Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fréttir og útgefið efni
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Nýlega greindi verðlagseftirlit ASÍ frá hækkunum á leikskólagjöldum í stærstu sveitarfélögum landsins. Þar kom fram að Seltjarnarnes er eitt þeirra bæjarfélaga sem ekki hafa hækkað leikskólagjöldin frá 1. janúar 2013 – 1. janúar 2014
Lesa meira
Í dag, mánudaginn 27. janúar, verða jólaljósin í bænum tekin niður, en eins og mjög víða annars staðar hafa jólaljósin fengið að standa örlítið lengur en hið hefðbundna jólatímatal segir til um í því skini að lýsa upp svartasta skammdegið.
Lesa meira
Ari Bragi Kárason (1989) trompetleikari var í dag tilnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2014, en hann er átjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina og langyngstur til þessa. .
Lesa meira
Rithöfundurinn vinsæli Andri Snær Magnason var sérstakur gestur á Bókasafni Seltjarnarness í morgun 17. janúar en þá hleypti Bókasafn Seltjarnarness af stokkunum sérstakri vitundarvakningu meðal unglingsdrengja til að hvetja og stuðla að lestri bóka og heimsókn á safnið.
Lesa meira

Rithöfundurinn vinsæli Andri Snær Magnason verður sérstakur gestur á Bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 17. janúar en þá hyggst Bókasafnið hleypa af stokkunum sérstakri vitundarvakningu meðal unglingsdrengja til að hvetja og stuðla að lestri bóka.
Lesa meira
Í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga, verður vorið litríkt að vanda, en á fyrstu sýningu ársins, Draumkennd rými, sýna málararnir Fabienne Davidsson og Ingunn Sigurgeirsdóttir verk sín til föstudagsins 31. janúar.
Lesa meira

Á stjórnarfundi SSH ( Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ) hinn 6. janúar 2014 var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Lesa meira

Fanney Hauksdóttir var í gær valin íþróttamaður Gróttu 2013 og Pétur Steinn Þorsteinsson íþróttamaður æskunnar. Sjö einstaklingar voru tilnefndir til kjörs íþróttamanns Gróttu og níu til kjörs íþróttamanns æskunnar
Lesa meira

Veðurguðirnir hafa verið iðnir við að sýna margar af sínum grimmu hliðum undanfarnar vikur og daga, en þó hefur rofað til inn á milli.
Lesa meira

Mikill fjöldi lagði leið sína að áramótabrennu Seltirninga á Valhúsahæðinni á gamlárskvöld en gera má ráð fyrir að um 2000 manns hafi verið á staðnum þegar best lét.
Lesa meira
Fréttir og útgefið efni
Fara í fréttalista