Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti

Lið Seltjarnarness sigraði lið Borgarbyggðar í Útsvari sem fram fór í sjónvarpssal föstudaginn 20. desember og er því komið áfram í undanúrslit.
Lesa meira
Við óskum bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Starfsfólk Seltjarnarnesbæjar
Lesa meira

Lið Seltirninga í Útsvari bar sigur úr býtum í fyrstu umferð keppninnar. Liðið mætir því til leiks öðru sinni og eru andstæðingarnir að þessu sinni frá Borgarbyggð. Keppnin verður háð í sjónvarpssal föstudaginn 20. desember.
Lesa meira

Miðnæturmessa og kántríguðsþjónusta
eru meðal þess sem Seltjarnarneskirkja býður upp á um jól og áramót.
Lesa meira
Framkvæmdir við lengingu fráveitulagna á Norðurströnd við Eiðistorg, sem staðið hafa yfir í nokkra daga, lýkur í dag, þriðjudag 17. desember og umferð mun færast í rétt horf.
Lesa meira
Framkvæmdir vegna lagningar fráveitulagna á gatnamótum Norðurstrandar og Suðurstrandar hófust sl. þriðjudag. Verið er að leggja þrýstilögn upp á Nesveg.
Lesa meira
Fimmtudaginn 12. desember færði Sigurður H. Engilbertsson formaður Lionsklúbbs Seltjarnarness fyrir hönd félaga sinna í klúbbnum Leikskóla Seltjarnarness 3 spjaldtölfvur að gjöf.
Lesa meira

Mikið er um að vera í hinu fjölbreytta félagsstarfi aldraðra á aðventunni. Á dögunum komu félagsmenn saman á sérstöku aðventukvöldi og snæddu af jólahlaðborði og fylgdust með skemmtanahaldi undir borðum
Lesa meira

Mikil gestaaukning hefur verið í Bókasafni Seltjarnarness í nóvember og desember sem helgast aðallega af fjölbreyttum viðburðum sem þar hafa verið í boði.
Lesa meira
Miðvikudaginn 27. nóvember tóku þau Anna Ólafsdóttir 11 ára nemandi í Mýrarhúsaskóla og Dagur Þórisson 10 ára nemandi við sama skóla við viðurkenningunni Bókaverðlaun barnanna 2013
Lesa meira

Mikil hátíðarstemning ríkti í Seltjarnarneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu þar sem fram komu um eitt hundrað manns. Gleði og fögnuður skein úr hverju hjarta og söngurinn og tónlistarflutningurinn bræddu alla viðstadda
Lesa meira

Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju bauð starfsmönnum á bæjarskrifstofu Seltjarnarness í heimsókn til sín á dögunum og kynnti fyrir þeim starsemi safnaðarins og bauð þeim upp á léttan morgunverð
Lesa meira
"Áfengisneysla er að heita má engin í grunnskólunum á Seltjarnarnesi. Minnkandi vímuefnaneysla ungs fólks er eitt það jákvæðasta sem gerst hefur á höfuðborgarsvæðinu á undanfórnum árum," sagði Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri meðal annars í hringborðsumræðum Morgunblaðsins
Lesa meira
Er vinnustaðurinn þinn fjölskylduvænn? Er jafnrétti kynjanna virt þar?
Lesa meira
Anna Ólafsdóttir 11 ára og Dagur Þórisson 10 ára tóku við við viðurkenningunni Bókaverðlaun barnanna 2013.
Lesa meira

Í erlinum sem fylgir jólaundirbúningnum er mikil hvíld í því að kíkja við á næsta bókasafni og njóta þess besta sem þau hafa upp á að bjóða.
Lesa meira
Hugmyndin að því að taka þátt í söfnuninni kom fram af því að söfnunin tengist námsefni sem við erum að læra í þemavinnu 8. bekkjar þessar vikurnar. Í þemanámi í Valhúsaskóla er unnið að samþættingu í náttúrufræði, samfélagsfræði og lífsleikni.
Lesa meira
Vikuna 16. til 24. nóvember er nýtnivikua. Markmið vikunnar er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur
Lesa meira
Miðvikudaginn 20. nóvember verður opið hús kl. 20 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Fyrirlesturinn að þessu sinni verður frá Mýrarhúsaskóla, en þar munu Ólína Thoroddsen, Margrét Sigurgeirsdóttir og Árni Árnason kynna samstarf skólans við skóla í Namazizi í Malaví.
Lesa meira

Um síðustu helgi var opnuð í Listasafni Íslands einkasýning Kristínar Gunnlaugsdóttur, Sköpurnarverk, en Kristín var bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2008
Lesa meira
Menningarhúsið Skúrinn er menningarfyrirbæri sem flakkað hefur um Reykjavík frá sumri 2012 og hýst listsýningar eftir marga af okkar fremstu listamönnum.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær fagnar 40 ára kaupstaðarafmæli 9. apríl 2014. Af því tilefni kallar menningarsvið bæjarins eftir hugmyndum frá bæjarbúum og öðrum um viðburði eða verkefni sem gætu átt heima á afmælisárinu þ.e. frá 9. apríl til ársloka 2014
Lesa meira
Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi liggja fyrir en Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, varð í fyrsta sæti með 517 atkvæði.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk frá sl. hausti liggja nú fyrir. Það er skemmst frá því að segja að þær eru góður vitnisburður fyrir nám og kennslu í Grunnskóla Seltjarnarness
Lesa meira

Nýráðinn starfsmaður sundlaugar til að sinna sundlaugargæslu heitir Arnar Þorvarðarson.
Við bjóðum Arnar velkominn í sterkan kjarna starfsfólks sundlaugar.
Lesa meira

Bæjarstjórn Seltjarnarness tók á móti þingmönnum kjördæmisins í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2 síðastliðinn fimmtudag, 24. október.
Lesa meira

„Niðurstaða úttektar á mötuneyti Grunnskóla Seltjarnarness haustið 2013 er að nánast er alltaf farið eftir opinberum ráðleggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu. Matseðillinn er mjög vel samsettur með tilliti til leiðbeininga Embættis landlæknis.“
Lesa meira
Búseta á Seltjarnarnesi er ein sú öruggasta á landinu sé litið til tíðni afbrota og slysa samkvæmt nýjum niðurstöðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kynnti á árlegum haustfundi sínum í bæjarfélaginu. 
Lesa meira
Seltjarnarnes er greinilegur hástökkvari í einkunnagjöf Vísbendingar um Draumasveitafélagið, en það fer úr 9. sæti árið 2012 í 2. sæti árið 2013.
Lesa meira
Lionsklúbb Seltjarnaness afhenti 5. október sl. nætursjónauka til björgunarsveitarinnar Ársæl í skýli þeirra í Bakkavör á Seltjarnanesi
Lesa meira

Fram kom í fréttum RÚV í gær, mánudaginn 21. október, að sést hefði til rósamávs, rúkraga og mjallgæsar við Bakkatjörn
Lesa meira
Seltjarnarnesbær kallar eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins vegna gerðar nýrrar umferðaröryggisáætlunar. Bæjarbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í mótun og gerð áætlunarinnar
Lesa meira
Nærri lætur að sérhver Seltirningur hafi mætt á nýafstaðna Menningarhátíð bæjarins sem haldin var í bænum síðustu helgi frá fimmtudegi til sunnudags.
Lesa meira
Hundaeigendur eru minntir á að þeir geta fegnið helmings afslátt á árlegum hundaleyfisgjöldum ef þeir hafa sótt viðurkennd námskeið í hundauppeldi
Lesa meira

Í dag, miðvikudaginn 16. október, voru mörkuð tímamót í nefndarstarfi Seltjarnarnesbæjar þegar fulltrúi frá Ungmennaráði Seltjarnarness sat sinn fyrsta nefndarfund á vegum bæjarins
Lesa meira
Menningarhátíð Seltjarnarness fer fram dagana 10. - 13. október.
Lesa meira
Íslendingar hafa gefið stúlkum í Malaví ómetanlegt tækifæri til að mennta sig sagði ráðuneytisstjóri
malavíska menntamálaráðuneytisins í heimsókn sinni í Mýrarhúsaskóla í gær,1. október.
Lesa meira
Íþróttakennararnir Sissi og Metta hafa heldur betur lífgað upp á útsýnið hjá starfsmönnum bæjarskrifstofu Seltjarnarnessbæjar
Lesa meira
Lið Seltjarnarness sigraði lið Hvalfjarðarsveitar í Útsvari.
Lesa meira
Bókasafn Seltjarnarness tók í vikunni til notkunar nýja og afar einfalda sjálfsafgreiðsluvél.
Lesa meira
Á nýjum fararskjóta sem bærinn hefur nýlega fjárfest í.
Lesa meira
Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar keppa í Útsvari næstkomandi föstudagskvöld. 
Lesa meira

Fisksalarnir í Vegamótum þau Guðbjörg Ruth Kristjánsdóttir og Birgir Ásgeirsson þáðu á dögunum umhverfisviðurkenningu frá Seltjarnarnesbæ úr hendi Margrétar Pálsdóttur formanns umhverfisnefndar Seltjarnarness
Lesa meira
Undirbúningshópur um stækkun fimleikahúss var skipaður af bæjarstjórn Seltjarnarness í maí 2009.
Lesa meira
Nú stendur yfir undirbúningur á Menningarhátíð Seltjarnarness, sem fram fer dagana 10. - 13. október. Umfangsmikil dagskrá verður frá morgni til kvölds víða um bæinn, en rík áhersla er lögð á samstarf yngri og eldri bæjarbúa.
Lesa meira

Nú er lokið við utanhússviðgerðir á Valhúsaskóla og hefur skólinn fengið nýtt og léttara yfirbragð.
Lesa meira

Eins og glöggir Nesbúar hafa tekið eftir er búið að steypa líti
nn sökkul austan megin við Bakkatjörn. Er þar kominn grunnur að fuglaskoðunarhúsi sem umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur fengið samþykki fyrir að reisa
Lesa meira

Miðvikudaginn 4. september hófst verkefnið Göngum í skólann og mun það standa til 18. september. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn.
Lesa meira
Nýir liðsmenn keppa fyrir Seltjarnarnesbæ í hinum geysivinsæla spurningaþætti Sjónvarpsins, Útsvari
Lesa meira

Nýafstaðin bæjarhátíð á Seltjarnarnesi heppnaðist með eindæmum vel. Þetta var í fyrsta sinn sem efnt var til slíkrar hátíðar, en hún hófst með sýningaropnun Haraldar Sigmundssonar í Eiðisskeri á fimmtudegi
Lesa meira

Mikil ánægja ríkir meðal nemenda í Mýrarhúsaskóla með ný leiktæki sem sett voru upp á skólalóðinni í sumar.
Lesa meira
Fjöldi manns var samankomin þegar dagskrá eldri borgara var kynnt í Félagsheimili Seltjarnarness í lok ágústmánaðar.
Lesa meira
Í Nesfréttum, sem dreift var í hús í morgun, kemur fram að skólp frá Seltjarnarnesbæ sé 100% hreinsað og er þar vitnað í upplýsingar frá starfsmanni Umhverfisstofnunar.
Lesa meira
Fyrr í sumar kepptu Aron Teitsson og Fanney Hauksdóttir á HM í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu í Suzdal í Rússlandi.
Lesa meira
Vegleg bæjarhátíð verður haldin á Seltjarnarnesi dagana 29. - 31. ágúst. Hátíðin hefst með opnun á sýningu Haraldar Sigmundssonar, Rembingur, í Eiðisskeri, sýningarsalnum inn af Bókasafninu, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17. Allir eru boðnir velkomnir.
Lesa meira
Framtakssemi Ungmennaráðs Seltjarnarness hefur víða vakið eftirtekt og nú nýlega tók Hallur Már Hallsson, fréttamaður hjá mbl.is hús hjá Ungmennaráðinu og fregnaði hvað væri á döfinni.
Lesa meira
Árlegar umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2013 voru veittar mánudaginn 30. júlí síðastliðinn.
Lesa meira
Síðustu helgina í ágúst verður haldin bæjarhátíð á Seltjarnarnesi og eru allir bæjarbúar hvattir til að sameinast í gleðinni. Hátíðin hefst kl. 17 fimmtudaginn 29. ágúst með opnun myndlistarsýningarinnar Rembingur í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafninu, á verkum Haraldar Sigmundssonar
Lesa meira

Á opnum fyrirlestri um skólamál í sal Mýrarhúsaskóla fimmtudaginn 15. ágúst kl. 16:15 fjallar Hermundur Sigmundsson prófessor um ný sjónarhorn á nám og færniþróun og þýðingu þeirra fyrir skóla.
Lesa meira
Sunnudagskvöldið 11. ágúst tók Ungmennaráð Seltjarnarness á móti stórum hópi kollega sinna frá Svíþjóð en í sameiningu ætla ungmennin að vinna að gerð heimildarmyndar um það hvað ungmennaráð er
Lesa meira
Sagt var frá því í fréttum Bylgjunnar síðastliðinn föstudag að fréttastofunni hefðu borist ábendingar um að óprúttnir aðilar gengju í hús á Seltjarnarnesi og segðust vera að lesa af afruglurum fyrir Stöð 2.
Lesa meira
Miðvikudaginn 17. júlí sl. stóð Ungmennaráð Seltjarnarness fyrir harmonikkuballi við Gaujabúð á Seltjarnarnesi. Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson lék á nikkuna fyrir gesti og gangandi
Lesa meira
Kynning á forsendum og lýsingu við gerð deiliskipulag Bollagarða og Hofgarða
Lesa meira
Nú hefur verið hafist handa við að setja saman nýju pappírstunnunar og er markmiðið að hefja dreifingu á þeim mánudaginn 1. júlí. Dreifingin sjálf tekur ekki meira en 3 vikur.
Lesa meira
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, fimmtudaginn 27. júní að kríuvarpið á Seltjarnarnesi sé nú með besta móti miðað við undanfarin ár.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær hefur samið við Nýherja um rekstur upplýsingatæknikerfa bæjarins til næstu fimm ára. Nýherji mun annast rekstur upplýsingakerfa bæjarins.
Lesa meira
Á þriðja hundrað manns sóttu Jónsmessuhátíð sem haldin var hátíðleg á Seltjarnarnesi í gær, mánudaginn 24. júní.
Lesa meira

Foreldrahátíð Leikskóla Seltjarnarness var haldin miðvikudaginn 19. júlí síðastliðinn. Mikið fjör var á staðnum og fjöldinn allur af glöðum börnum nutu veitinga og veðurblíðu
Lesa meira

Systurnar og Seltirningarnir Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur opnuðu nýverið heilsuhofið Systrasamlagið við hlið sundlaug Seltjarnarness.
Lesa meira
Hagsmunaaðilakynning vegna vinnu við deilsikipulag fyrir Vestursvæði að Lindarbraut var haldin 10. júní sl. Hátt í 100 manns mættu á fundinn
Lesa meira
Í dag miðvikudaginn 19. júní verða stofnuð samtökin VIGDÍS –Vinir gæludýra á Íslandi og er fyrsta verkefni þeirra að koma á fót lestrarverkefni þar sem hundar eru í aðalhlutverki.
Lesa meira
Hin árlega Jónsmessuhátíð á Seltjarnarnesi fer fram mánudaginn 24. júní kl. 18 - 20
Lesa meira
Vel á annað þúsund þjóðhátíðargesta fylltu Bakkagarð á sautjánda júní hátíðarhöldum sem fóru fram þar í fyrsta skipti. Góður rómur var gerður að nýrri staðsetningu hátíðarhaldanna, sem undanfarin ár hafa verið á Eiðistorgi, þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta.
Lesa meira
Blaðamenn Morgunblaðsins hafa samviskusamlega fylgst með varpi og útungun hjá hinni ástsælu álft Svandísi á Bakkatjörn. Nú berast fregnir af því að Svandís hafi orðið úrkula vonar um að eggin klektust út og því hefur hún yfirgefið varpstaðinn
Lesa meira
Í Fréttablaðinu í dag er bent á að sjósund nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi og eru taldar upp 11 staðir á landinu, þar á meðal Grótta þar sem aðstæður bjóða upp á slíka iðkun.
Lesa meira
Seltjarnanesbær leggur mikla áherslu á öryggi unglinganna í vinnuskólanum og því er afar mikilvægt að fá tækifæri til þess að hitta leiðbeinendur áður en Vinnuskólinn sjálfur hefst segir Fjóla Guðjónsdóttir forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá.
Lesa meira
Af vef Morgunblaðsins er að finna þessa skemmtilegu frétt af því þegar Stefán Magnússon, vinur Svandísar í tæpan áratug, heimsótti álftarparið og fékk að líta á eggin
Lesa meira
Í fyrsta skipti um langt skeið verður þjóðhátíðardeginum á Seltjarnarnesi fagnað undir berum himni eða í Bakkagarði. Bakkagarður stendur við Suðurströnd og var sérstaklega hannaður utan um bæjarsamkomur sem þessar, en vel hefur gefist að koma þar saman og fagna tímamótum í skólastarfinu eins og börnin í bænum kannast vel við
Lesa meira
Grunnskóli Seltjarnarness hefur tekið þátt í verkefninu Göngum í skólann frá upphafi og hefur það nú öðlast fastan sess í skólastarfinu bæði haust og vor
Lesa meira
Hin 20 ára gamla Dominiqua Alma Belánýi skaust heldur betur fram á sjónarsviðið á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg sem lauk á laugardaginn.
Lesa meira
Tónlistarskóla Seltjarnarness var slitið mánudaginn
27. maí í Seltjarnarneskirkju fyrir fullu húsi.
Lesa meira
Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarness hafnaði í 6. sæti meðal borga og bæja með færri en 50 starfsmenn í viðhorfskönnun sem tugþúsundir starfsmanna, bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera, tóku þátt í könnun á viðhorfi fólks til vinnustaðar síns
Lesa meira

Sú skemmtilega nýbreytni verður á 17. júní hátíðarhöldunum á Seltjarnarnesi í ár að þau verða í fyrsta sinn um langt skeið haldin undir berum himni, eða í Bakkagarði við Suðurströnd
Lesa meira

Fornbílaklúbbur Íslands er búinn að skipuleggja ökuför um Seltjarnarnes miðvikudagskvöldið 29. maí og eru áhugasamir hvattir til að láta glæsireiðina ekki fram hjá sér fara.
Lesa meira

Allir námsmenn 14 ára og eldri, sem sóttu um vinnu hjá Seltjarnarnesbæ áður en umsóknarfrestur rann út, fá þar vinnu. Alls er um 360 námsmenn að ræða, þar af 190 nemendur 14-17 ára og 170 nemendur sem eru 18 ára og eldri.
Lesa meira

Gagnger endurskoðun á göngu- og hjólreiðastígum á Seltjarnarnesi stendur nú yfir hjá bænum. Starfshópur, sem hefur þessi mál til athugunar, undir forystu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra hyggst skila niðurstöðum í september á þessu ári.
Lesa meira

Nú er hafinn fornleifauppgröftur í landi Ness á Seltjarnarnesi en uppgröfturinn er samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar við námsbraut í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Frá árinu 2010 hefur Seltjarnarnesbær boðið land sitt sem kennsluvettvang fyrir fornleifafræðirannsóknir
Lesa meira
„Við vorum að hugsa málið og reyna að ákveða lög og þá fann ég þetta lag Önnur sjónarmið, sem ég hef alltaf haldið upp á“, segir söngkonan, tónmenntakennarinn og hinn öflugi kórstjóri Inga Björg Stefánsdóttir, sem stjórar þremur kórum á Seltjarnarnesi.
Lesa meira

Á annað hundrað manns sóttu guðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju á uppstigningardag, 9. maí kl. 11. Ingibjörg Hannesdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, flutti hugleiðingu
Lesa meira
Elsabet Jónsdóttir átti frumkvæði að því ásamt séra Braga Skúlasyni, Ólafi Egilssyni og félagsmálastjóra bæjarins að boða til fundar með eldri mönnum á Seltjarnarnesi
Lesa meira
Afkoma Seltjarnarnesbæjar var jákvæð um 229 milljónir á síðastliðnu ári, sem er margfalt betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í ársreikningi Seltjarnarness fyrir árið 2012, sem var samþykktur á fundi bæjarstjórnar 8. maí
Lesa meira
Síðastliðin þrjú ár eru reykingar óþekktar meðal allra grunnskólanema á Seltjarnarnesi og áfengisneysla heyrir nánast sögunni til. Þetta staðfesti Jón Sigfússon framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar í kynningu fyrir starfsfólk Seltjarnarnesbæjar nýverið.
Lesa meira

Gervigrasvöllur Seltirninga hefur nú fengið gagngera upplyftingu en nýlega var hann tekinn í gegn og fylltur með fjörutíu og tveimur tonnum af gúmmíi.
Lesa meira
LJÓSMYNDAKEPPNIN - Þær voru hver annarri betri myndirnar sem sendar voru inn í ljósmyndakeppnina sem Seltjarnarnesbær efndi til í tilefni af Fjölskyldudeginum í Gróttu 13. apríl síðastliðinn.
Lesa meira
„Listina á ekki að taka of alvarlega, til þess er hún alltof alvarlegur hlutur,“ sagði okkar ástæli málari og þjóðsagnarpersónan Kjarval eitt sinn.
Lesa meira

Seltjarnarnesbær er fyrst bæjarfélaga á landinu til að dreifa margnota innkaupapokum til allra bæjarbúa, en með átakinu vill bærinn hvetja fólk til að draga úr notkun á plasti, sem er ein helsta umhverfisváin í heiminum í dag.
Lesa meira
Fjölmenni var á vortónleikum Tónlistarskóla Seltjarnarness og afmælistónleikum lúðrasveitar skólans,
Lesa meira
Áætlað er að um 600 hundruð manns hafi mætt á Fjölskyldudaginn í Gróttu, sem haldinn var hátíðlegur í 12. sinn, laugardaginn 13. apríl.
Lesa meira
Bragðlaukarnir, félagsskapur eldri karla á Nesinu, voru viðfangsefni fréttastofu Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, þriðjudaginn 9. apríl.
Lesa meira
Morgunblaðið fylgist grannt með fuglalífi á Seltjarnarnesi og færir landsmönnum reglulega fréttir af því. Nú um helgina birtist frétt um álftina Svandísi, en það verður spennandi að sjá hversu mörgum ungum hún kemur á legg þetta sumarið.
Lesa meira
Fregnir berast nú af komu farfugla til landsins. Í síðustu viku sáust þrjár heiðlóur við Bakkatjörn en þær voru í fríðum hópi fugla sem nú eru óðum að flykkjast til landsins.
Lesa meira
Fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd hélt árlegan starfsdag í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi þann 22. mars í boði Seltjarnarnesbæjar. Starfsdagurinn hafði yfirskriftina „Hvert stefnir barnaverndin? Hvernig viljum við sjá hana þróast?“
Lesa meira

Fjölmenni var á opnun sýningar Þórhildar Jónsdóttur, Njáluslóðir, sem var opnuð í Eiðisskeri í gær, fimmtudaginn 21. mars.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti nýverið endurskoðaða jafnréttisáætlun fyrir Seltjarnarnesbæ
Í jafnréttisáætluninni er leitast við að flétta jafnréttismálin inn í starfsemi bæjarins og líf bæjarbúa
Lesa meira
Egill Breki Scheving, 12 ára Seltirningur, bar sigur úr býtum á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar og samnemandi hans úr Valhúsaskóla,
Lesa meira

Tónlistarnemar úr Tónlistarskóla Seltjarnarness voru valdir til að koma fram á lokahátíð Nótunnar sem fram fer í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 14. apríl.
Lesa meira

Starfsmenn Seltjarnarnessbæjar láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að stuðningi og hvatningu við samfélagsleg málefni.
Lesa meira
Í gær, fimmtudaginn 7. mars kl. 17, fór fram á Seltjarnarnesi í 20. skiptið kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2012 í Félagsheimili Seltjarnarness að viðstöddu fjölmenni.
Lesa meira
Næstkomandi fimmtudag kl. 17 fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness kjör íþróttakarls og íþróttakonu ársins 2012 og er þetta í 20. skipti sem kjörið fer fram.
Lesa meira

Mikil fagnaðarlæti brutust út í Grunnskóla Seltjarnarness í morgun þegar skólinn hlaut Grænfánann öðru sinni. Allir nemendur og kennarar söfnuðust saman í Valhúsaskóla og tóku þátt í kraftmiklum Harlem Shake
Lesa meira
Nú gengur sá tími í hönd að fjölga fer í fuglaflórunni á Seltjarnarnesi. Í kjölfar hlýindanna undanfarnar vikur eru fyrstu vorboðarnir farnir að láta á sér kræla.
Lesa meira
Slysavarnadeildin Varðan á Seltjarnarnesi gaf á dögunum Björgvinsbelti til nota í öllum björgunarskipum Landsbjargar á landinu, 14 talsins.
Lesa meira
Samkvæmt skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur þjófnuðum fækkaði töluvert á löggæslusvæði 5 sem Seltjarnarnes er hluti af ásamt miðbæ og vesturbæ.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær veitti í gær, fimmtudaginn 21. febrúar, pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur 100.000 kr. styrk, sem renna á til LÍF styrktarfélags
Lesa meira
Þessa dagana er verið að hækka gamla fótboltavöllinn á Valhúsahæð um 1 meter.
Lesa meira
Tónleikar í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 24. febrúar 2013 kl.16.00. Fiðluleikararnir Guðný Guðmundsdóttir og hin danska Elisabeth Zeuthen Schneider stilla krafta sína saman ásamt píanóleikaranum Richard Simm.
Lesa meira

Nýlega færðu fulltrúar frá Seltjarnarnesbæ Fjölsmiðjunni um það bil 50 tölvur og annan tölvubúnað, sem bærinn var að skipta út.
Lesa meira

Safnanótt fór fram á Seltjarnarnesi föstudaginn 8. febrúar og fór öll dagskráin fram í Bókasafni Seltjarnarness, sem er helsta menningarmiðstöð Seltirninga.
Lesa meira

Hátt í eitthundrað Seltirningar sóttu íbúaþing um umhverfismál sem haldið var í Valhúsaskóla í gær og tóku þátt í samráði og hugmyndavinnu um framtíð bæjarins í umhverfismálum.
Lesa meira

Í gær afhenti listamaðurinn Aleksandra Babik vökudeild Barnaspítala Hringsins myndarlega málverkagjöf ásamt 100.000 króna peningagjöf.
Lesa meira
Gítarleikarinn Magnús Orri Dagsson hélt tónleika í Bókasafni Seltjarnarness mánudaginn 4. febrúar í samstarfsverkefni Bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness.
Lesa meira

Meðalheimili á Seltjarnanesi greiddi aðeins um 32.000 krónur á ári í fyrra fyrir heitt vatn á meðan viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur þurftu að borga næstum tvöfalt meira eða 57.000 krónur á ári.
Lesa meira

Nýkrýndur bæjarlistamaður Seltjarnarness, Sigga Heimis iðnhönnuður, opnar sýningu á ljósahönnun sinni í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafninu, á Safnanótt kl. 19:30.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær boðar íbúa til samráðs og hugmyndasmiðju um næstu skrefin í umhverfismálum undir yfirskriftinni Seltjarnarnes – Vistvænt og samhent samfélag.
Lesa meira
Orkuvaktin (orkuvaktin.is) fylgist með gjaldskrám hitaveitna og hefur tekið saman þróun gjaldhækkana nokkurra hitaveitna frá október 2010 til janúar 2013.
Lesa meira

Sigga Heimis (Sigríður Heimisdóttir) hönnuður var laugardaginn 26. janúar sl. tilnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness, en hún er sautjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina.
Lesa meira

Álagningarseðlar fasteignagjalda á Seltjarnarnesi 2013 verða sendir til íbúa á næstu dögum.
Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum heimabanka.
Lesa meira
Á Seltjarnarnesi eru 95% íbúa ánægð með búsetuskilyrði í bæjarfélaginu, samkvæmt árlegri þjónustukönnun sem Capacent gerir meðal sveitarfélaga.
Lesa meira
Leikskólinn á Seltjarnarnesi hlaut fyrir skemmstu þá fáheyrðu viðurkenningu að vera veittur Grænfáninn í fimmta skipti.
Lesa meira
Nýjar hugmyndir um hlutverk safnhússins á Seltjarnarnesi, sem áður stóð til að hýsti lækningaminjar, hafa skotið upp kollinum eins og fram kom á forsíðu Fréttablaðsins í dag.
Lesa meira

Álftin Svandís sem hefur ekki látið sjá sig á Bakkatjörn að undanförnu kom aftur til síns heima í gær.
Lesa meira
S
eltjarnesbær trónir í efsta sæti yfir hvað varðar bestu búsetuskilyrði á landinu skv. samantekt sem DV birti í blaðinu fimmtudaginn 17. janúrar 2013.
Lesa meira
Frá og með mánudeginum 21. janúar nk. verður aðeins hægt að komast að bílastæði Valhúsaskóla frá Skólabraut.
Lesa meira
Íbúafundur var haldinn fimmtudaginn 10. janúar 2013 kl 17:30 í knattspyrnuhúsinu á íþróttavelli Seltjarnarness um skipulagslýsingu vegna endurauglýsingar á deiliskipulagi Lambastaðahverfis.
Lesa meira
Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við nýja blokk við Hrólfsskálavör þar sem gert er ráð fyrir að til falli um 17.000 rúmmetrar af möl og grús.
Lesa meira
Systkinin Anna Kristín, Rebekka, Þorbjörn og Sigurður Jónsbörn standa sig með mikilli prýði sem lið Seltjarnarness í spurningaþættinum Útsvari á RÚV, en þau eru nú komin í aðra umferð.
Lesa meira
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista