Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Nú er verið að setja niður jólatré bæjarins sem verða alls átta talsins og verða staðsett víðs vegar um bæinn. Fjögur þeirra eru ræktuð á Seltjarnarnesi. Þessi fjögur tré verða sett á lóðina við Mýrarhúsaskóla, nýja torgið við heilsugæslustöðina, opið svæði við Nesveg og Skerjabraut og fjórða tréð fer á flötina þar sem Lindarbraut og Suðurströnd mætast.
Lesa meira
Ljósleiðaraverkefni Seltjarnarnesbæjar sem og sú þjónusta sem bærinn veitir með rafrænum hætti hefur vakið athygli erlendis um nokkurt skeið en bærinn hefur verið meðlimur í alþjóðlegum samtökum rafrænna borga.
Lesa meira

Árleg íþróttahátíð leikskólanemenda á Seltjarnarnesi var haldin í íþróttahúsi Gróttu í lok októbermánaðar. Nemendur leikskólanna Mánabrekku og Sólbrekku nutu sín vel í hinum ýmsu tækjum sem finnast í íþróttasalnum, klifruðu í rimlum, stukku yfir hestinn, hoppuðu á trompólíni og flugu ofan í fimleikagryfjuna.
Lesa meira
Í október 2007 undirrituðu Seltjarnarnes og Vodafone viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu þráðlausra fjarskipta á Seltjarnarnesi. Í yfirlýsingunni kemur fram að með samstarfinu mun Vodafone taka að sér uppbyggingu á WiFi og WiMAX tækni til þráðlausra fjarskipta á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Um 300 leikskólakennarar frá nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Álftanesi og Kópavogi sóttu Seltjarnarnesið heim í árlegri menningarferð í októbermánuði.
Lesa meira
Minnt er á umsóknarfrest til að sækja um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2009.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti nýlega tillögu íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um rýmkun á reglum um tómstundastyrki.
Lesa meira
Könnun sem umferðastofa stóð fyrir í maí s.l. um öryggi barna í bílum á leið í leikskólann leiddi í ljós að foreldrar barna á Seltjarnarnes stóðu sig einna best eða um 95% barna var í réttum öryggisbúnaði.
Lesa meira
Íbúar Seltjarnarness eru ásamt íbúum Reykjanesbæjar eru ánægðastir Íslendinga með sveitarfélögin sín samkvæmt könnun er Capacent Gallup gerði í sumar. Reykjavík, Fjarðabyggð og Árborg verma hins vegar botnsætin. Könnunin ber saman ánægju með þjónustu meðal íbúa í 15 stærstu sveitarfélögum landsins.
Lesa meira

Samkvæmt jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar mun Bæjarstjórn Seltjarnarness veita einu sinni á hverju kjörtímabili viðurkenningu til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og / eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.
Lesa meira

Menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar hefur lagt lokahönd á mótun menningarstefnu Seltjarnarness. Stefnan var unnin í góðu samráði við bæjarbúa en fyrstu skrefin voru tekin á svokölluðu menningarmóti
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista