Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 18. ágúst s.l. eineltisáætlun fyrir starfsmenn bæjarins. Í eineltisáætlun kemur fram ábyrgð bæjarins og leiðbeiningar til að tryggja vellíðan á vinnustöðum bæjarins.
Lesa meira
22. ágúst kl. 14:00 opnar Urtagarður í Nesi við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Í garðinum er safn urta sem ýmist hafa gegnt hlutverki í lækningum eða verið nýttar til næringar og heilsubótar á tímabilinu 1760-1834.
Lesa meira
Meirihluti Sjálfstæðismanna samþykkti, á 719. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var í gær miðvikudaginn 18. ágúst 2010, tillögu fulltrúa Neslista og Samfylkingar til reynslu, til 30. júní 2011, um að Neslistinn og Samfylking eigi þess kost að skipa áheyrnafulltrúa í þær nefndir sem framboðin eiga ekki aðalfulltrúa.
Lesa meira
Endurmenntun kennara er veigamikill liður í skólastarfi og jákvæð reynsla af endurmenntunarnámskeiðum mikilvæg. Með það í huga lögðu stjórnendur í Grunnskóla Seltjarnarness af stað með nýtt snið af námskeiðum þar sem áhersla var lögð á þátt kennaranna sjálfra í að skipuleggja sína eigin endurmenntun.
Lesa meira
Öll ungmenni á aldrinum 14 til 17 ára fengu vinnu í sumar hjá Vinnuskóla Seltjarnarness. Ungmenni sem voru en 18 ára og eldri og sóttu um sumarstarf innan tiltekins umsóknarfrests fengu 70% starf hjá Seltjarnarnesbæ í ...
Lesa meira
Sumarskóli fyrir 5 ára leikskólabörnin er starfræktur í Mýrarhúsaskóla í ágúst. Þau börn sem komu aftur í leikskólann eftir sumarfrí var boðið í "sumarskóla" síðustu vikurnar fyrir upphaf grunnskólagöngunnar.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista