Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

Um 200 áhorfendur í íþróttamiðstöð Seltjarnarness sáu úrslitaviðureign Íslands og Frakklands í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking - 25.8.2008

Island_Frakkland_005
Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness bauð upp á beina útsendingu í gærmorgun, í íþróttamiðstöð Seltjarnarness í samvinnu við íþróttafélagið Gróttu, þegar íslenska landsliðið í handknattleik mætti því franska í úrslitaviðureign þjóðanna.. Lesa meira

Bæjarstjórn Seltjarnarness heitir á starfsfólk til stuðnings Barnaspítala Hringsins - 22.8.2008

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur tekið ákvörðun um að heita á starfsfólk bæjarins sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Áheitin verða 500 kr. á hvern hlaupinn kílómetra per starfsmann. Ágóðinn rennur til Barnaspítala Hringsins Lesa meira

Tónlistarskóli Seltjarnarness - í upphafi skólaárs - 19.8.2008

TónlistarskólinnSkólasetning verður í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 17:00 en kennsla hefst degi síðar, eða miðvikudaginn 27. ágúst. Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar Seltjarnarness 2008 - 14.8.2008

Umhverfisviðurkenning 2008 - Valhúsabraut 20

Umhverfisnefnd Seltjarnarness stóð fyrir afhendingu umhverfisviðurkenninga 2008 við hátíðlega athöfn í Bókasafni bæjarins í gær.

Lesa meira

Seltjarnarnes fordæmi annarra í hverfagæslu - 14.8.2008

Seltjarnarnes fordæmi annarra í hverfagæslu - 14.8.2008

Ásgeir P. Guðmundsson, Eiður Eiðsson, Björn Bjarnason, Jónmundur Guðmarsson, Guðmundur Arason og Vilhjálmur GuðmundssonHverfagæsla sem tekin var upp að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness haustið 2005 virðist ætla að verða öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fordæmi í eflingu íbúaöryggis. Áform eru uppi að fara að dæmi Seltirninga í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ svo vitað sé og jafnvel víða ef marka má heimildir Nesfrétta

Lesa meira

Vinnuskóli Seltjarnarness vel sóttur í sumar - 13.8.2008

Vinnuskólinn 2008Allir þeir nemendur sem sóttu um störf hjá Vinnuskóla Seltjarnarness fengu vinnu í sumar. Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar hefur umsjón með vinnuskólanum og segir hann vel sóttan í ár.

Lesa meira

Námsmenn á Seltjarnarnesi fá áfram frítt í Strætó - 12.8.2008

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum í júní að bæjarfélagið myndi áfram leggja sitt af mörkum til bættra samgangna á höfuðborgarsvæðinu með því að bjóða framhalds- og háskólanemum frítt í Strætó skólaárið 2008-2009. Lesa meira

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: