Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Nýr framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar - 28.7.2008

Ólafur MelsteðÓlafur Melsteð landslagsarkitekt hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ráðninguna formlega í ágúst. Ólafur tekur við af Einari Norðfjörð sem gegnt hefur starfinu af alúð og ósérhlífni í 34 ár, Einar flyst í annað starf að eigin ósk. Lesa meira

Nýr vefur Seltjarnarnesbæjar - 25.7.2008

Vefsíða SeltjarnarnesbæjarSeltjarnarnesbær hefur endurnýjaða vefsíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is en helsta áherslubreytingin lýtur að viðmóti vefjarins. Meiri áhersla er á að gera þjónustu bæjarins sýnilegri og aðgengilegri og greiða fyrir sjálfsafgreiðslu íbúa sem er í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um rafræna stjórnsýslu Lesa meira

Sumarferð eldri borgara á Seltjarnarnesi - 21.7.2008

Eldri borgarar í sumarferð 2008Hin árlega sumarferð eldri borgara á Seltjarnarnesi var farin í Veiðivötn 10. júlí sl. Sextíumanns voru í ferðinni en veðrið og flugurnar léku við hópinn allan daginn. Lesa meira

Hverfagæsla Seltjarnarnesbæjar mælist vel fyrir - 15.7.2008

oryggi
Í nýlegri þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Seltjarnarnesbæ kemur fram mikil ánægja með hverfagæslu sem bæjaryfirvöld höfðu frumkvæði að fyrir nokkrum misserum. Lesa meira

Þjóðhátíðardagur Íslendinga - 2.7.2008

Þjóðhátíðardagur Íslendinga fór fram með hefðbundnu sniði í blíðskapar veðri á Seltjarnarnesi. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: