Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Ólafur Melsteð landslagsarkitekt hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ráðninguna formlega í ágúst. Ólafur tekur við af Einari Norðfjörð sem gegnt hefur starfinu af alúð og ósérhlífni í 34 ár, Einar flyst í annað starf að eigin ósk.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær hefur endurnýjaða vefsíðu bæjarins
www.seltjarnarnes.is en helsta áherslubreytingin lýtur að viðmóti vefjarins. Meiri áhersla er á að gera þjónustu bæjarins sýnilegri og aðgengilegri og greiða fyrir sjálfsafgreiðslu íbúa sem er í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um rafræna stjórnsýslu
Lesa meira

Hin árlega sumarferð eldri borgara á Seltjarnarnesi var farin í Veiðivötn 10. júlí sl. Sextíumanns voru í ferðinni en veðrið og flugurnar léku við hópinn allan daginn.
Lesa meira
Í nýlegri þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Seltjarnarnesbæ kemur fram mikil ánægja með hverfagæslu sem bæjaryfirvöld höfðu frumkvæði að fyrir nokkrum misserum.
Lesa meira
Þjóðhátíðardagur Íslendinga fór fram með hefðbundnu sniði í blíðskapar veðri á Seltjarnarnesi. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista