Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Sól og sumar
-
29.6.2007

Börnin gátu verið léttklædd úti þennan daginn og fannst ekki leiðinlegt að hlaupa undir vatnsbununa.
Sjá myndir
Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness og Karl Ragnars forstjóri Umferðarstofu, undirrituðu samstarfssamning í dag að viðstöddum Kristjáni Möller samgönguráðherra
Lesa meira

Miðvikudaginn 20. júní sl. heimsóttu leikskólastjórar og starfsmenn skólaskrifstofu Kópavogs Seltjarnarnesbæ. Hópurinn heimsótti leikskólana Mánabrekku og Sólbrekku og fræddist um leikskólastarfið á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

17. júní hátíðarhöldin á Seltjarnarnesi fóru fram með hefðbundnu sniði. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram. Fjölmennt var í skrúðgöngunni enda veðrið milt og gott.
Lesa meira
Skemmtilegt samstarfsverkefni hefur verið í gangi milli Jafnréttisnefndar Seltjarnarness og Valhúsaskóla. Nemendum í 9. og 10. bekk gafst kostur á að búa til logo eða merki fyrir jafnréttisnefndina.
Lesa meira

Fyrr í dag undirrituðu Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Ólína Thoroddsen formaður Selkórsins samstarfssamning til þriggja ára. Selkórinn er liður í öflugu tónlistarlífi Seltjarnarness og er samningurinn ætlaður til efla kórastarfið enn frekar.
Lesa meira

Fimmtudaginn þann 7.júní síðastliðinn var vorhátíð í Mýrarhúsaskóla. Hátíðin var einstaklega vel heppnuð. Vorhátíðin er haldin í samstarfi foreldra og starfsfólks skólans og fer fram árlega í skólalok.
Lesa meira

Mikil aðsókn var á brúðusýningu Rúnu Gísladóttur myndlistarkonu sem haldin var á Menningarhátíð 2005. Nú hefur Rúna ákveðið að endurtaka leikinn í tilefni Menningarhátíðar sem haldin var helgina 11.-12. júni sl.
Lesa meira

Mánudaginn 11. júní sl. var leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku afhentir handprjónaðir bókaormarnir Sól og Máni en þá prjónuðu konurnar í félagsstarfi aldraðra. Vakti gjöfin mikla lukku.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða skv. 1.mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Lesa meira

Handverksýning eldri bæjarbúa var haldin í Bókasafni Seltjarnarness 5. til 9. júní sl. Mikil aðsókn var á sýninguna og vakti handverkið mikla athygli.
Lesa meira
Sumarhátið Leikskólanna
-
13.6.2007

Hin árlega sumarhátíð leikskólanna var 13. júní. Farið var í skrúðgöngu frá leikskólanum í fylgd lögreglu við undirleik lúðrasveitar. Í Bakkavör var búið að setja upp stöðvar þar sem börnin fóru í reiptog, klemmuleik, pokahlaup, fallhlíf og fleira. Að síðustu fengu allir svalandi drykk og sungu saman. Alltaf mjög gaman á þessum degi. Myndir frá hverri deild er að finna inni á
myndasíðunni.

Menningarhátíð Seltjarnarness 2007 lauk í Félagsheimili Seltjarnarness á sunndagskvöldi með tónleikum Valgeirs Guðjónssonar og Jóns Ólafssonar sem skipa fámennasta sextett landsins. Tónleikarnir voru vel sóttir. Tónlistarmennirnir kitluðu jafnan hláturtaugar áhorfenda og var stemmningin hin besta.
Lesa meira
Menningarhátíð Seltjarnarness verður sett kl. 15:00 á Bókasafni Seltjarnarness. Hátíðin er sú viðamesta hingað til og er yfirskrift hennar Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarlífið mun blómstra á Nesinu um helgina og má benda á fjörtónleika á laugardag

og popplög í
VG dúr á sunnudag. Jazzklúbburinn Neskaffi mun endurtaka leikinn frá síðustu menningarhátíð en þá skapaðist gríðarleg stemning í félagsheimilinu og miðað við dagskránna nú má reikna með frábæru kvöldi.
Lesa meira

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, og Sólveig Pálsdóttir, formaður menningarnefndar, kynntu í gær dagskrá þriðju menningarhátíðar Seltjarnarness sem hefst á föstudaginn. Hátíðin verður með glæsilegasta móti að þessu sinni en yfirskrift hátíðarinnar er Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð.
Lesa meira

Mikið fjölmenni var við opnun sýningar á handverki eldri borgara í Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin er einkar glæsileg og kennir þar ýmissa grasa. Af sýningunni má ráða að fjölbreytt og öflugt tómstundastarf fer fram hjá eldri borgurum á Seltjarnarnesi. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins fram að sunnudegi.
Lesa meira

Handverkssýning eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi verður opnuð í dag, þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00 í Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin verður opin á Menningarhátíð til 9 júní á opnunartíma bókasafnsins.
Lesa meira

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 24. apríl tillögur íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um byggingu áhorfendastúku og félags- og búningaaðstöðu við hinn glæsilega gervigrasvöll Seltirninga.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista