Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Álagningarstuðull útsvars á Seltjarnarnesi lækkar úr 12,35% í 12,10% fyrsta janúar næstkomandi samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, en fjárhagsáætlun ársins 2008 var afgreidd á fundi hennar í gær.
Lesa meira

Legó hönnunarkeppnin, "First Lego League" var haldin laugardaginn 10. nóvember í Öskju, húsi Háskóla Íslands og sigraði lið Selsins þrautakeppnina með miklum glæsibrag.
Lesa meira
Landslagsarkitektarnir Margrét Backman og Þráinn Hauksson komu í skólann í gær til að kynna fyrstu tillögur að breyttri skólalóð Grunnskóla Seltjarnarness. Í fyrsta áfanga verður unnið að breytingum á skólalóð Mýrarhúsaskóla.
Lesa meira

Rafræn foreldrakönnun, sem gerð var í leikskólum Seltjarnarnesbæjar nýlega skilaði mjög ánægjulegum niðurstöðum. Þátttaka í könnuninni var mjög góð og var það nær samdóma álit foreldra að börnunum líði mjög vel í leikskólunum.
Lesa meira
Þessa dagana er að hefjast vinna við heildarskipulag svæðisins vestan núverandi byggðar á Seltjarnarnesi, sem meðal annars nær yfir Gróttu, Suðurnes og Vestursvæða.
Lesa meira

Fimmtudaginn 8. nóvember var undirritaður samningur til þriggja ára milli Kennaraháskóla Íslands og Mánabrekku. Samningurinn felur m.a í sér að leikskólinn Mánabrekka veitir allt að tveimur nemum í B.Ed.
Lesa meira

Á Bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 16. nóvember undirrituðu Námsstofan og Seltjarnarnesbær samkomulag um framhald og útvíkkun á tilraunaverkefni um heimanámskerfið NemaNet.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að starfsfólki er sinnir kennslu í skólastofnunum Seltjarnarness, það er kennurum og ófaglærðu starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla standi til boða háhraða nettenging til tölvuvinnu heima fyrir, þeim að kostnaðarlausu.
Lesa meira

Jafnréttisnefnd Seltjarnarness hélt fræðslufund um jafnréttismál fyrir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar þann 7. nóvember. Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu flutti erindi sem nefnist: „Ég gerði honum ljóst að ég væri ekki ánægð - þróun kynjasamskipta á Íslandi.”
Lesa meira

Vel hefur gengið að manna leikskóla Seltjarnarness í haust en bæjaryfirvöld tóku höndum saman við stjórnendur skóla í bænum til að koma í veg fyrir að mannekla yrði í skólum sökum þess atvinnuástands sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

Hin árlega íþróttahátíð leikskólabarnanna var haldin í Íþróttahúsi Seltjarnarness föstudaginn 2. nóvember. Börnin í Mánabrekku og Sólbrekku nutu sín vel í hinum ýmsu tækjum sem finnast í íþróttasalnum .Þau klifruðu í rimlum, stukku yfir hestinn, hoppuðu á trambolini og flugu ofan í fimleikagryfjuna.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista