeldrar.is

Lesa meira

Bókagjöf til barna sem koma í þriggja og hálfs árs skoðun á Heilsugæslu Seltjarnarness - 28.2.2007

Börn við lesturSeltjarnarnesbær, Mosfellsbær og Reykjavík hafa í samstarfi við bókasöfn viðkomandi sveitarfélaga styrkt bókagjöf til allra barna sem koma í þriggja og hálfs árs skoðun á heilsugæslustöðvarnar. Lesa meira

Endurhönnun skólalóða Grunnskólans í farvatninu - 27.2.2007

Börn að leik við MýrarhúsaskólaÍ kjölfar samþykktar deiliskipulags skóla- og íþróttasvæða í byrjun árs hefur verið hafist handa við hönnunarvinnu vegna fyrirhugaðra breytinga á skólalóðum Grunnskólans.Grunnskólans Lesa meira

Endurbótum á húsnæði Mýrarhúsaskóla lýkur í sumar - 26.2.2007

MýrarhúsaskóliHafinn er undirbúningur við lokaáfanga endurnýjunar Mýrarhúsaskóla en verkefnið hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Í sumar verður neðsta hæðin endurnýjuð og er það viðamesti hluti endurnýjunarinnar. Lesa meira

Umfangsmikið gatnagerðarátak í bígerð - 26.2.2007

Malbikun gatnaSamkvæmt fjárhagsáætlun verður fyrsti áfangi af fjórum í gagngerum endurbótum á gangstéttum og götum bæjarins meðal helstu verkefna sumarsins. Lesa meira

Stefnt að heitum skólamáltíðum í Valhúsaskóla - 23.2.2007

ValhúsaskóliStarfshópur á vegum skólanefndar hefur undanfarið skoðað möguleika á breytingum á mötuneyti í Valhúsaskóla til að unnt verði að bjóða upp á heitar máltíðir þar líkt og í Mýrarhúsaskóla. Lesa meira

Spilakassar útlægir á Nesinu - 22.2.2007

Umfjöllun um spilakassa og spilasali í íbúahverfum hefur verið áberandi undanfarið. Ljóst er að spilafíkn verður sífellt algengari meðal yngra fólks og kvenna. Samkvæmt heimildum eru alls um 970 spilakassar starfræktir um allt land og hreinar vel á annan milljarð á ári. Lesa meira

Bæjarstjórn ósátt við tillögu stjórnar Strætó um nýja kostnaðarskiptingu - 21.2.2007

Stjórn Strætó bs. samþykkti nýlega breytingu á kostnaðarskiptingu aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins á rekstri félagsins. Bæjarstjórn Seltjarnarness er ósátt við breytinguna og telur að tillagan stangist á við ákvæði eigendasamkomulags samlagsins frá 7. maí 2001. Lesa meira

Hönnun stúku og aðstöðu við gervigrasvöll hafin - 20.2.2007

GervigrasvöllurUndirbúningur er hafinn að byggingu áhorfendastúku og aðstöðu fyrir knattspyrnumenn við gervigrasvöllinn. Ákvörðun var tekin um framkvæmdina á vordögum 2005. Verkefnið er stærsta framkvæmdaverkefni bæjarins á þessu ári og nemur áætlaður kostnaður við það um 150 milljónum króna samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Lesa meira

Fræðslu- og menningarsvið gefur út starfsáætlun - 14.2.2007

Forsíða starfsáætlunarFræðslu- og menningarsvið Seltjarnarness hefur gefið út starfsáætlun fyrir árið 2007. Starfsáætluninni er ætlað vera leiðarljós í starfssemi sviðsins og stofnana þess en áætlun ársins er hluti af langtímaáætlun sem nær til ársins 2010. Við gerð hennar er tekið mið af stefnu bæjaryfirvalda sem endurspeglast til að mynda í skólastefnu og fjölskyldustefnu er samþykktar voru á síðasta ári. Lesa meira

Afsláttur af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega hækkar um 20% - 14.2.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að hækka afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega um ríflega 20% frá og með 1. janúar 2007. Lesa meira

Fasteignagjaldareiknir á vefnum - 9.2.2007

Seltirningar geta borið útgjöld sín vegna fasteignagjalda saman við útgjöld íbúa nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að umtalsverðu munar í kostnaði fasteignaeigenda eftir búsetu. Lægst eru gjöldin á Seltjarnarnesi en hæst á Akranesi þar sem munað getur 230% svo dæmi sé tekið af 42 milljón króna eign samkvæmt fasteignamati. Lesa meira

Gjafir til Seltjarnarnesbæjar til minningar um Albert vitavörð i Gróttu - 1.2.2007

Páll Guðmundsson, Jónmundur Guðmarsson og Einar PálssonÆttingjar Alberts Þorvarðarsonar fyrrverandi vitavarðar í Gróttu komu færandi hendi til Jónmundar Guðmarssonar bæjarstjóra og gáfu Seltjarnarnesbæ ýmsa hluti sem voru í eigu Alberts s.s. riffil, tóbakshorn, netanálar, ljósmyndir og fleira. Lesa meira

Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2006 eru Lilja Jónsdóttir og Kári Steinn Karlsson - 29.1.2007

Kári Steinn Karlsson og Lilja JónsdóttirKjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 23. janúar sl. að viðstöddu fjölmenni. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS), sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi og láta íþróttafólk vita að bæjarfélagið styðji við bakið á því. Lesa meira

Börnum á Seltjarnarnesi fjölgar - 26.1.2007

Börn að leikBörnum á Seltjarnarnesi fjölgaði umtalsvert eða um 10% á síðasta ári. Þannig fluttu mun fleiri fjölskyldur með ung börn til Seltjarnarness á árinu en frá bæjarfélaginu. Þetta er ánægjuleg þróun sem kemur í kjölfar nokkurra ára samfelldrar fækkunar nemenda í skólum á Seltjarnarnesi. Lesa meira

Verkefnisstjórn um hjúkrunarheimili tekin til starfa - 24.1.2007

Sérstakur starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð kom saman til fyrsta fundar í upphafi árs. Hópnum er ætlað að vinna að frumáætlun sem lögð verður fyrir fjármálaráðuneytið auk þess að taka ákvarðanir um gerð og framgang húsnæðisins á hönnunartíma. Lesa meira

Hiti kominn á gervigrasvöll - 22.1.2007

GervigrasvöllurNú í byrjun janúar var gengið frá hitalögninni undir gervigrasvellinum og hita hleypt á kerfið. Sérpantaðir forhitarar sem beðið var eftir komu upp úr miðjum desember og var þá hægt að ljúka verkinu. Gervigrasvöllurinn er því orðinn upphitaður sem tryggir að hægt er að spila á honum í nánast hvaða veðri sem er en þess utan er upphitun nauðsynleg til að verja hann skemmdum. Lesa meira

Framkvæmdir við nýja heilsuræktarstöð að hefjast - 19.1.2007

Í kjölfar samþykktar nýs deiliskipulags skóla- og íþróttasvæðis er bygging nýrrar og glæsilegrar heilsuræktar World Class fyrir Seltirninga á beinu brautinni á grundvelli viljayfirlýsingar bæjarstjórnar Seltjarnarness og Þreks hf. Hönnun hefur staðið yfir frá því í vor og hefjast framkvæmdir núna í janúar. Lesa meira

Fyrsta skóflustunga tekin að 1.500 fm heilsuræktarstöð á Seltjarnarnesi - 18.1.2007

Við skóflustungu að heilsuræktJónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri 1.530 fm heilsuræktarstöð World Class sem staðsett verður við hlið Sundlaugar Seltjarnarness. Verklok eru áætluð í september næstkomandi en byggingarkostnaður er áætlaður um hálfur milljarður króna. Landsbankinn annast fjármögnun verksins. Lesa meira

Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæðis staðfest - 17.1.2007

Skóla- og íþróttasvæðiÍ samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum hefur bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkt deiliskipulag á Suðurströnd, skóla- og íþróttasvæði. Lesa meira

Meira í buddunni fyrir Seltirninga - 16.1.2007

SparnaðurÁrið 2007 er annað árið sem álagningarprósenta útsvars á Seltjarnarnesi er sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu eða 12,35%. Meðalútsvar á landinu helst óbreytt milli ára eða 12,97% en hámarkið er 13,03% og nýta flest sveitarfélög sér það svigrúm að fullu. Lesa meira

Jóhann Helgason er bæjarlistarmaður Seltjarnarness 2007 - 15.1.2007

Sólveig Pálsdóttir og Jóhann HelgasonJóhann Helgason var síðast liðinn laugardag útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2007. Jóhann er löngu landskunnur sem einn fremsti lagahöfundur og flytjandi landsins. Útgefin lög hans og textar eru vel yfir þrjú hundruð talsins, bæði í eigin flutningi og annarra. Lesa meira

Starfsmenn leikskóla ánægðir með Leikskólabrú FG - 12.1.2007

Sólfrið Jensen, Sólveig Halldórdóttir, Erla Skarphéðinsdóttir, Þóra Álfþórsdóttir og Beath TarasiukHaustið 2006 hófu fimm starfsmenn í leikskólum Seltjarnarness nám í Leikskólabrú við Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Skólaskrifstofur fimm sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes, gerðu samning við Fjölbrautarskólann í Garðabæ um nám til handa reyndum starfsmönnum leikskólanna. Lesa meira

Fjárhagsáætlun 2007 - Vaxtatekjur auka svigrúm til framkvæmda - 12.1.2007

Fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2007 var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness miðvikudaginn 13. desember síðast liðinn. Í henni kemur meðal annars fram að fjárhagur bæjarsjóðs er í traustum skorðum og hefur farið batnandi ár frá ári. Lesa meira

Jarðvinnu í tengslum við ljósleiðaralagningu lokið - 8.1.2007

Stuttu fyrir jól lauk jarðvinnu í tengslum við lagningu ljósleiðarans. Heimlögn er því komin að nánast öllum byggingum á Seltjarnarnesi og er nokkuð síðan tenging lagna innan húss komst á fullt skrið. Ýmsir þættir verksins eru nokkuð á eftir áætlun en í heild miðar vel. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: