Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Félags- og tryggingamálaráðherra og bæjarstjóri undirrituðu í dag samning um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Meðlimir í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness voru áberandi í umræðunni er þeir mættu með átta sjónauka fyrir framan Útvarpshúsið í Efstaleiti að morgni þriðjudagsins 21. desember og leyfðu gestum og gangandi að fylgjast með almyrkva á tunglinu.
Lesa meira
Starfsmenn Áhaldahúss Seltjarnarness hafa í dag verið að gera skautasvell á Vallarbrautarvelli og er svellið tilbúið til notkunar. Reynt verður að halda svæðinu opnu þegar nægt frost er.
Lesa meira
Árlegir jólatónleikar hljómsveita frá Tónlistarskóla Seltjarnarness á Eiðistorgi fóru fram föstudaginn 17. desember. Kári Húnfjörð stjórnaði þar þremur hljómsveitum sem allar stóðu sig með prýði og glöddu gesti og gangandi.
Lesa meira
Ásmundur Haraldsson færði starfsmönnum Áhaldahúss Seltjarnarness Mottuspilið að gjöf. Mottuspilið er hannað fyrir Seltjarnarnes og snúa allar spurningar um staðhætti og ýmis atvik sem tengjast atburðum og starfsemi á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina
Lesa meira
Síðustu vikur hefur verið unnið við að setja upp öryggismyndavélar á tveim stöðum í bænum. Um að ræða myndavélar sem staðsettar eru á bæjarmörkunum við Norðurströnd og Nesveg. Vélarnar taka myndir af bifreiðum sem aka inn og út úr bænum.
Lesa meira
Nú er lokið við að skreyta opin svæði Seltjarnarnesbæjar. Sú nýbreytni er að á þessu ári tók Seltjarnarnesbær yfir alla vinnu við undirbúning og uppsetningu jólaskrauts, þ.e á ljósastaura en áður sá Orkuveita Reykjavíkur um þessa vinnu.
Lesa meira
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011 var samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði Guðmundar Magnússonar á fundi bæjarstjórnar í dag, mánudaginn 6. desember. Áætlunin var unnin sameiginlega af öllum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, Neslista og Samfylkingar líkt og gert var fyrir árið 2010.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista