Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Útsvar á Seltjarnarnesi lækkar um 2% á næsta ári - 29.11.2007

Álagningarstuðull útsvars á Seltjarnarnesi lækkar úr 12,35% í 12,10% fyrsta janúar næstkomandi samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, en fjárhagsáætlun ársins 2008 var afgreidd á fundi hennar í gær. Lesa meira

Gott gengi liðs Selsins í Legó hönnunarkeppninni - 28.11.2007

Haukur Óskar Þorgeirsson, Björn Orri Sæmundsson og Arnar Steinn ÞorsteinssonLegó hönnunarkeppnin, "First Lego League" var haldin laugardaginn 10. nóvember í Öskju, húsi Háskóla Íslands og sigraði lið Selsins þrautakeppnina með miklum glæsibrag. Lesa meira

Kynning á breytingum skólalóðar - 28.11.2007

Landslagsarkitektarnir Margrét Backman og Þráinn Hauksson komu í skólann í gær til að kynna fyrstu tillögur að breyttri skólalóð Grunnskóla Seltjarnarness. Í fyrsta áfanga verður unnið að breytingum á skólalóð Mýrarhúsaskóla. Lesa meira

Mikil ánægja með leikskóla Seltjarnarnesbæjar - 27.11.2007

Börn í SóbrekkuRafræn foreldrakönnun, sem gerð var í leikskólum Seltjarnarnesbæjar nýlega skilaði mjög ánægjulegum niðurstöðum. Þátttaka í könnuninni var mjög góð og var það nær samdóma álit foreldra að börnunum líði mjög vel í leikskólunum. Lesa meira

Hugmyndaþing um skipulag Gróttu, Suðurnes og Vestursvæða - 20.11.2007

Vestursvæði, Grótta og SuðurnesÞessa dagana er að hefjast vinna við heildarskipulag svæðisins vestan núverandi byggðar á Seltjarnarnesi, sem meðal annars nær yfir Gróttu, Suðurnes og Vestursvæða.

Lesa meira

Mánabrekka verður heimaskóli Kennaraskóla Íslands - 20.11.2007

Heimaskóli 2Fimmtudaginn 8. nóvember var undirritaður samningur til þriggja ára milli Kennaraháskóla Íslands og Mánabrekku. Samningurinn felur m.a í sér að leikskólinn Mánabrekka veitir allt að tveimur nemum í B.Ed. Lesa meira

Allir Seltirningar fá aðgang að NemaNeti - 19.11.2007

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Sigrún Edda JónsdóttirÁ Bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 16. nóvember undirrituðu Námsstofan og Seltjarnarnesbær samkomulag um framhald og útvíkkun á tilraunaverkefni um heimanámskerfið NemaNet. Lesa meira

Fríar heimatengingar fyrir kennara á Seltjarnarnesi - 16.11.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að starfsfólki er sinnir kennslu í skólastofnunum Seltjarnarness, það er kennurum og ófaglærðu starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla standi til boða háhraða nettenging til tölvuvinnu heima fyrir, þeim að kostnaðarlausu. Lesa meira

Fræðslufundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness - 9.11.2007

Ingólfur V. GíslasonJafnréttisnefnd Seltjarnarness hélt fræðslufund um jafnréttismál fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar þann 7. nóvember. Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu flutti erindi sem nefnist: „Ég gerði honum ljóst að ég væri ekki ánægð - þróun kynjasamskipta á Íslandi.” Lesa meira

Leikskólar Seltjarnarness fullmannaðir - 8.11.2007

Born að leikVel hefur gengið að manna leikskóla Seltjarnarness í haust en bæjaryfirvöld tóku höndum saman við stjórnendur skóla í bænum til að koma í veg fyrir að mannekla yrði í skólum sökum þess atvinnuástands sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu. Lesa meira

Íþróttahátíð leikskólabarnanna - 2.11.2007

Íþróttahátíð leikskólabarna 2007Hin árlega íþróttahátíð leikskólabarnanna var haldin í Íþróttahúsi Seltjarnarness föstudaginn 2. nóvember. Börnin í Mánabrekku og Sólbrekku nutu sín vel í hinum ýmsu tækjum sem finnast í íþróttasalnum .Þau klifruðu í rimlum, stukku yfir hestinn, hoppuðu á trambolini og flugu ofan í fimleikagryfjuna. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: