Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Íslenskir aðalverktakar hyggjast reisa þrjú fjölbýlishús á Hrólfsskálamel sem munu telja um 80 íbúðir alls. Byggingaframkvæmdirnar ganga vel og er fyrsta húsið af þremur með 26 íbúðum á áætlun. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla næsta haust.
Lesa meira
Bæjarstjórn hefur samþykkt tómstundastyrki til barna og ungmenna sem búa Seltjarnarnesi og standa þeir til boða frá og með komandi hausti. Styrkirnir eru ætlaðir 6-18 ára börnum og ungmennum og eru hugsaðir sem hvati til að stunda skipulagt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf.
Lesa meira

Grunnskóli Seltjarnarness var settur í gær, 21. ágúst, og hefst kennsla samkvæmt stundarskrá í dag. Vel hefur gengið með ráðningar starfsfólks að venju þó enn vanti herslumuninn upp á að skólinn teljist fullmannaður.
Lesa meira

Sumarið hefur nýst vel til framkvæmda. Unnið hefur verið að endurnýjun gangstétta og götulýsinga á Sæbraut, Selbraut, Sólbraut og Skerjabraut. Einnig að viðhaldi stétta víðar í bænum.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að taka þátt í bættum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágrannasveitarfélögum og Strætó Bs. með því að bjóða framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista