Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 23. janúar sl. að viðstöddu fjölmenni. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs (ÆSÍS), sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi og láta íþróttafólk vita að bæjarfélagið styðji við bakið á því.
Lesa meira

Börnum á Seltjarnarnesi fjölgaði umtalsvert eða um 10% á síðasta ári. Þannig fluttu mun fleiri fjölskyldur með ung börn til Seltjarnarness á árinu en frá bæjarfélaginu. Þetta er ánægjuleg þróun sem kemur í kjölfar nokkurra ára samfelldrar fækkunar nemenda í skólum á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Sérstakur starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð kom saman til fyrsta fundar í upphafi árs. Hópnum er ætlað að vinna að frumáætlun sem lögð verður fyrir fjármálaráðuneytið auk þess að taka ákvarðanir um gerð og framgang húsnæðisins á hönnunartíma.
Lesa meira

Nú í byrjun janúar var gengið frá hitalögninni undir gervigrasvellinum og hita hleypt á kerfið. Sérpantaðir forhitarar sem beðið var eftir komu upp úr miðjum desember og var þá hægt að ljúka verkinu. Gervigrasvöllurinn er því orðinn upphitaður sem tryggir að hægt er að spila á honum í nánast hvaða veðri sem er en þess utan er upphitun nauðsynleg til að verja hann skemmdum.
Lesa meira
Í kjölfar samþykktar nýs deiliskipulags skóla- og íþróttasvæðis er bygging nýrrar og glæsilegrar heilsuræktar World Class fyrir Seltirninga á beinu brautinni á grundvelli viljayfirlýsingar bæjarstjórnar Seltjarnarness og Þreks hf. Hönnun hefur staðið yfir frá því í vor og hefjast framkvæmdir núna í janúar.
Lesa meira

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri 1.530 fm heilsuræktarstöð World Class sem staðsett verður við hlið Sundlaugar Seltjarnarness. Verklok eru áætluð í september næstkomandi en byggingarkostnaður er áætlaður um hálfur milljarður króna. Landsbankinn annast fjármögnun verksins.
Lesa meira

Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum hefur bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkt deiliskipulag á Suðurströnd, skóla- og íþróttasvæði.
Lesa meira

Árið 2007 er annað árið sem álagningarprósenta útsvars á Seltjarnarnesi er sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu eða 12,35%. Meðalútsvar á landinu helst óbreytt milli ára eða 12,97% en hámarkið er 13,03% og nýta flest sveitarfélög sér það svigrúm að fullu.
Lesa meira

Jóhann Helgason var síðast liðinn laugardag útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2007. Jóhann er löngu landskunnur sem einn fremsti lagahöfundur og flytjandi landsins. Útgefin lög hans og textar eru vel yfir þrjú hundruð talsins, bæði í eigin flutningi og annarra.
Lesa meira

Haustið 2006 hófu fimm starfsmenn í leikskólum Seltjarnarness nám í Leikskólabrú við Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Skólaskrifstofur fimm sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes, gerðu samning við Fjölbrautarskólann í Garðabæ um nám til handa reyndum starfsmönnum leikskólanna.
Lesa meira
Fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2007 var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness miðvikudaginn 13. desember síðast liðinn. Í henni kemur meðal annars fram að fjárhagur bæjarsjóðs er í traustum skorðum og hefur farið batnandi ár frá ári.
Lesa meira
Stuttu fyrir jól lauk jarðvinnu í tengslum við lagningu ljósleiðarans. Heimlögn er því komin að nánast öllum byggingum á Seltjarnarnesi og er nokkuð síðan tenging lagna innan húss komst á fullt skrið. Ýmsir þættir verksins eru nokkuð á eftir áætlun en í heild miðar vel.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista