Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Í dag fór í dreifingu um allt land sérrit um Seltjarnarnes. Ritinu er ætlað að kynna sterka innviði bæjarfélagsins og kosti þess að búa þar
Lesa meira
Á síðasta fundi bæjarráðs í desember var samþykkt að fastráðnum starfsmönnum bæjarins yrði gefinn kostur á að gera samgöngusamning við bæjarfélagið. Að auki var samþykkt að þeim stæði til boða aðgangur í Sundlaug Seltjarnarness og bókasafnskort í Bókasafn Seltjarnarness þeim að kostnaðarlausu.
Lesa meira
Seltjarnarnesbær færði Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur gjöf að upphæð 200.000 kr. í gær, miðvikudaginn 17. desember.
Lesa meira
Undirbúningur byggingarframkvæmda er nú hafinn vegna íbúðablokkar sem rísa mun á Hrólfsskálamel, samsíða Nesvegi.
Lesa meira

Þann 11. desember síðastliðinn afhenti Guðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnar beiðni um lausn frá störfum þar sem hann hefur misst kjörgengi vegna flutninga á lögheimili.
Lesa meira
Á fundi bæjarráðs Seltjarnarnesbæjar í morgun var samþykkt tillaga frá stjórnendum Tónlistarskóla Seltjarnarness um að bæta tónlistarnemum í skólanum upp þá kennslu sem þeir urðu af vegna verkfalls félagsmanna FT í október og nóvembermánuði sl.
Lesa meira

Leikskóli Seltjarnarness er einn sex leikskóla landsins sem hefur verið valinn sem frumkvöðlaleikskóli til þess að nota forvarnarverkefnið Vináttu frá Barnaheill í vetur.
Lesa meira

Seltjarnarnes lagði Akranes í Útsvari síðastliðið föstudagskvöld með 68 stigum gegn 59 stigum.
Lesa meira
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2015 og 3ja ára áætlun var samþykkt í gær
Helstu tíðindi úr áætluninni er að fasteignaskattar lækka um 5% og tómstundastyrkir verða hækkaðir um 65%
Lesa meira
.jpg)
Bókaverðlaun barnanna voru afhent 2. desember í Bókasafni Seltjarnarness en vinningshafarnir voru Davíð Ingi Másson og Lovísa Scheving.
Lesa meira

Afar fáheyrt er að leikskólar á Íslandi hljóti Grænfánann sex sinnum í röð en slík var raunin með Leikskólann á Seltjarnarnesi í dag. Átta ár eru síðan skólinn fékk Grænfánann í fyrsta sinn, en til að viðhalda fánanum þarf skólinn að endurskoða og bæta stöðugt markmið sín í umhverfisverndarmálum.
Lesa meira

Á dögunum fór fram vinnustofa um málefni bráðgerra nemenda í Sjálandsskóla í Garðabæ. Þangað var boðið fulltrúum foreldra, kennara, skólastjórnenda og sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu til samræðu og skoðanaskipta
Lesa meira
Nemendur í 10. bekk hafa undanfarna mánuði unnið hörðum höndum við uppsetningu leikritsins Aladdín undir leikstjórn Ragnheiðar Maísólar Sturludóttur. Leikritið fram frumsýnt á 1. des skemmtun árgangsins við góðar undirtektir
Lesa meira
Á undnaförnum vikum hafa stjórnendur og fulltrúar í bæjarstjórn Seltjarnarness sótt fundi hjá Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þar sem farið hefur verið yfir viðbragðsáætlanir vegna jarðhræringa við Bárðarbungu, eldgossins í Holurhauni og gasdreifingar.
Lesa meira

Mánudaginn 24. nóvember var haldin ráðstefna íslenskar æskulýðsrannsóknir í Félagsheimili Seltjarnarness frá kl. 9-16
Lesa meira

Í ljósi umræðu um hráefni og fæði í leikskólum undanfarna daga er ástæða til að geta þess að málsverðir í Leikskóla Seltjarnarness eru samkvæmt opinberum ráðleggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu.
Lesa meira
Bæjarskrifstofu hafa verið að berast fyrirspurnir frá foreldrum barna við Tónlistarskóla Seltjarnarness vegna verkfalls kennara við skólann. Af því tilefni óskar Baldur Pálsson fræðslustjóri að koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:
Lesa meira
Rafrænn aðgangur að Seltirningabók Heimis Þorleifssonar verður opnaður formlega í Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17 en bókin, sem hefur verið ófáanleg um langt skeið, verður öllum aðgengileg án kostnaðar. Við sama tækifæri verður opnuð sýningin Frónari í Eiðisskeri þar sem Sigursveinn H. Jóhannesson leiktjaldamálari sýnir m.a. verk frá Seltjarnarnesi. Boðið verður upp á veitingar. Allir velkomnir.
Lesa meira
Á næstu dögum verða settir upp gasmengunarmælar á Seltjarnarnesi, en þar með geta Seltirningar fylgst með loftgæðum vegna gossins í Holuhrauni.
Lesa meira

Góð þátttaka og nokkur skoðanaskipti urðu á íbúafundi um endurskoðun á aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024
Lesa meira

Meistaraflokkur komin áfram í bikarnum. Grótta sigraði Fram í 16-liða úrslitunum í Coca Cola bikar kvenna í handknattleik í gærkvöldi.
Lesa meira

Aðeins voru um 4% ökumanna sem óku yfir löglegum ökuhraða við hraðamælingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurströnd í gær, miðvikudaginn 29. október.
Lesa meira
Sundlaug Seltjarnarness var valin þriðja besta laugin á landinu meðal valinkunnra álitsgjafa sem Visir.is leitaði til við val á bestu sundlaug landsins.
Lesa meira
Fuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmarsson og listamaðurinn og hönnuðurinn Sigga Rún Kristinsdóttir munu bera saman bækur sínar á sýningunni Flögr sem nú stendur yfir í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga við Eiðistorg.
Lesa meira

Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi fagnaði 40 ára afmæli í gær með fjölbreyttri dagskrá í skólanum þar sem fram komu núverandi og fyrrverandi nemendur og kennarar og slógu á létta strengi.
Lesa meira
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heldur fund um Hvítbókina á Seltjarnarnesi 21. október kl. 20-22. Fundurinn fer fram í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga í Bókasafni Seltjarnarnaress, við Eiðistorg.
Lesa meira
Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar héldu upp á árshátíð bæjarins 11. október í íþróttasal Gróttu á fjörutíu ára afmæli bæjarins.
Lesa meira

Sundlaug Seltjarnarness nýtur ævinlega mikill vinsælda ekki síst fyrir lækningarmátt vatnsins í lauginni, sem er í senn salt og steinefnaríkt og auðveldar sundtökin
Lesa meira
Vísbending, tímarit um efnahagsmál, hefur valið Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2013, en í mörg ár hefur tímaritið skoðað fjárhag sveitarfélaga og gefið þeim einkunnir, sem eru fyrst og fremst miðaðar við fjárhagslegan styrk sveitarfélaganna. Útreikningar miðast við rekstartölur úr ársreikningum sveitarfélaga árið 2013.
Lesa meira
Þingmenn suðvesturkjördæmis komu á fund bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi í morgun.
Lesa meira
Á sínum tíma fór Ungmennaráðið Seltjarnarnesbæjar fram á það við bæjarstjóra Seltjarnarness, Ásgerði Halldórsdóttur, að fulltrúar þess fengju að taka virkari þátt í nefndarstarfi bæjarins. Vel var brugðist við þeirri málaleitan og í fyrra var stigið fyrsta skrefið í þá veru með samþykki allra kjörinna fulltrúa bæjarins.
Lesa meira
Listahátíð í Seltjarnarneskirkju verður sett laugardaginn 27. september kl. 16 en um þessar mundir fagnar Seltjarnarneskirkja 40 ára afmæli rétt eins og bæjarfélagið.
Lesa meira

Hin kunna sagna- og leikkona Guðrún Ásmundsdóttir hefur viðað að sér ótal frásögnum af konum sem hafa líknað og hjálpað kynsystrum sínum í barnsburði við fábrotnar aðstæður.
Lesa meira
Föstudaginn 19. september 2014 verður haldin fjórða ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar, en sú fyrsta var haldin í samgönguviku 2011.
Lesa meira
Föstudaginn 5. september, hófst í Mýrarhúsaskóla átakið Göngum í skólannog mun það standa til 25. sept.
Lesa meira

Grótta tryggði sér í gær sæti í 1. deild karla í knattspyrnu eftir frækilega sigur á Aftureldingu 4-1.
Lesa meira

Fjölmenni var á íbúafundi sem fram fór í hátíðarsal Gróttu fimmtudaginn 11. september. Þar kynntu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Árni Geirsson frá Alta og Bjarni Torfi Álfþórsson formaður skipulags- og umhverfisnefndar upphafsskrefin í endurskoðun á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar.
Lesa meira
Ómar Ragnarsson í Bókasafni Seltjarnarness
Lesa meira
Nýlega fjárfesti framkvæmdasvið Seltjarnarnesbæjar í svokölluðum krókvagni ásamt þremur gámum í ólíkum stærðum frá Jötunvélum á Selfossi
Lesa meira
Viðskiptablaðið segir frá því í dag að 56 sýndartölvur verða settar upp í Grunnskóla Seltjarnarness
Lesa meira

Um eitthundrað eldri borgarar af Seltjarnarnesinu komu saman í Félagsheimili Seltjarnarness þriðjudaginn 2. september til að fylgjast með kynningu á félags- og tómstundastarfi sem þeim stendur til boða fram að áramótum
Lesa meira
Líkt og síðasta ár tóku nokkrir öflugir bæjarbúar málið í sínar hendur og blésu til bæjarhátíðar á Nesinu. Þátttaka bæjarbúa var góð og nú hefur hópurinn verið að skipuleggja næstu hátíð sem fram fer dagana 28. til 31. ágúst.
Lesa meira

Í tilefni Hinsegin daga 5.-10. ágúst býður Bókasafn Seltjarnarness gestum að kynna sér fjölbreytt úrval bóka og mynda sem fjalla um samkynhneigð á einn eða annan hátt.
Lesa meira
Kjarvalshúsið svonefnda var eitt þeirra húsa sem hlaut sérstaka viðurkenningu þegar Seltjarnarnesbær veitti sínar árlegu umhverfisviðurkenningar síðastliðinn þriðjudag í vallarhúsinu við Gróttuvöll við Suðurströnd.
Lesa meira
Líkt og undanfarin sumur hefur Seltjarnarnesbær útvegað öllum námsmönnum á Seltjarnarnesi, sem þess óska, frá 8. bekk til 25 ára aldurs starf við þeirra hæfi.
Lesa meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum 25. júní sl. að fara í endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins enda næstum áratugur liðinn síðan gildandi aðalskipulag var mótað.
Lesa meira
Ungmennaráð Seltjarnarness, sem er setið af ungmennum á aldrinum 16-20 ára, hefur síðustu fjögur ár staðið fyrir harmonikkuballi fyrir eldri borgara í júlí.
Lesa meira
Í gær, þriðjudaginn 1. júlí, undirrituðu Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness og Þorvarður L. Björgvinsson, framkvæmdastjóri Arkís arkitekta, ráðgjafa- og hönnunarsamning fyrir 40 rýma hjúkrunarheimili sem rísa á á Seltjarnarnesi á næstu misserum.
Lesa meira
Á annað hundrað manns tóku þátt í hinni árvissu Jónsmessugöngu á Seltjarnarnesi sem fram fór þriðjudaginn 24. júní.
Lesa meira
Í dag, á Jónsmessu 24. júní, afhenti Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra fyrsta eintakið af veglegu 40 ára afmælisriti Seltjarnarnesbæjar. Í blaðinu er litið yfir farinn veg en auk þess er svipmynd brugðið á málefni líðandi stundar í samfélaginu.
Lesa meira
Á dögunum fékk Leikskóli Seltjarnarness afhentan SMT (School Management Training) fánann sem viðurkenningu fyrir áralangt starf með börnum í SMT skólafærni.
Lesa meira

Þjóðhátíðardagurinn á Seltjarnarnesi fór afskaplega vel fram þó óneitanlega hafi veðrið sett strik í reikninginn. Frá því að fyrsta dagskráratriðið á sviðinu hófst upp úr kl. 13 byrjaði að rigna og rigndi linnulaust fram á kvöld.
Lesa meira
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn miðvikudaginn 18. júní klukkan tólf.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setti fundinn sem starfsaldursforseti og stýrði fundi þar til
Guðmundur Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var kjörinn forseti bæjarstjórnar.
Lesa meira

Í gær, miðvikudag 18. júní, var tekin fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Þjóðhátíðardagurinn á Seltjarnarnesi fór afskaplega vel fram þó óneitanlega hafi veðrið sett strik í reikninginn. Frá því að fyrsta dagskráratriðið á sviðinu hófst upp úr kl. 13 byrjaði að rigna og rigndi linnulaust fram á kvöld.
Lesa meira
Í dag, miðvikudag 18. júní kl. 13:15, munu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og nokkrir íbúar Seltjarnarnessbæjar taka fyrstu skóflustungu að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.
Lesa meira
Þar sem Seltjarnarnesbær fagnar fjörutíu ára kaupstaðarafmæli á þessu ári verða 17. júní hátíðarhöldin í bænum enn veglegri en undanfarin ár. Hátíðin fer fram annað árið í röð í Bakkagarði við Suðurströnd og verður dagskráin haldin bæði að degi og kvöldi til.
Lesa meira
Guðjón Steinar Þorláksson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness frá 1. ágúst 2014.
Lesa meira

Laugardaginn 31. maí afhenti Erna Kristinsdóttir og fjölskylda hennar Seltjarnarnesbæ og íbúum hans nestisborð að gjöf til að setja upp í bænum.
Lesa meira

Í morgun kynnti Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness nemendum í 10. bekk Valhúsaskóla Hitaveitu Seltjarnarness. Borholurnar við Snoppu og Bygggarða voru skoðaðar og þaðan lá leið að hitaveitustöðinni að Lindarbraut þar sem boðið var upp á veitingar.
Lesa meira

Nemendur Mýrarhúsaskóla hafa sett niður trjáplöntur og dreift lífrænum áburði á örfoka landsvæði á Bolaöldu frá árinu 2005. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs eða GFF. Verkefnið kallast LAND-NÁM og er hluti af útiskóla sem samtökin starfrækja í samvinnu við grunn og framhaldsskóla.
Lesa meira

Það var hressilegur hópur barna sem heimsótti bæjarstjóra Seltjarnarness, Ásgerði Halldórsdóttur, sl. miðvikudag og þáðu hjá henni mjókurkex.
Lesa meira

Handverks- og hönnunarsýning eldri borgara á Seltjarnarnesi verður opnuð á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí kl. 15 að Skólabraut 3-5, en þar getur að líta afrakstur vetrarstarfs þessa hugmyndaríka hóps
Lesa meira

Blaðamenn Morgunblaðsins eru einlægir aðdáendur álftarparsins á Bakkavör og eru jafnan fyrstir með fréttir af þessu sómapari, en þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað í gær að ljósmyndari blaðsins sá til unga í fylgd með föður sínum skammt frá Svandísi, en hún liggur enn þá á
Lesa meira

Gylfi Gunnarsson, skólastjóri, sleit Tónlistarskóla Seltjarnarness í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 21. maí fyrir fullu húsi. Þetta var í átjánda og síðasta sinn sem Gylfi slítur skólanum, þar sem hann mun láta af störfum eftir þetta skólaár, en hann hóf störf við skólann sem gítarkennari haustið 1983.
Lesa meira
Í gær, fimmtudaginn 22. maí, kunngjörði Starfsmannafélag Reykjavíkur á fjölmennri samkomu, sem haldin var í Hörpu, að Seltjarnarnesbær hlyti nafnbótina Stofnun ársins Borg og bær árið 2014 í flokki minni stofnanna.
Lesa meira

Aðeins tvö alvarlega umferðarslys hafa orðið á Seltjarnarnesi á síðastliðnum átta árum. Þetta kom fram á opnum fundi í gær, miðvikudaginn 21. maí, þegar ný og heildstæð umferðaröryggisáætlun sem tekur til alls bæjarfélagsins var kynnt á opnum fundi í Íþróttahúsi Seltjarnarness.
Lesa meira

Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, varð í gær, miðvikudaginn 21. maí, heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki
Lesa meira

Ný Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefna hjá Seltjarnarnesbæ hefur nú litið dagsins ljós. Þar segir m.a. að í hverju sveitarfélagi sé mikilvægt að hafa fjölbreytt val í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum og að almenn þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu starfi hafi óumdeilt forvarnagildi.
Lesa meira

Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í hádeginu í dag samkomulag um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Nýtt deiliskipulag Lambastaðamýrar (Kolbeinsstaðamýrar) var kynnt á íbuafundi sem haldinn var í knattspyrnuhúsi íþróttavallarins við Suðurströnd þriðjudaginn 13. maí sl.
Lesa meira

Úrslit Skólahreysti fara fram í Laugardalshöll föstudagskvöldið 16. maí og verða að venju sýnd á RÚV í beinni útsendingu. Aðgangur er ókeypis og eru allir hvattir til að mæta og styðja sína skóla
Lesa meira
Eins og vera ber á þessum árstíma taka framkvæmdir í bæjarfélaginu mikinn kipp. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Hermannssyni sviðsstjóra umhverfissviðs bæjarins eru fjölmörg verkefni í gangi.
Lesa meira

Í gær hófust boranir eftir heitu vatni á nýju svæði á Seltjarnarnesi, en staðsetningin er á Bygggarðslandi, skammt frá hákarlaskúrnum norðan megin á Nesinu.
Lesa meira
Tónstöfum, samstarfsverkefni Bókasafns Seltjarnarness og Tónlistarskóla Seltjarnarness lauk á þessum vetri með tónleikum lengra kominna píanónemenda Aðalheiðar Eggertsdóttur í byrjun maí.
Lesa meira

Það var kátt á hjalla í Félagsheimili Seltjarnarness sunnudaginn 11. maí þegar hljómsveit Geirmunds Valtýssonar hélt þar fjölskylduball síðdegis
Lesa meira

Bókasafn Seltjarnarness, Grunnskóli Seltjarnarness og Tónlistarskóli Seltjarnarness hlutu jafréttisviðurkenningar Seltjarnarnesbæjar
Lesa meira
Bókasafn Seltjarnarness hefur farið í gegnum enskan bókakost sinn og safnað saman bókum í tvo kassa sem það mun afhenda grunnskóla Seltjarnarness sem sendir þær áfram til Malaví.
Lesa meira
Í dag, fimmtudaginn 8. maí kl. 16, mun Seltjarnarnesbær veita við hátíðlega athöfn jafnréttisviðurkenningu bæjarins en slík viðurkenning er veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.
Lesa meira

Grunnskóla Seltjarnarness voru á dögunum afhentar 25 nýjar spjaldtölvur til viðbótar þeim sem afhentar voru síðastliðið haust til notkunar í tilraunaverkefni um notkun spjaldtölva í skólastarfi.
Lesa meira
Steinunn Árnadóttir lét nýlega af störfum sem garðyrkjustjóri Seltjarnarness eftir um 22 ára feril.
Lesa meira
Myndin fangar hið glaðværa andrúmsloft sem ríkti á Gróttudeginum á frumlegan og skemmtilegan hátt.
Lesa meira
Um 800 manns sóttu Fjölskyldudaginn í Gróttu, sem haldinn var hátíðlegur í 13. sinn, fimmtudaginn 1. maí. Gestir nutu veðurblíðunnar og alls þess besta sem Gróttan og dagskráin höfðu upp á að bjóða.
Lesa meira
Verið er að leggja lokahönd á ráðningu sumarstarfsfólks á Seltjarnarnesi. Eins og kunnugt er er Seltjarnarnesbær eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem býður öllum námsmönnum, sem lokið hafa 8. bekk og hafa lögheimili á Seltjarnarnesi, sumarvinnu.
Lesa meira
Kári Húnfjörð Einarsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness frá 1. ágúst 2014.
Lesa meira
Fjölskyldudagur í Gróttu 1. maí
-
28.4.2014
Sjá nánar í afmælisdagskrá

Sagt er frá því í Morgunblaðinu í dag að síðustu ár hafi Atorka, mannrækt og útivist, skipulagt ferð úr sveit til sjávar á sumardaginn fyrsta
Lesa meira
Munið hreinsunardaginn sem er laugardaginn 26. apríl 2014
Lesa meira
Í tilefni af 40 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar tók Kristinn Örn Guðmundsson hjá fyrirtækinu 3ernir saman myndband og sýndi afmælisgestum á hátíðarhöldunum á Eiðistorgi 9. apríl, en fyrirtæki hans er staðsett á 2. hæð Eiðistorgs.
Lesa meira
Niðurstaða samstæðuársreiknings Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2013 er mjög góð og mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 354 m.kr. samanborið við áætlun 18 m.kr.
Lesa meira

Ár er nú liðið frá því að græna, margnota innkaupapokanum var dreift á hvert heimili á Seltjarnarnesi, en átakið var liður í því að hvetja bæjarbúa til að draga úr notkun á plasti, sem er ein helsta umhverfisváin í heiminum í dag.
Lesa meira
Endurgerð gömlu bryggjunnar í Gróttu er nú að mestu lokið, en í samvinnu við Seltjarnarnesbæ hafa félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness unnið að þessu verkefni undanfarin ár.
Lesa meira

Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins er álftin Svandís og maki hennar farin að gera sér hreiður í hólmanum í Bakkatjörn
Lesa meira
Á fjórða þúsund manns tóku þátt í 40 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar sem haldið var um allan bæinn í gær, 9. apríl
Lesa meira
Hinn kunni fræðimaður og arkitekt Pétur H. Ármannsson hefur um nokkurt skeið rannsakað þróun byggingarlistar og byggingarstíl Seltirninga allt frá fyrstu byggð til dagsins í dag og flytur erindi um efnið laugardaginn 12. apríl kl. 13 í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga á 2. hæð Eiðistorgs.
Lesa meira
Ávarp forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar á 40 ára afmælishátíð Seltjarnarnes 9. apríl 2014
Lesa meira
Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur lokið endurskoðun á kattasamþykkt bæjarins. Þegar hún hefur öðlast gildi ber öllum kattaeigendum að skrá ketti sína á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fyrir 1. september 2014.
Lesa meira
Hópur barna af deildinni Eiði í Leikskóla Seltjarnarness, komu færandi hendi með listaverk á bæjarskrifstofur, en verkin höfðu þau gert í tilefni af 40 ára afmæli bæjarins.
Lesa meira
Í dag, miðvikudaginn 9. apríl, eru 40 ár liðin frá því að Seltjarnarnesbær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Deginum er fagnað víða um bæinn með dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Það ríkti mikil spenna í loftinu þegar listaverk Sigurjóns Ólafssonar, Skyggnst bak við tunglið, var sett á nýjan stöpul á nýjum stað á Seltjarnarnesi í dag.
Lesa meira
Sundlaug Seltjarnarness var vel sótt af framhaldsskólanemum á meðan á verfalli kennara í framhaldskólum stóð
Lesa meira

Nemendur í 8.- 10. bekk í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa undanfarana tvo mánuði unnið hörðum höndum við uppsetningu árshátíðarleikritsins Bugsy Malone undir leikstjórn Ragnheiðar Maísólar Sturludóttur
Lesa meira
Nú er bara vika í stórafmæli Seltjarnarness þann 9. apríl. Undirbúning fyrir tímamótin má víða merkja í framkvæmdum í bænum
Lesa meira

Hafinn er undirbúningur við nýja tilraunaborholu við Bygggarðstanga á Seltjarnarnesi og binda menn vonir við að þar sé að finna einu heitustu uppsprettuna á Nesinu.
Lesa meira
Grunnskóli Seltjarnarness mun halda bláa daginn hátíðlegan á morgun, miðvikudaginn 2. apríl í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar.
Lesa meira

Fulltrúar frá Valhúsaskóla báru sigur úr býtum í sínum riðli í Skólahreysti, en keppnin fór fram í Íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi í gær, fimmtudaginn 27. mars.
Lesa meira

Kári Rögnvaldsson í Valhúsaskóla bar sigur úr býtum í Stóru upplestararkeppninni 2014 sem haldin var í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 26. mars
Lesa meira

Seltjarnarnesbær tekur þátt í umhverfisviðburðinum Jarðarstund eða Earth hour með því að kveikja ekki götuljósin í bænum fyrr en kl. 21:30, laugardaginn 29. mars 2014.
Lesa meira
Á næstu misserum hefur Seltjarnarnesbær í hyggju að fara í viðhaldsvinnu á sjóvarnargörðum sem víða eru farnir að láta á sjá.
Lesa meira

Lið Seltirninga í Útsvari er komið í undanúrslit og keppir föstudagskvöldið 21. mars við lið Reykvíkinga. Ljóst er að um tvö sterk lið er að ræða og því má búast við dramatískri viðureign
Lesa meira
Á blaðamannafundi SSH 17.mars voru kynntar niðurstöður tveggja skýrslna sem unnar hafa verið á vegum SSH í tengslum við Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013
Lesa meira

Gísli Hermannsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar.
Lesa meira
Randir, verk Sólveigar Aðalsteinsdóttur í Menningarhúsinu Skúrnum var opnað á bílastæðinu við Bakkatjörn laugardaginn 15. mars
Lesa meira
Seltjarnarnesbær er eitt bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem býður öllum námsmönnum, sem lokið hafa 8. bekk og hafa lögheimili á Seltjarnarnesi, sumarvinnu. Framtakið er ekki nýtt af nálinni en í kjölfar kreppunnar þegar ljóst var að námsmenn færu á mis við almenn störf, sem þeim höfðu staðið til boða, ákvað Seltjarnarnesbær að venda sínu kvæði í kross og bjóða öllum nemum eftir áttunda bekk sumarstarf.
Lesa meira
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Ásgerður Halldórsdóttir, hefur lagt áherslu á að bærinn komi til móts við framhaldsskólanemendur á Nesinu sem ekki komast í skólann vegna verkfalls kennara.
Lesa meira
Byggja 34 litlar íbúðir á hagstæðu verði. Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að taka tilboði Upphafs fasteignafélags í byggingaréttinn að Hrólfsskálamel 1 til 7 á Seltjarnarnesi. Þar hyggst félagið byggja 34 litlar tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í þriggja til fimm hæða fjölbýlishúsi
Lesa meira

Föstudaginn 7. mars afhenti Lífsnautnafélagið Leifur Íþróttafélaginu Gróttu alls 900.000 krónur sem renna munu til barna- og unglingastarfs íþróttafélagsins.
Lesa meira
Vegna fréttar Morgunblaðsins í gær, mánudaginn 10. mars, um framlög Seltjarnarnessbæjar til málefna fatlaðra láðist að taka inn í reikninginn framlag bæjarins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna málaflokksin
Lesa meira
Sígildar, íslenskar dægurflugur munu hljóma á Bókasafni Seltjarnarness þegar Gamlir Fóstbræður ásamt tenórnum Þorgeiri Andréssyni halda þar tónleika næstkomandi fimmtudaginn 13. mars kl. 17:00, en tónleikarnir eru liður í Tónstöfum, samstarfi Bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness.
Lesa meira

Fjölmenni var á íþrótta- og tómstundaþingi sem fram fór í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi laugardaginn 1. mars og var gerður góður rómur að framtaki ÍTS um að standa að slíku samráði við bæjarbúa
Lesa meira
Á 70 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Ársæls var opnuð ný og stærri björgunarmiðstöð á Grandagarði 1, sem fengið hefur heitið Gróubúð
Lesa meira
Mikil stemning og fjörugar umræður sköpuðust á íbúafundi sem haldinn var fimmtudaginn 27. febrúar til að kynna verklýsingu fyrir deiliskipulag á Melshúsatúni, Hrólfsskálavör og Steinavör
Lesa meira
Samkvæmt fréttum Viðskiptablaðsins frá 27. febrúar hafa skatttekjur sveitarfélaga verið að aukast undanfarin misseri.
Lesa meira

Undirbúningshópur, sem skipaður var til að fjalla um reiðhjóla- og göngustíga á Seltjarnarnesi, skilaði nýverið og kynnti á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar skýrslu sem hann hafði unnið.
Lesa meira
Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness (ÍTS) boðar til þings laugardaginn 1. mars næstkomandi um íþrótta- og tómstundamál í bænum
Lesa meira

Nýlega afhenti Seltjarnarnesbær Fjölsmiðjunni talsvert magn af tölvum og tölvubúnaði sem genginn var úr sér hjá stofnunum bæjarinsr
Lesa meira
Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur í Tónlistarskóla Seltjarnarness laugardaginn 15. febrúar. Fjöldi manns sótti opið hús, þar sem nemendur og kennarar buðu upp á sýnishorn af öllum stílbrigðum tónlistar sem kennd er við skólann.
Lesa meira

Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins birtust fyrstu farfuglar landsins á Seltjarnarnesi í gær, sunnudag 15. febrúar, en um er að ræða sex lóur sem sáust í fjörunni nyrst við Seltjörn
Lesa meira
Íþróttamaður og kona Seltjarnarness 2013 eru Fanney Hauksdóttir og Aron Du Lee Teitsson.úr Kraftlyftingadeild Gróttu
Lesa meira
Að sögn Stefáns Eiríks Stefánssonar bæjarverkfræðings hafa Seltirningar brugðist vel við þeirri áskorun bæjarins að flokka sorpið í tunnur sem þeim var úthlutað. Skipulögð flokkun á vegum bæjarins hófst í júní á síðasta ári þegar bæjarbúum stóð til boða að fá pappírstunnu við heimili sín, þeim að kostnaðarlausu
Lesa meira

Í byrjun febrúar undirrituðu Sigrún Hvandal yfirfélagsráðgjafi Félagsþjónustu Seltjarnarness og Jón Sigfússon framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningar áframhaldandi samstarfssamning til fjögurra ára.
Lesa meira
Á tuttugu og fimm ára vígsluafmæli Seltjarnarneskirkju, sem haldið var hátíðlegt sunnudaginn 9. febrúar, færði Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnaness barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar skjávarpa og iPad
Lesa meira

Um tvöhundruð börn úr Leikskóla Seltjarnarness glöddu gesti og gangandi með kraftmiklum og gleðiríkum söng sínum á Eiðistorgi í gæ
Lesa meira

Seltjarnarnesbær gengst nú fyrir söfnun á notuðum frímerkjum og umslögum og vill með því leggja sitt af mörkum til að styðja við fjársöfnun Sambands íslenskra kristniboðsfélaga
Lesa meira
Á fundi stjórnar SSH 4. febrúar var undirritaður nýr þjónustusamningur milli Fjölsmiðjunar annars vegar og Seltjarnarnessbæjar, Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar hins vegar.
Lesa meira

Einstök eftirvænting ríkir í Leikskóla Seltjarnarness þessa dagana, en fimmtudaginn 6. febrúar verður Dagur leikskólanna haldinn hátíðlegur um allt land
Lesa meira
Nýlega greindi verðlagseftirlit ASÍ frá hækkunum á leikskólagjöldum í stærstu sveitarfélögum landsins. Þar kom fram að Seltjarnarnes er eitt þeirra bæjarfélaga sem ekki hafa hækkað leikskólagjöldin frá 1. janúar 2013 – 1. janúar 2014
Lesa meira
Í dag, mánudaginn 27. janúar, verða jólaljósin í bænum tekin niður, en eins og mjög víða annars staðar hafa jólaljósin fengið að standa örlítið lengur en hið hefðbundna jólatímatal segir til um í því skini að lýsa upp svartasta skammdegið.
Lesa meira
Ari Bragi Kárason (1989) trompetleikari var í dag tilnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2014, en hann er átjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina og langyngstur til þessa. .
Lesa meira
Rithöfundurinn vinsæli Andri Snær Magnason var sérstakur gestur á Bókasafni Seltjarnarness í morgun 17. janúar en þá hleypti Bókasafn Seltjarnarness af stokkunum sérstakri vitundarvakningu meðal unglingsdrengja til að hvetja og stuðla að lestri bóka og heimsókn á safnið.
Lesa meira

Rithöfundurinn vinsæli Andri Snær Magnason verður sérstakur gestur á Bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 17. janúar en þá hyggst Bókasafnið hleypa af stokkunum sérstakri vitundarvakningu meðal unglingsdrengja til að hvetja og stuðla að lestri bóka.
Lesa meira
Í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga, verður vorið litríkt að vanda, en á fyrstu sýningu ársins, Draumkennd rými, sýna málararnir Fabienne Davidsson og Ingunn Sigurgeirsdóttir verk sín til föstudagsins 31. janúar.
Lesa meira

Á stjórnarfundi SSH ( Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ) hinn 6. janúar 2014 var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Lesa meira

Fanney Hauksdóttir var í gær valin íþróttamaður Gróttu 2013 og Pétur Steinn Þorsteinsson íþróttamaður æskunnar. Sjö einstaklingar voru tilnefndir til kjörs íþróttamanns Gróttu og níu til kjörs íþróttamanns æskunnar
Lesa meira

Veðurguðirnir hafa verið iðnir við að sýna margar af sínum grimmu hliðum undanfarnar vikur og daga, en þó hefur rofað til inn á milli.
Lesa meira

Mikill fjöldi lagði leið sína að áramótabrennu Seltirninga á Valhúsahæðinni á gamlárskvöld en gera má ráð fyrir að um 2000 manns hafi verið á staðnum þegar best lét.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista