Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Félags- og tryggingamálaráðherra og bæjarstjóri undirrituðu í dag samning um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Meðlimir í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness voru áberandi í umræðunni er þeir mættu með átta sjónauka fyrir framan Útvarpshúsið í Efstaleiti að morgni þriðjudagsins 21. desember og leyfðu gestum og gangandi að fylgjast með almyrkva á tunglinu.
Lesa meira
Starfsmenn Áhaldahúss Seltjarnarness hafa í dag verið að gera skautasvell á Vallarbrautarvelli og er svellið tilbúið til notkunar. Reynt verður að halda svæðinu opnu þegar nægt frost er.
Lesa meira
Árlegir jólatónleikar hljómsveita frá Tónlistarskóla Seltjarnarness á Eiðistorgi fóru fram föstudaginn 17. desember. Kári Húnfjörð stjórnaði þar þremur hljómsveitum sem allar stóðu sig með prýði og glöddu gesti og gangandi.
Lesa meira
Ásmundur Haraldsson færði starfsmönnum Áhaldahúss Seltjarnarness Mottuspilið að gjöf. Mottuspilið er hannað fyrir Seltjarnarnes og snúa allar spurningar um staðhætti og ýmis atvik sem tengjast atburðum og starfsemi á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina
Lesa meira
Síðustu vikur hefur verið unnið við að setja upp öryggismyndavélar á tveim stöðum í bænum. Um að ræða myndavélar sem staðsettar eru á bæjarmörkunum við Norðurströnd og Nesveg. Vélarnar taka myndir af bifreiðum sem aka inn og út úr bænum.
Lesa meira
Nú er lokið við að skreyta opin svæði Seltjarnarnesbæjar. Sú nýbreytni er að á þessu ári tók Seltjarnarnesbær yfir alla vinnu við undirbúning og uppsetningu jólaskrauts, þ.e á ljósastaura en áður sá Orkuveita Reykjavíkur um þessa vinnu.
Lesa meira
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011 var samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði Guðmundar Magnússonar á fundi bæjarstjórnar í dag, mánudaginn 6. desember. Áætlunin var unnin sameiginlega af öllum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, Neslista og Samfylkingar líkt og gert var fyrir árið 2010.
Lesa meira
Heildarsamkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, var undirritað 23. nóvember sl. Þjónusta sem ríkið veitir fötluðum samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra færist til sveitarfélaganna þann 1. janúar 2011.
Lesa meira
Á 724. fundi bæjarstjórnar þann 10. nóvember síðastliðinn voru samþykkt deiliskipulög vegna Bakka- og Lambastaðahverfis.
Lesa meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði með bæjarstjórn og starfsmönnum bæjarins sl. þriðjudag. Þetta er árlegur fundur lögreglunnar með stjórnendum bæjarfélagsins, en á honum er m.a. farið yfir þróun brota á Seltjarnarness
Lesa meira
Fyrsta stjórn Urtagarðsins hefur verið skipuð og hefur hún skipt með sér verkum.
Lesa meira
Vetrarstarfið Selsins hófst með opnunarballi þann 2. sept. Frábær stemmning var á ballinu enda húsið troðfullt af dansandi unglingum.
Lesa meira

Tríó Blik hélt tónleika í Félagsheimili Seltjarnarness miðvikudagskvöldið 3. nóvember Bæjarlistamaður Seltjarnarness, Freyja Gunnlaugsdóttir er í tríóinu ásamt Hönnu Dóru Sturludóttur og Danielu Hlinková.
Lesa meira
Haldið var upp á 20 ára afmæli Selsins laugardaginn 30. október síðastliðinn. Í tilefni dagsins bauð starfsfólk Selsins bæjarbúum til veislu milli klukkan 14:00 og 17:00.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær varð föstudaginn 29. október fyrst íslenskra sveitarfélaga til að ganga formlega til liðs við verkefni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Lýðheilsustöðvar um Öruggt samfélag, þegar bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, og forstjóri Lýðheilsustöðvar, Margrét Björnsdóttir, undirrituðu samning þar um.
Lesa meira
Sunnudaginn 10. október síðastliðinn var Vinjettuhátíð í Gróttu í tilefni af 10 ára ritafmæli Ármanns Reynissonar. Grótta skartaði sínu fegursta þennan dag og gerðu magir sér erindi þangað.
Lesa meira
Í dag gróðursettu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar og Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélags Íslands í Bakkavarargarði á Seltjarnarnesi vefjaræktað eintak af silfurreyninum í Fógetagarðinum við Aðalstræti. Það tré er talið elsta innflutta tré landsins sem enn lifir og markar tímamót í sögu garðræktar á Íslandi.
Lesa meira
Átak Grunnskóla Seltjarnarness Göngum í skólann hófst 8. september og líkur því 22. september með bíllausa deginum. Mjög góð þátttaka hefur verið frá byrjun.
Lesa meira
Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi 8. sept. sl. tillögu ráðgjafafyrirtækisins Capacent um nýtt skipurit yfirstjórnar sveitarfélagsins. Meirihlutinn, sem sjálfstæðismenn skipa, telur rétt að við þær breyttu og erfiðu efnahagsaðstæður sem sveitarfélög á Íslandi búa nú við sé nauðsynlegt að leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði við rekstur bæjarfélagsins.
Lesa meira
The Great Group of Eight, G 8, Kviss Búmm Bang í Félagsheimili Seltjarnarness
Lesa meira

Síðastliðinn vetur var nemendum Valhúsaskóla boðið upp á hafragraut þeim að kostnaðarlausu. Reyndist þetta vel, nemendur borðuð vel af graut og kennarar merktu betri einbeitingu og ró í nemendahópnum.
Lesa meira

Garðyrkjustjóri Seltjarnarness Steinunn Árnadóttir vann að margvíslegum verkefnum í sumar og meðal þeirra var að fegra svokallaðan „innigarð“ í húsi Valhúsaskóla. Garðurinn er í opnu miðrými og hefur svæðið verið í órækt til þessa.
Lesa meira
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 18. ágúst s.l. eineltisáætlun fyrir starfsmenn bæjarins. Í eineltisáætlun kemur fram ábyrgð bæjarins og leiðbeiningar til að tryggja vellíðan á vinnustöðum bæjarins.
Lesa meira
22. ágúst kl. 14:00 opnar Urtagarður í Nesi við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Í garðinum er safn urta sem ýmist hafa gegnt hlutverki í lækningum eða verið nýttar til næringar og heilsubótar á tímabilinu 1760-1834.
Lesa meira
Meirihluti Sjálfstæðismanna samþykkti, á 719. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var í gær miðvikudaginn 18. ágúst 2010, tillögu fulltrúa Neslista og Samfylkingar til reynslu, til 30. júní 2011, um að Neslistinn og Samfylking eigi þess kost að skipa áheyrnafulltrúa í þær nefndir sem framboðin eiga ekki aðalfulltrúa.
Lesa meira
Endurmenntun kennara er veigamikill liður í skólastarfi og jákvæð reynsla af endurmenntunarnámskeiðum mikilvæg. Með það í huga lögðu stjórnendur í Grunnskóla Seltjarnarness af stað með nýtt snið af námskeiðum þar sem áhersla var lögð á þátt kennaranna sjálfra í að skipuleggja sína eigin endurmenntun.
Lesa meira
Öll ungmenni á aldrinum 14 til 17 ára fengu vinnu í sumar hjá Vinnuskóla Seltjarnarness. Ungmenni sem voru en 18 ára og eldri og sóttu um sumarstarf innan tiltekins umsóknarfrests fengu 70% starf hjá Seltjarnarnesbæ í ...
Lesa meira
Sumarskóli fyrir 5 ára leikskólabörnin er starfræktur í Mýrarhúsaskóla í ágúst. Þau börn sem komu aftur í leikskólann eftir sumarfrí var boðið í "sumarskóla" síðustu vikurnar fyrir upphaf grunnskólagöngunnar.
Lesa meira
Ungmennaráð
Seltjarnarness stóð fyrir harmonikkuballi fyrir eldri borgara
nú á dögunum.
Lesa meira

Árleg Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness var farin miðvikudaginn 23. júní og var með eindæmum vel heppnuð. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, rithöfundur og sýningarstjóri leiddi gönguna á milli útilistaverka á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
17. júní hátíðarhöldin tókust með eindæmum vel í ár. Dagskráin var metnaðarfull og margt var um manninn. Þess ber að merkja að fjöldi bæjarbúa sem taka þátt hátíðarhöldunum virðist fara stigvaxandi með ári hverju, enda þægilegt að geta rölt út úr húsi og notið skemmtidagskrár fyrir alla fjölskylduna.
Lesa meira
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnar.
Lesa meira
Á síðu Landlæknisembættsins eru leiðbeiningar um hvað eigi að gera og hvað ekki í öskufoki. Þar kemur m.a. fram að þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna öskufoks og klukkustundarmeðaltal svifryks fer yfir 400 µg/m3 sé rétt að hafa eftirfarandi í huga:
Lesa meira
Samkomulag hefur verið undirritað milli Seltjarnarnesbæjar og Íslenskra aðalverktaka, ÍAV um lóðaskipti en þau voru samhljóða samþykkt í bæjarstjórn fyrr í vor.
Lesa meira
Á kjörskrá á Seltjarnarnesi voru 3.272 manns, þar af 1.594 karlar og 1.678 konur. Atkvæði greiddu 2.432 eða 74,33%. Auðir seðalar voru 148 og ógildir voru 17.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær hefur undirritað samstarfssamning um áframhaldandi
vinabæjarstarf með norrænu bæjunum Höganäs í Svíþjóð, Nesodden í Noregi,
Herlev í Danmörku og Lieto í Finnlandi.
Lesa meira
Ákveðið hefur verið að Seltjarnarnesbær taki þátt í verkefninu Öruggt samfélag sem Lýðheilsustöð stendur að hér á landi. Markmið verkefnisins er að efla slysa- og ofbeldisvarnir í bæjarfélaginu og auka þannig öryggi og velferð íbúa Seltjarnarness.
Lesa meira
Ákveðið hefur verið að hækka verulega niðurgreiðslur til dagforeldra vegna daggæslu yngstu barnanna. Gengið er út frá því að foreldrar greiði svipaða upphæð fyrir barn hjá dagforeldri og fyrir barn í leikskóla.
Lesa meira
Niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2009 ber vott um áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu bæjarins en ársreikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 28. apríl síðastliðinn.
Lesa meira
Á árshátíð starfsmanna Seltjarnarnesbæjar sem haldin var 5. maí s.l. veitti Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri starfsmönnum sem starfað hafa hjá bænum í 15 og 25 ár starfsviðurkenningu
Lesa meira
Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert, en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Í Grunnskóla Seltjarnarness var haldið upp á daginn þann 27. apríl og þá tók skólinn á móti Grænfánanum.
Lesa meira
Fjölskyldudagur Gróttu var haldinn laugardaginn 17. apríl síðastliðinn og var foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness með vöfflukaffi.
Lesa meira
Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert, en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Í Grunnskóla Seltjarnarness verður haldið upp á daginn þann 27. apríl og mun skólinn þá taka á móti Grænfánanum.
Lesa meira
Ekki eru líkur á að aska berist til höfuðborgarinnar næstu daga, samkvæmt veðurspám, en neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar fylgist grannt með þróun gossins í Eyjafjallajökli og hvaða áhrif mögulegt öskufall gæti haft á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Í dag var undirritaður í Nesstofu samningur milli Seltjarnarnesbæjar, námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Lækningaminjasafns Íslands um sköpun kennsluvettvangs í Nesi fyrir nemendur í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
Lesa meira
Samtök tónlistarskólastjóra, Félag íslenskra hljómlistarmanna og Félag tónlistarskólakennara hafa á yfirstandandi skólaári ýtt úr vör uppskeruhátíð tónlistarskóla sem hefur hlotið nafngiftina ”Nótan”.
Lesa meira
Samþykkt var á 707. (1633.) fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í desember 2009 að leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka skyldu sameinaðir. Nú hefur Anna Harðardóttir verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri nýs sameinaðs Leikskóla Seltjarnarness sem tekur til starfa 1. júlí nk.
Lesa meira
Sumarið er farið að láta á sér kræla, sem sést best á blómstrandi vorlaukum við Suðurströnd og smábátahöfnin tilbúin til notkunar
Lesa meira

Öllum 5 ára börnum í leikskólum Seltjarnarness er boðið í Íþróttaskóla í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi 1x í viku á vorönn 2010. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi háttur er hafður á.
Lesa meira
Eldri karlar á Seltjarnarnesi funduðu nýverið í Seltjarnarneskirkju. Á fundinum kom fram áhugi fyrir að efla félagslíf meðal eldri manna.
Lesa meira
Sjöfn Þórðardóttir formaður Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra afhenti í gær mennta-
og menningarmálaráðherra fyrstu eintök af SAFT lestrarbókum fyrir börn um jákvæða og örugga netnotkun.
Lesa meira
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness þriðjudaginn 23. mars sl.
Lesa meira
Laugardaginn 13. mars fóru fram svæðisbundnir tónleikar á fjórum stöðum á landinu þar sem nemendur á öllum aldri og námsstigum, buðu upp á mjög fjölbreytta tónlistardagská.
Lesa meira
Innleiðingu á Google Apps hópvinnukerfinu í Grunnskóla Seltjarnarness lýkur á næstunni. Reiknað er með að nemendur geti hafið vinnu í kerfinu um páskaleytið en starfsfólk skólans mun skipta yfir í kerfið við upphaf næsta skólaárs.
Lesa meira

Í gær miðvikudaginn 10. mars opnaði Þóra Jónsdóttir, skáldkona frá Laxamýri sýningu á olíumálverkum í Eiðisskeri sal Bókasafns Seltjarnarness.
Lesa meira
Samþykkt var á 707. (1633.) fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í desember 2009 að leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka skyldu sameinaðir. Nú hefur Soffía Guðmundsdóttir verið ráðin leikskólastjóri nýs sameinaðs Leikskóla Seltjarnarness sem tekur til starfa 1. júlí nk.
Lesa meira

Handavinna verður sífellt vinsælli tómstundaiðja enda gagnleg. Í Félagsstarfi á Skólabraut 3-5 er kennd handavinna þar sem ungir sem aldnir prjóna sér sokka eða trefla og sauma töskur, peysur og pils.
Lesa meira
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs (FMÞ) hefur verið gefin út á vef bæjarins. Áætlunin hefur verið unnin af stjórnendum stofnana sviðsins undir ritstjórn Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa. Áætlunin hefur verið kynnt á fundum skólanefndar og menningarnefndar og lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn.
Lesa meira

Nesstofa er tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir árið 2009 í flokknum Byggingarlist. Arkitekt er Þorsteinn Gunnarsson og ráðgjafar eru sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands í samstarfi við Húsafriðunarnefnd.
Lesa meira
Nokkrir kátir krakkar af Sólbrekku komu í heimsókn til bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur í dag.
Lesa meira
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs (FMÞ) hefur verið gefin út á vef bæjarins. Áætlunin hefur verið unnin af stjórnendum stofnana sviðsins undir ritstjórn Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa. Áætlunin hefur verið kynnt á fundum skólanefndar og menningarnefndar og lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn.
Lesa meira

Jafnréttisnefnd Seltjarnarness bauð bæjarbúum til fræðslufundar um jafnréttismál í gær, þriðjudaginn 2. mars, í félagsaðstöðu knattspyrnudeildarinnar við Suðurströnd.
Lesa meira

Strætó bs. hagnaðist á síðasta ári um
296 milljónir króna eftir fjármagnsliði, en hagnaður af reglulegri starfsemi nam rúmum 400 milljónum króna. Verulegur viðsnúningur hefur orðið á neikvæðri stöðu eigin fjár og
er eigið fé neikvætt í árslok um u.þ.b. 150 milljónir króna, en var neikvætt um 638 milljónir í lok árs 2008.
Lesa meira
Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness stóð fyrir kjöri á íþróttamönnum Seltjarnarness árið 2009 sem fór fram í gær þriðjudaginn 23. febrúar við hátíðlega athöfn í Félagsheimili Seltjarnarness
Lesa meira
Á öskudeginum mátti sjá mörg þekkt andlit á bæjarskrifstofunum og var starfsfólki mikið skemmt þegar Michael Jackson í þríriti tók sporið og hnykktist til og frá. Þá voru mættir kúrekar, rapparar, api, Mína mús, kanínur og hundar ásamt mörgum fleiri flottum öskudagsfígúrum sem sungu og dönsuðu.
Lesa meira
Þessar myndir voru teknar 9. febrúar sl. á Seltjarnarnesi af Steinunni Árnadóttur, garðyrkjustjóra.
Lesa meira
Söfnin í Nesi, Lækningaminjasafnið og Lyfjafræðisafnið, tóku þátt í safnanótt sem haldin var í sjötta sinn föstudaginn 12. febrúar. Fjöldi gesta lagði leið sína í Nes þetta kvöld.
Lesa meira

Fimmtudaginn 11. febrúar voru grafnar 4 holur í lóðina við Valhúsahæð til að kanna jarðveg þar sem áform eru um að byggja hjúkrunarheimili.
Lesa meira
Slysavarnarkonur hafa í mörg ár fært grunnskólanum góðar gjafir sem stuðla að auknu öryggi barna. Í dag færðu þær Mýrarhúsaskóla 60 endurskinsvesti fyrir yngstu börnin.
Lesa meira
Í dag laugardaginn 16. janúar á Bókasafni Seltjarnarness fór fram útnefning bæjarlistamanns Seltjarnarness en val á bæjarlistamanni Seltjarnarness hefur farið fram frá árinu 1996. Að þessu sinni varð Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettuleikari fyrir vali menningarnefndar Seltjarnarness sem bæjarlistamaður ársins 2010.
Lesa meira
Samkvæmt greinagerð með fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2010 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 22. desember s.l. var ákveðið að sameina leikskólana Mánabrekku og Sólbrekku í einn. Markmið sameiningarinnar er bæði hagræðing og aukin gæði þjónustu.
Lesa meira
Anna Guðrún Júlíusdóttir nýbúakennari í Grunnskóla Seltjarnarness fékk nýlega 600 þús. kr. styrk úr Sprotasjóði, þróunarsjóði menntamálaráðuneytisins til að bæta sex löndum inn á Fjölmenningarvef barna: http://www.fjolmenningarvefurbarna.net
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista