Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Seltjarnarnesbær verður stærsti heiti reitur í heimi - 30.10.2007

Jónmundur Guðmarsson og Björn VíglundssonSeltjarnarnes verður allt gert að einum risastórum heitum reit (HotSpot), samkvæmt samkomulagi sem Vodafone og bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi kynntu í Golfskála Seltjarnarness í dag. Lesa meira

Til stuðnings rannsóknum á brjóstakrabbameini - 26.10.2007

Konur úr félagsstarf aldraðraHeiðurskonur sem sækja handverks- vinnustofuna á Skólabraut mættu allar í einhverju bleiku til stuðnings rannsóknum á brjóstakrabbameini. Lesa meira

Deiliskipulag íþrótta- og skólasvæðis samþykkt - 17.10.2007

Íþróttavöllur - teikningBreyting á deiliskipulagi fyrir íþrótta- og skólasvæði var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar á dögunum. Breytingartillagan hefur farið í gegnum lögformlegt ferli sem grundvallast á skipulags- og byggingarlögum og hefur verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Lesa meira

Rekstur bæjarins í traustum skorðum - 15.10.2007

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2007 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar nýlega. Niðurstöður endurskoðaðar fjárhagsáætlunar bera með sér að fjárhagsstjórn bæjarsjóðs er í traustum skorðum. Lesa meira

Skólalóð Grunnskóla Seltjarnarness stækkar - 11.10.2007

Skólalóð Grunnskóla SeltjarnarnessStór hluti fasteignarinnar að Skólabraut 1 hefur verið í eigu Seltjarnarnesbæjar um nokkurt skeið. Nýverið gekk bærinn hins vegar frá samningum um kaup á öllu húsnæðinu. Með kaupunum skapast svigrúm til að stækka enn frekar skólalóð Grunnskóla Seltjarnarness. Lesa meira

Bættur hagur foreldra á Seltjarnarnesi - 4.10.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt viðamiklar breytingar á styrkjum, eða svokölluðum heimgreiðslum, til foreldra barna sem ekki hafa náð leikskólaaldri. Samkvæmt samþykktinni, er tekur gildi um áramót, mun bærinn greiða foreldrum styrk frá því foreldraorlofi lýkur. Heimgreiðslurnar eru skattfrjálsar samkvæmt lagabreytingum frá sl. áramótum. Lesa meira

Grunnskóli Seltjarnarness leiðir verkefnið "Göngum í skólann" - 3.10.2007

Börn að leik við MýrarhúsaskólaAlþjóðlega verkefnið „Göngum í skólann“ var kynnt á dögunum en Grunnskóli Seltjarnaness leiðir verkefnið fyrir hönd Íslands sem tekur þátt í fyrsta sinn. Markmiði með verkefninu er að hvetja börn til aukinnar hreyfingar og auka færni þeirra í að ganga öruggustu leiðina í skólann. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: