Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Í stað þess að senda jólakort eins og Seltjarnarnesbær hefur gert um árabil var ákveðið í ár að láta andvirði jólakorta og sendingarkostnaðar renna til starfsemi Barna- og unglingageðdeildar og styrkja þannig gott málefni
Lesa meira
Selkórinn hélt sitt árlega aðventukvöld aldraðra sl. miðvikudag og
bauð þá eldri bæjarbúum til söngveislu. Kórinn söng nokkur lög undir stjórn
Jóns Karls Einarsson þá fluttu börn úr Tónlistarskóla Seltjarnarness einnig
jólalög.
Lesa meira
Á síðustu vikum hafa nemendur skólans komið með gjafir fyrir mæðrastyrksnefnd og einnig héldu nemendur í 10.bekk styrktarsýningu á söngleiknum Grease.
Lesa meira
Jólahátíðin nálgast hratt með tilheyrandi hátíðarhöldum og ánægjustundum. Af því tilefni býður bæjarstjórn öllum Seltirningum 70 ára og eldri til skötuveislu í Félagsheimili Seltjarnarness á Þorláksmessu.
Lesa meira
Miklar endurbætur hafa átt sér stað á aðkomu og umhverfi Sundlaugar Seltjarnarness, fótboltavallar og heilsugæslunnar á árinu. Er nú verið að leggja lokahönd á hellulögn við hús heilsugæslunnar sem er prýði af. Framkvæmdum verður lokið á næstunni.
Lesa meira
Tendruð voru ljós á jólatré sem stendur í nálægð við leikskóla bæjarins. Er tendrun jólaljósanna árlegur viðburður þar sem öll leikskólabörn á Seltjarnarnesi mæta við athöfnina og syngja jólalög.
Lesa meira
Það var vel mætt á höfundakynningu í Eiðisskeri 18. nóvember sl. þegar Ármann Jakobsson, Árni Bergmann, Ólafur Haukur Símonarson og Ævar Örn Jósepsson lásu úr nýútkomnum verkum sínum
Lesa meira
Vefur Seltjarnarnesbæjar er nú í fyrsta skipti í jólabúningi með aðstoð nemenda úr 4. og 5. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness.
Lesa meira

Birgir Finnbogason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar, varð hann fyrir valinu af þeim ríflega 30 sem sóttu um starfið.
Lesa meira
Tómstundastyrkir Seltjarnarnesbæjar verða greiddir út í lok janúar 2009.
Lesa meira
Nú er verið að setja niður jólatré bæjarins sem verða alls átta talsins og verða staðsett víðs vegar um bæinn. Fjögur þeirra eru ræktuð á Seltjarnarnesi. Þessi fjögur tré verða sett á lóðina við Mýrarhúsaskóla, nýja torgið við heilsugæslustöðina, opið svæði við Nesveg og Skerjabraut og fjórða tréð fer á flötina þar sem Lindarbraut og Suðurströnd mætast.
Lesa meira
Ljósleiðaraverkefni Seltjarnarnesbæjar sem og sú þjónusta sem bærinn veitir með rafrænum hætti hefur vakið athygli erlendis um nokkurt skeið en bærinn hefur verið meðlimur í alþjóðlegum samtökum rafrænna borga.
Lesa meira

Árleg íþróttahátíð leikskólanemenda á Seltjarnarnesi var haldin í íþróttahúsi Gróttu í lok októbermánaðar. Nemendur leikskólanna Mánabrekku og Sólbrekku nutu sín vel í hinum ýmsu tækjum sem finnast í íþróttasalnum, klifruðu í rimlum, stukku yfir hestinn, hoppuðu á trompólíni og flugu ofan í fimleikagryfjuna.
Lesa meira
Í október 2007 undirrituðu Seltjarnarnes og Vodafone viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu þráðlausra fjarskipta á Seltjarnarnesi. Í yfirlýsingunni kemur fram að með samstarfinu mun Vodafone taka að sér uppbyggingu á WiFi og WiMAX tækni til þráðlausra fjarskipta á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Um 300 leikskólakennarar frá nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Álftanesi og Kópavogi sóttu Seltjarnarnesið heim í árlegri menningarferð í októbermánuði.
Lesa meira
Minnt er á umsóknarfrest til að sækja um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2009.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti nýlega tillögu íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um rýmkun á reglum um tómstundastyrki.
Lesa meira
Könnun sem umferðastofa stóð fyrir í maí s.l. um öryggi barna í bílum á leið í leikskólann leiddi í ljós að foreldrar barna á Seltjarnarnes stóðu sig einna best eða um 95% barna var í réttum öryggisbúnaði.
Lesa meira
Íbúar Seltjarnarness eru ásamt íbúum Reykjanesbæjar eru ánægðastir Íslendinga með sveitarfélögin sín samkvæmt könnun er Capacent Gallup gerði í sumar. Reykjavík, Fjarðabyggð og Árborg verma hins vegar botnsætin. Könnunin ber saman ánægju með þjónustu meðal íbúa í 15 stærstu sveitarfélögum landsins.
Lesa meira

Samkvæmt jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar mun Bæjarstjórn Seltjarnarness veita einu sinni á hverju kjörtímabili viðurkenningu til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og / eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.
Lesa meira

Menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar hefur lagt lokahönd á mótun menningarstefnu Seltjarnarness. Stefnan var unnin í góðu samráði við bæjarbúa en fyrstu skrefin voru tekin á svokölluðu menningarmóti
Lesa meira

Í morgun föstudaginn 31. október hlaut leikskólinn Mánabrekka Grænfánann í þriðja sinn. Af því tilefni var öllum þeim sem komið hafa að starfi leikskólans boðið til að fagna með börnum og starfsfólki. Börnin sungu og var mikið líf og fjör í leikskólanum enda margt um manninn.
Lesa meira

Sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 2. október sl.
Fyrri hluti dagsins var helgaður aðbúnaði og ofbeldi gegn börnum og mikilvægi þess að þeir sem vinna með börn og unglinga fá sem skýrasta mynd af hættunum sem víða leynast í samfélaginu.
Lesa meira

Nú hefur framkvæmdum á nýrri og glæsilegri aðstöðu fyrir lúðrasveitina í Tónlistarskólanum verið lokið. Sameinuðu voru tvö rými og hljóðeinangruð, þá var rýmið parketlagt, lagðar voru raflagnir til að auðvelda tengingu rafhljóðfæra og tölva sem sífellt eru meira notaðar við tónlistarflutning og tónlistarstjórnun.
Lesa meira

Í Mánabrekku á Seltjarnarnesi eru sex tvíburapör. Hér sjáum við þau Jóhönnu og Stefán að leik
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur snúið bökum saman og sammælst um nýjar forsendur fjárhagsáætlunar bæjarins á komandi ári í ljósi breyttra aðstæðna í efnahagslífinu. Bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað á fundi sínum hinn 22. október sl. eftirfarandi: Gjaldskrár leikskóla, grunnskóla, heilsdagsskóla og almennrar velferðarþjónustu verða ekki hækkaðar. Engin hækkun verður á álagningarhlutfalli útsvars, nú 12,10%, né fasteignagjalda.
Lesa meira

Framkvæmdum við fyrstu áfanga skólalóðar Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla er að ljúka þessa dagana en í áföngunum var reistur stór gervigrasvöllur og umhverfi norðan skólans tekið í gegn.
Lesa meira
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ( SSH ) hélt aukafund miðvikudaginn 8. október til að ræða og fara yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í efnahagslífi þjóðarinnar og áhrifa þeirrar stöðu á rekstur og afkomu sveitarfélaganna.
Lesa meira
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á undaförnum árum við íþróttamannvirki bæjarins og umhverfi þeirra. Skemmst er að minnast glæsilegra endurbóta á Sundlaug Seltjarnarness, byggingar gervigrasvallar og heilsuræktar World Class sem hafa stórlega bætt aðstöðu til íþróttaiðkunar og heilsueflingar fyrir bæjarbúa.
Lesa meira
Í upphafi skólaárs Tónlistarskóla Seltjarnarness ber að ýmsu að huga. Uppgjör vegna skólagjalda áttu sér stað í lok ágústmánaðar. Nánari upplýsingar um tilhögun skólaársins 2008-2009 er hægt að nálgast í síma skólans 5959 235.
Lesa meira
Nýlega hefur viðburðadagatal verið opnað á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is Viðburðardagatalið er opið öllum þeim sem vilja koma upplýsingum um viðburði sem viðkoma Seltjarnarnesbæ eða Seltirningum.
Lesa meira
Á Bókasafni Seltjarnarness sl. vor opnaði myndlistasýningin Innblástur Íslands með verkum eftir Aleksöndru Babik á Bókasafni Seltjarnarness. Í lok sýningarinnar ákvað Aleksandra að færa Seltjarnarnesbæ verk eftir sig að gjöf.
Lesa meira

Skólanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar hafa undanfarin ár staðið sameiginlega fyrir umferðarátaki meðal skólabarna í við upphaf og lok skólaársins. Tilgangurinn er að vekja athygli á öryggi barnanna í umferðinni og reyna að draga úr mikilli umferð bifreiða við skólana.
Lesa meira

Nú þegar skólinn er byrjaður þá er rétt að minna foreldra og börn á breyttan útivistartíma og hvetur Félagsþjónustan börn og foreldra þeirra að fara eftir þessum reglum. Einnig hvetur Félagsþjónustan foreldra að taka virkan þátt í foreldrarölti. Foreldraröltið hefur unnið frábært starf undandarin ár og er til fyrirmyndar.
Lesa meira
Bæjarstjóri Seltjarnarness Jónmundur Guðmarsson, menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þjóðminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir, formaður Læknafélags Íslands Birna Jónsdóttir og Anna K. Jóhannsdóttir ritari Læknafélags Reykjavíkur tóku fyrstu skóflustunguna að byggingu Lækningaminjasafns Íslands nú í morgun, föstudaginn 5. september. Safnið kemur til með að rísa á safnasvæði Seltjarnarness við Nesstofu.
Lesa meira
Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness bauð upp á beina útsendingu í gærmorgun, í íþróttamiðstöð Seltjarnarness í samvinnu við íþróttafélagið Gróttu, þegar íslenska landsliðið í handknattleik mætti því franska í úrslitaviðureign þjóðanna..
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur tekið ákvörðun um að heita á starfsfólk bæjarins sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Áheitin verða 500 kr. á hvern hlaupinn kílómetra per starfsmann. Ágóðinn rennur til Barnaspítala Hringsins
Lesa meira

Skólasetning verður í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 17:00 en kennsla hefst degi síðar, eða miðvikudaginn 27. ágúst.
Lesa meira
Umhverfisnefnd Seltjarnarness stóð fyrir afhendingu umhverfisviðurkenninga 2008 við hátíðlega athöfn í Bókasafni bæjarins í gær.
Lesa meira
Seltjarnarnes fordæmi annarra í hverfagæslu
-
14.8.2008
Hverfagæsla sem tekin var upp að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness haustið 2005 virðist ætla að verða öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fordæmi í eflingu íbúaöryggis. Áform eru uppi að fara að dæmi Seltirninga í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ svo vitað sé og jafnvel víða ef marka má heimildir Nesfrétta
Lesa meira
Allir þeir nemendur sem sóttu um störf hjá Vinnuskóla Seltjarnarness fengu vinnu í sumar. Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar hefur umsjón með vinnuskólanum og segir hann vel sóttan í ár.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum í júní að bæjarfélagið myndi áfram leggja sitt af mörkum til bættra samgangna á höfuðborgarsvæðinu með því að bjóða framhalds- og háskólanemum frítt í Strætó skólaárið 2008-2009.
Lesa meira

Ólafur Melsteð landslagsarkitekt hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ráðninguna formlega í ágúst. Ólafur tekur við af Einari Norðfjörð sem gegnt hefur starfinu af alúð og ósérhlífni í 34 ár, Einar flyst í annað starf að eigin ósk.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær hefur endurnýjaða vefsíðu bæjarins
www.seltjarnarnes.is en helsta áherslubreytingin lýtur að viðmóti vefjarins. Meiri áhersla er á að gera þjónustu bæjarins sýnilegri og aðgengilegri og greiða fyrir sjálfsafgreiðslu íbúa sem er í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um rafræna stjórnsýslu
Lesa meira

Hin árlega sumarferð eldri borgara á Seltjarnarnesi var farin í Veiðivötn 10. júlí sl. Sextíumanns voru í ferðinni en veðrið og flugurnar léku við hópinn allan daginn.
Lesa meira
Í nýlegri þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Seltjarnarnesbæ kemur fram mikil ánægja með hverfagæslu sem bæjaryfirvöld höfðu frumkvæði að fyrir nokkrum misserum.
Lesa meira
Þjóðhátíðardagur Íslendinga fór fram með hefðbundnu sniði í blíðskapar veðri á Seltjarnarnesi. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram.
Lesa meira
Árleg Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness var farin í gærkvöldi í brakandi sólskini og blíðu
Lesa meira
Jónsmessuganga undir leiðsögn Sigurgeirs Sigurðssonar fv.bæjarstjóra.
Lesa meira

Nesstofa var opnuð sl. laugardag með pompi og prakt að viðstöddu fjölmenni. Bæjarstjóri Seltjarnarness Jónmundur Guðmarsson og Þjóminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir klipptu á borðann og sögðu frá uppruna Nesstofu og þeim tilgangi sem hún þjónaði þá og nú.
Lesa meira

Meðal þess sem boðið er upp á í félagsstarfi eldri borgara er Jóga leikfimi og nýtur hún sífellt aukinna vinsælda.
Lesa meira
Lokið er við að afgreiða umsóknir sem bárust fyrir 1. júní sl. vegna tómstundastyrkja til ungmenna 6 – 18 ára á Seltjarnarnesi. Alls voru greiddar tæplega 9 millj. kr. í styrki til rúmlega 500 styrkþega.
Lesa meira

Hinn kunni handknattleiksmaður Guðjón Valur Sigurðsson var í vikunni staddur hér á æskuslóðum ásamt blaðamönnum og ljósmyndurum.
Lesa meira

Seltjarnarneskaupstaður og TM Software hafa undirritað samstarfssamning um altækan rekstur tölvukerfa bæjarins, fjármögnunarþjónustu og notendaþjónustu
Lesa meira

Sunnudaginn 25. maí var haldin hin árlega handverksýning eldri borgara á Seltjarnarnesi. handavinna.
Lesa meira

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti
endurskoðaða jafnréttisáætlun fyrir Seltjarnarnes á fundi sínum þann 23. apríl s.l. Jafnréttisnefnd vann áætlunina og vísaði henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Lesa meira

Nú í sumarbyrjun er mikið um að vera í sundlaug bæjarins. Nýverið var haldið upp á alþjóðlegan dag bókarinnar undir yfirskriftinni "Lesið í lauginni". Ýmislegt verður um að vera á næstunni og má þar helst nefna: Sundmót Rótary, æfingadagur ÍFR og Seltjarnarnesþríþraut
Lesa meira

Dagur barnsins verður víða haldinn hátíðlegur núna á sunnudaginn 25. maí af því tilefni býður Seltjarnarnesbær fjölskyldufólki frían aðgang að Sundlaug Seltjarnarness.
Lesa meira

Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti á fundi sínum í gær ráðningu Guðlaugar Sturlaugsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness frá og með næsta skólaári.
Lesa meira
Bæjarstjóri Seltjarnarness tók á móti evrópskum sveitarstjórnarmönnum á sunnudaginn 4. maí sl. Sveitarstjórnarmennirnir voru ríflega 20 talsins og eru hér á landi m.a. í boði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær bauð öllum konum sem starfa hjá bænum í kaffi í gær kl. 15. Ríflega 200 konur mættu og þáðu varagljáa sem keyptur var til stuðnings átakinu Á allra vörum.
Lesa meira
Afkoma og rekstur bæjarsjóðs árið 2007 er í góðu samræmi við vaxandi fjárhagslegan styrk Seltjarnarnessbæjar á síðustu árum. Með markvissri fjármálastjórn hefur reynst unnt að greiða niður langtímaskuldir, lækka álögur á íbúa en um leið auka þjónustu við íbúa og ráðast í framkvæmdir fyrir sjálfsaflafé.
Lesa meira
Nýverið samþykkti bæjarstjórn Seltjarnarness tillögu umhverfisnefndar um að styrkja innleiðingu Grænu tunnunar/endurvinnslutunnunar í bæjarfélagið.
Lesa meira

Gróttudagurinn var haldinn hátíðlegur eins og venja er í byrjun sumars eða 20. apríl sl. Kvenfélagið Seltjörn bauð upp á ljúffengar vöfflur og kaffi. Fjöldi gesta hefur sjaldan verið meiri en áætlað er að yfir 1000 manns
Lesa meira
Vikuna 2. – 9. maí fer fram árleg hreinsunarvika á Seltjarnarnesi undir slagorðunum: Koma svo – Allir með
Lesa meira

Lesið í lauginni var bókmenntaviðburður sem haldinn var í Sundlaug Seltjarnarness og World Class á laugardaginn var. Viðburðurinn var samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar, Forlagsins og World Class í tilefni af alþjóðlegum degi bókarinnar.
Lesa meira

Hópur margæsa lenti á Suðurnesi í byrjun vikunnar en margæsir hafa árlega viðkomu á Seltjarnarnesi á leið til varpstöðva sinna á Grænlandi.
Lesa meira
Dregið hefur verið í happdrætti þjónustukönnunar Seltjarnarnesbæjar. Hinn heppni er númer 596 og getur viðkomandi vitjað vinningsins sem er flug og gistíng á hótel KEA með morgunverði ásamt leikhúsmiðum fyrir tvo á Akureyri, á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, mánudaginn 28 apríl n.k.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær, Forlagið og World Class héldu fréttamannafund í Sundlaug Seltjarnarness kl. 10 í morgun og kynntu þar dagskrá viðburðarins Lesið í lauginni sem boðið verður upp á í Sundlaug Seltjarnarness og World Class Seltjarnarnesi á morgun laugardaginn 26. apríl.
Lesa meira
Sýnd var svíta úr Þyrnirós ásamt vorgleði forskólabarna og Jazz.
Lesa meira
Hátíð á Seltjarnarnesi 24. apríl í íþróttahúsi Seltjarnarness
Lesa meira
Ferðalöngum er boðið inn í kaffi og kleinur. Þá verður einnig opið upp í vitann þar sem hægt að líta útsýnið yfir Seltjarnarnesið, Reykjavíkina, Skagann, fjöllin og sjóinn svo langt sem augað eygir og veðurskilyrði leyfa.
Lesa meira

Glæsileg búningsaðstaða fyrir fatlaða hefur verið tekin í notkun í sundlaug Seltjarnarness. Aðstaða þessi breytir miklu fyrir aðgengi fatlaðra í sundlaugina.
Lesa meira
Fjárhags- og launanefnd samþykkti á dögunum tillögu bæjarstjóra um sérstaka launauppbót til starfsfólks bæjarins.
Lesa meira
Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa hvatt alla skóla og stofnanir bæjarfélagsins til að taka höndum saman um að flokka allt rusl/sorp sem til fellur á stöðunum.
Lesa meira

Þessa dagana er vetur konungur í baráttu við að halda velli en sumarkoman er á næsta leyti. Þessar myndir sem teknar voru í gær eru dæmi um reiptog veturs og sumars.
Lesa meira
Nýverið voru niðurstöðu úr evrópsku vímuefnarannsókninni ESPAD vegna ársins 2007 gerðar kunnar. Rannsóknin er samvinnuverkefni fræðimanna í rúmlega fjörutíu Evrópulöndum
Lesa meira

Hafin er vinna við að leggja nýja hitaveitulögn frá Lindarbraut að Hrólfskálmel sem mun auka flutningsgetu veitunnar til bygginga á Hrólfskálamelnum.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk 2007 -2008 fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness miðvikudaginn 2. apríl. Nemendur úr Grunnskóla Seltjarnarness og grunnskólum í Garðabæ lásu brot úr skáldverki og ljóð fyrir á annað hundrað áheyrendur.
Lesa meira

Á Eiðistorgi eru tré og runnar komin í sumarskrúða. Japanskt kirsuberjatré, Sekkjarunni og Mahonia eru farin að blómstra og gleðja augu þeirra sem erindi eiga um torgið
Lesa meira

Nýverið var undirritaður samningur milli Umhverfisnefndar Seltjarnarness og Náttúrufræðistofu Kópavogs um rannsókn á lífríki og vistkerfi tjarna á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Nokkur umræða hefur verið að undanförnu um kennslu 5 ára barna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með til kynningar tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóð Lækningaminjasafns við Nesstofu skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum.
Lesa meira

Bæjarstjóri Seltjarnarness undirritaði samning á dögunum við Gagarín um hönnun og uppsetningu margmiðlunarstanda á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2011 var samþykkt með atkvæðum meirihlutans við seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í febrúar
Lesa meira

Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á bókasafni Valhúsaskóla, í gær, 5. mars.
Lesa meira

Slysavarnadeildin Varðan á Seltjarnarnesi færði Grunnskóla Seltjarnarness 10 leyfi af MindManager Pro 7 forritinu til notkunnar við kennslu í skólanum.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt stefnu og framkvæmdaáætlun barnaverndar á kjörtímabilinu. Félagsmálaráð Seltjarnarness fer með verkefni barnaverndarnefndar og vann áætlunina ásamt starfsmönnum.
Lesa meira

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur ákveðið að hækka viðmiðunarmörk afsláttar af fasteignaskatti á íbúa í hópi aldraðra og öryrkja. Í ákvörðuninni felst 20% hækkun á tekjuviðmiðun vegna afsláttar af fasteignagjöldum ársins 2008 hjá þessum hópi.
Lesa meira

Nemendur frá Leikskólanum Sólbrekku fóru í heimsókn til Kristínar G. Gunnlaugsdóttur bæjarlistamanns Seltjarnarness 2008 á dögunum. Er heimsókn barnanna liður í því starfi sem Kristín hyggst sinna á árinu sem hún ber nafnbótina bæjarlistamaður Seltjarnarness.
Lesa meira

Dagforeldrar á Seltjarnarnesi sóttu námskeið í slysavörnum og fyrstu hjálp, ásamt dagforeldrum á Akranesi og í Mosfellsbæ. Á námskeiðinu var farið yfir helstu öryggisatriði varðandi lítil börn og fyrstu hjálp á slysstað
Lesa meira
Seltirningar geta borið útgjöld sín vegna fasteignagjalda saman við útgjöld íbúa nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að umtalsverðu munar í kostnaði fasteignaeigenda eftir búsetu.
Lesa meira

Upplýsingabæklingi um fjármál og rekstur Seltjarnarnesbæjar á árinu 2008 er verið að dreifa í öll hús á Seltjarnarnesi bæjarbúum til upplýsingar. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 var samþykkt samhljóða við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness síðari hluta desembermánaðar.
Lesa meira

Á dögunum var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness að bærinn muni ásamt öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í að greiða 40 % af kostnaði við kaup á húseign undir starfsemi Fjölsmiðjunnar.
Lesa meira
Jafnréttisstefna leikskóla Seltjarnarness var gefin út 6. febrúar síðastliðinn. Jafnréttisstefnan var unnin af stjórnendum og starfsfólki leikskólanna og á að vera leiðarvísir fyrir starfsfólk skólanna til að stuðla að góðum samskiptum við börnin, jafnræðis á milli barnanna innbyrðis, á milli starfsfólksins og við foreldra barnanna.
Lesa meira

Íþróttaskóli Gróttu býður elsta árgangi leikskólabarnanna Seltjarnarness kennslu í þeim greinum sem Grótta bíður upp á þ.e. knattspyrna, handbolti og fimleikar. Lögð er áhersla á að æfingarnar séu einfaldar og skipulagðar þar sem allir fá verkefni við sitt hæfi.
Lesa meira
Stjórn Lækningaminjasafns Íslands tók til starfa síðla síðasta ár. Í stjórninni sitja fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Sunneva Hafsteinsdóttir bæjarfulltrúi. Fyrir hönd Þjóðminjasafns situr Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður en Atli Þór Ólason og Sigurbjörn Sveinsson fyrir Læknafélag Íslands.
Lesa meira

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 31. janúar sl. að viðstöddum fjölda manna. Kjör íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 í umsjón Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness.
Lesa meira

Hinar ýmsu furðuverur, smáar og stórar, hafa lagt leið sína á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness í dag. Þar hafa þær sungið hástöfum, bæði þjóðlegar vísur og frumsamin ljóð, starfsmönnum til ánægju.
Lesa meira

Menntamálaráðuneytið, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa tekið höndum saman um að 6. febrúar ár hvert veði Dagur leikskólans.
Lesa meira

Eldra fólk á Seltjarnarnesi nýtur ókeypis aðgengis að Sundlaug Seltjarnanes á grundvelli fjölskyldustefnu bæjarins. Fjölmargir eldri Seltirningar hafa nýtt sér þennan kost til heilsuræktar auk sundleikfiminnar sem jafnframt er eldra fólki að kostnaðarlausu.
Lesa meira

Ástand í málum ungmenna á Seltjarnarnesi að mati samráðshóps um áfengis og vímuvarna nokkuð gott. Foreldrasamstarf hefur verið mjög virkt og hefur umræðu um foreldralaus teiti verið haldið á lofti, þar sem foreldrar taka höndum saman og sjá til þess að slík teiti séu ekki í boði fyrir ungmennin
Lesa meira
Bæjarstjórn hefur ákveðið að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og vatnsskatt enn frekar en ráð var fyrir gert við afgreiðslu fjárhagsáætlunar undir lok síðast árs. Fasteignskattur íbúðarhúsnæðis lækkar því um úr 0,24% í 0,18% af fasteigmati á milli ára eða um 25% frá og með 1. janúar 2008.
Lesa meira

Kristín G. Gunnlaugsdóttir myndlistamaður var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 12. janúar. Það er menningarnefnd Seltjarnarness sem stendur fyrir valinu á bæjarlistamanni Seltjarnarness og er Kristín12 listamaðurinn sem hlýtur nafnbótina.
Lesa meira
Álagningarhlutfall útsvars hefur verið lækkað um 2% á Seltjarnarnesi og verður 12,10% árið 2008. Fasteignaeigendur og skattgreiðendur á Seltjarnarnesi munu því njóta lægstu álagningarstuðla útsvars, fasteignaskatts, vatnsskatts og holræsagjalds á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista